Eyjafréttir: "RÚV ákvað að gefa skotleyfi á Páleyju Borgþórsdóttur og þjóðhátíðina"

eyjafrettir2.jpg
Auglýsing

Í úttekt í Eyja­fréttum, viku­legu blaði sem kemur út í Vest­manna­eyj­um, sem kom út í dag segir að Þjóð­há­tíð Vest­manna­eyja og Eyja­menn hafi verið dregnir í svaðið í þætt­inum Viku­lok­unum á Rás 1 um liðna helgi vegna ákvörð­unar Pál­eyjar Borg­þórs­dótt­ur, lög­reglu­stjóra í Vest­manna­eyj­um, um að upp­lýsa fjöl­miðla ekki um kyn­ferð­is­brot sem upp komu á Þjóð­há­tíð.

Í inn­gangi úttekt­ar­inn­ar, sem Ómar Garð­ars­son rit­stjóri blaðs­ins skrif­ar, seg­ir: „Það var ófögur mynd sem dregin var upp af þjóð­há­tíð Eyja­manna og þeim sjálfum í þætt­in­um, Viku­lokin á Rás eitt sl. laug­ar­dags­morg­un. RÚV ákvað að gefa skot­leyfi á Pál­eyju Borg­þórs­dóttur og þjó­há­tíð­ina. Það vissi Helgi Seljan fyrir þegar hann valdi við­mæl­endur í laug­ar­dags­þátt sinn, allt val­in­kunnir Akur­eyr­ingar sem gerðu sér kannski ekki grein fyrir því að um leið og þeir drógu Eyja­menn niður í svaðið lýstu þeir sam­fé­lagi kúg­unar og ógna á Akur­eyri sem ég er ekki viss um að Akur­eyr­ingar séu sáttir við. Það hent­aði greini­lega ekki að Eyja­menn ættu sér málsvara í þætt­inum og þegar við­mæl­endur náðu hvað hæstum hæðum þakk­aði Helgi fyrir að þátt­ur­inn var tek­inn upp á Akur­eyri en ekki Vest­manna­eyj­u­m.“

eyjarettir1

Auglýsing

Í úttekt sinni rekur Ómar síðan sam­tal þátta­stjórn­and­ans Helga Seljan við gesti sína í Viku­lok­unum um liðna helgi, þau Björn Þor­láks­son, fyrrum rit­stjóra Akur­eyri viku­blaðs, Hildu Jönu Gísla­dótt­ur, sjón­varps­stjóra N4 og Svein Arn­ars­son, blaða­mann Frétta­blaðs­ins á Akur­eyri. Þar kom fram hörð gagn­rýni á ákvörðun Pál­eyjar og látið í það skína að aðrir hags­munir en þolenda hefðu ráðið því að hún ákvað að senda bréf til allra við­bragðs­að­ila sem komu að þjóð­há­tíð og biðja þá um að upp­lýsa fjöl­miðla ekki um kyn­ferð­is­brot sem gætu komið upp á hátíð­inni. Björn sagði að ríkir og frekir karlar stýrðu ákvörð­un­inni og hafi beitt valdi sínu til að fá fram jákvæð­ari umfjöllun um þjóð­há­tíð Vest­manna­eyja.  Hildur Jana sagði að henni liði eins „ og að mann­eskja í lög­reglu­emb­ætti sé í krafti emb­ættis síns að verja fjár­hags­lega hags­muni í Vest­manna­eyj­u­m“.

Í nið­ur­lagi úttekt­ar­innar um Viku­lokarþátt­inn í Eyja­fréttum seg­ir: „Það verður að telj­ast for­kast­an­legt að Eyja­menn áttu sér engan málsvara þarna. Það er nokkuð ljóst að þessu fólki sem þarna var sam­an­komið er ekki sér­stak­lega hlýtt til Vest­manna­ey­inga eins og full­yrð­ing um að hér sé fólk með lægri sið­ferð­is­þrösk­uld stað­fest­ir. Því var ekki mót­mælt og stjórn­andi [Helgi Selj­an] þakk­aði í fram­hald­inu fyrir að vera ekki í Vest­manna­eyj­um. Þarna opin­ber­að­ist við­horf stofn­un­ar­innar þegar kemur að því að ákveða hvað sé rétt og hvað ekki.“

Vert er að taka fram að ofan­greind úttekt Eyja­frétta er merkt sem frétt, ekki skoð­ana­efni.

Segir RÚV taka nokkrar hátíðir upp á sína armaÁ næstu blað­síðu er síðan efni með fyr­ir­sögn­inni: „Ga­lið að halda því fram að lög­reglu­stjóri og Eyja­menn vilji þögg­un“. Þar er um að ræða skoð­anapistil eftir rit­stjóra Eyja­frétta. Hann hefst á eft­ir­far­andi orð­um: „Það er allt í lagi að hafa skoðun á ákvörðun Pál­eyjar Borg­þórs­dótt­ur, lög­reglu­stjóra og það má ræða en að halda því fram að hún eða aðrir Eyja­menn vilji þagga niður fréttir af kyn­ferð­is­af­brotum er galið. Í umfjöll­unni kemur hvergi fram það meg­in­sjón­ar­mið Pál­eyjar að mark­miðið er að hlífa fórn­ar­lömbum við fjöl­miðlaum­fjöllun á meðan fyrstu skrefin eru tekin í rann­sókn mála.“

Ómar setur síðan fram full­yrð­ingu um að RÚV hafi tekið nokkrar hátíðir upp á sína arma og að rík­is­mið­il­inn gangi hvað lengst þegar kemur að Menn­ing­arnótt og Gleði­göng­unni. „Ég veit ekki um einn ein­asta Eyja­menn sem sam­gleðst ekki Reyk­vík­ingum og öðrum gestum Menn­ing­ar­nætur og þeim sem mæta í Gleði­göng­una þegar vel tekst til. En það getur verið allt að því pín­legt að fylgj­ast með umfjöllun RÚV um þessar ágætu hátíð­ir. Kom­ast Eyja­fréttir í jákvæðri umfjöllun um þjóð­há­tíð ekki með tærnar þar sem RÚV er með hæl­ana með sínar hátíð­ir. Og það er passað upp á að vera ekki að rugla saman lög­reglu­fréttum helg­ar­innar og fréttum af hátíð­un­um.“

Und­ir­lagt undir jákvæða umfjöllunÍt­ar­lega umfjöllun er að finna um þjóð­há­tíð í blað­inu og sagt frá því að hún hafi gengið vel. Blaðið er nán­ast allt lagt undir jákvæða umfjöllun um þjóð­há­t­ið, gagn­rýni á gagn­rýni á ákvörðun lög­reglu­stjór­ans og fréttum þar sem stuðn­ingur við ákvörð­un­ina kemur fram. Þar er til dæmis rætt við  Jón Pét­urs­son, sál­fræð­ing og fram­kvæmda­stjóra hjá Vest­manna­eyja­bæ, um ábyrga umræðu um fjölda kyn­ferð­is­af­brota­mála. Þar seg­ist hann sjaldan hafa heyrt um fjölda kyn­ferð­is­brota­mála í Reykja­vík í frétt­um.

Þá er frétt um hversu fyr­ir­ferða­mikil hátíðin hafi verið í fréttum 365 miðla og hversu ánægðir dag­skrár­gerð­ar­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið með hátíðína.

Þrjár konur hafa leitað til neyð­ar­mót­töku kyn­ferð­is­brota á Land­spít­al­anum í Foss­vogi eftir Versl­un­ar­manna­helg­ina. Þær voru allar á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyjum um liðna helgi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None