Eyjafréttir: "RÚV ákvað að gefa skotleyfi á Páleyju Borgþórsdóttur og þjóðhátíðina"

eyjafrettir2.jpg
Auglýsing

Í úttekt í Eyja­fréttum, viku­legu blaði sem kemur út í Vest­manna­eyj­um, sem kom út í dag segir að Þjóð­há­tíð Vest­manna­eyja og Eyja­menn hafi verið dregnir í svaðið í þætt­inum Viku­lok­unum á Rás 1 um liðna helgi vegna ákvörð­unar Pál­eyjar Borg­þórs­dótt­ur, lög­reglu­stjóra í Vest­manna­eyj­um, um að upp­lýsa fjöl­miðla ekki um kyn­ferð­is­brot sem upp komu á Þjóð­há­tíð.

Í inn­gangi úttekt­ar­inn­ar, sem Ómar Garð­ars­son rit­stjóri blaðs­ins skrif­ar, seg­ir: „Það var ófögur mynd sem dregin var upp af þjóð­há­tíð Eyja­manna og þeim sjálfum í þætt­in­um, Viku­lokin á Rás eitt sl. laug­ar­dags­morg­un. RÚV ákvað að gefa skot­leyfi á Pál­eyju Borg­þórs­dóttur og þjó­há­tíð­ina. Það vissi Helgi Seljan fyrir þegar hann valdi við­mæl­endur í laug­ar­dags­þátt sinn, allt val­in­kunnir Akur­eyr­ingar sem gerðu sér kannski ekki grein fyrir því að um leið og þeir drógu Eyja­menn niður í svaðið lýstu þeir sam­fé­lagi kúg­unar og ógna á Akur­eyri sem ég er ekki viss um að Akur­eyr­ingar séu sáttir við. Það hent­aði greini­lega ekki að Eyja­menn ættu sér málsvara í þætt­inum og þegar við­mæl­endur náðu hvað hæstum hæðum þakk­aði Helgi fyrir að þátt­ur­inn var tek­inn upp á Akur­eyri en ekki Vest­manna­eyj­u­m.“

eyjarettir1

Auglýsing

Í úttekt sinni rekur Ómar síðan sam­tal þátta­stjórn­and­ans Helga Seljan við gesti sína í Viku­lok­unum um liðna helgi, þau Björn Þor­láks­son, fyrrum rit­stjóra Akur­eyri viku­blaðs, Hildu Jönu Gísla­dótt­ur, sjón­varps­stjóra N4 og Svein Arn­ars­son, blaða­mann Frétta­blaðs­ins á Akur­eyri. Þar kom fram hörð gagn­rýni á ákvörðun Pál­eyjar og látið í það skína að aðrir hags­munir en þolenda hefðu ráðið því að hún ákvað að senda bréf til allra við­bragðs­að­ila sem komu að þjóð­há­tíð og biðja þá um að upp­lýsa fjöl­miðla ekki um kyn­ferð­is­brot sem gætu komið upp á hátíð­inni. Björn sagði að ríkir og frekir karlar stýrðu ákvörð­un­inni og hafi beitt valdi sínu til að fá fram jákvæð­ari umfjöllun um þjóð­há­tíð Vest­manna­eyja.  Hildur Jana sagði að henni liði eins „ og að mann­eskja í lög­reglu­emb­ætti sé í krafti emb­ættis síns að verja fjár­hags­lega hags­muni í Vest­manna­eyj­u­m“.

Í nið­ur­lagi úttekt­ar­innar um Viku­lokarþátt­inn í Eyja­fréttum seg­ir: „Það verður að telj­ast for­kast­an­legt að Eyja­menn áttu sér engan málsvara þarna. Það er nokkuð ljóst að þessu fólki sem þarna var sam­an­komið er ekki sér­stak­lega hlýtt til Vest­manna­ey­inga eins og full­yrð­ing um að hér sé fólk með lægri sið­ferð­is­þrösk­uld stað­fest­ir. Því var ekki mót­mælt og stjórn­andi [Helgi Selj­an] þakk­aði í fram­hald­inu fyrir að vera ekki í Vest­manna­eyj­um. Þarna opin­ber­að­ist við­horf stofn­un­ar­innar þegar kemur að því að ákveða hvað sé rétt og hvað ekki.“

Vert er að taka fram að ofan­greind úttekt Eyja­frétta er merkt sem frétt, ekki skoð­ana­efni.

Segir RÚV taka nokkrar hátíðir upp á sína arma



Á næstu blað­síðu er síðan efni með fyr­ir­sögn­inni: „Ga­lið að halda því fram að lög­reglu­stjóri og Eyja­menn vilji þögg­un“. Þar er um að ræða skoð­anapistil eftir rit­stjóra Eyja­frétta. Hann hefst á eft­ir­far­andi orð­um: „Það er allt í lagi að hafa skoðun á ákvörðun Pál­eyjar Borg­þórs­dótt­ur, lög­reglu­stjóra og það má ræða en að halda því fram að hún eða aðrir Eyja­menn vilji þagga niður fréttir af kyn­ferð­is­af­brotum er galið. Í umfjöll­unni kemur hvergi fram það meg­in­sjón­ar­mið Pál­eyjar að mark­miðið er að hlífa fórn­ar­lömbum við fjöl­miðlaum­fjöllun á meðan fyrstu skrefin eru tekin í rann­sókn mála.“

Ómar setur síðan fram full­yrð­ingu um að RÚV hafi tekið nokkrar hátíðir upp á sína arma og að rík­is­mið­il­inn gangi hvað lengst þegar kemur að Menn­ing­arnótt og Gleði­göng­unni. „Ég veit ekki um einn ein­asta Eyja­menn sem sam­gleðst ekki Reyk­vík­ingum og öðrum gestum Menn­ing­ar­nætur og þeim sem mæta í Gleði­göng­una þegar vel tekst til. En það getur verið allt að því pín­legt að fylgj­ast með umfjöllun RÚV um þessar ágætu hátíð­ir. Kom­ast Eyja­fréttir í jákvæðri umfjöllun um þjóð­há­tíð ekki með tærnar þar sem RÚV er með hæl­ana með sínar hátíð­ir. Og það er passað upp á að vera ekki að rugla saman lög­reglu­fréttum helg­ar­innar og fréttum af hátíð­un­um.“

Und­ir­lagt undir jákvæða umfjöllun



Ít­ar­lega umfjöllun er að finna um þjóð­há­tíð í blað­inu og sagt frá því að hún hafi gengið vel. Blaðið er nán­ast allt lagt undir jákvæða umfjöllun um þjóð­há­t­ið, gagn­rýni á gagn­rýni á ákvörðun lög­reglu­stjór­ans og fréttum þar sem stuðn­ingur við ákvörð­un­ina kemur fram. Þar er til dæmis rætt við  Jón Pét­urs­son, sál­fræð­ing og fram­kvæmda­stjóra hjá Vest­manna­eyja­bæ, um ábyrga umræðu um fjölda kyn­ferð­is­af­brota­mála. Þar seg­ist hann sjaldan hafa heyrt um fjölda kyn­ferð­is­brota­mála í Reykja­vík í frétt­um.

Þá er frétt um hversu fyr­ir­ferða­mikil hátíðin hafi verið í fréttum 365 miðla og hversu ánægðir dag­skrár­gerð­ar­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið með hátíðína.

Þrjár konur hafa leitað til neyð­ar­mót­töku kyn­ferð­is­brota á Land­spít­al­anum í Foss­vogi eftir Versl­un­ar­manna­helg­ina. Þær voru allar á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyjum um liðna helgi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None