Enn djúpur ágreiningur um eyjaklasa í Suður-Kínahafi þrátt fyrir útspil Kínverja

wang_yi_kina_asean.jpg
Auglýsing

Kína segj­ast hafa dregið sig í hlé í Suð­ur­-Kína­hafi þar sem Kín­verjar hafa staðið í upp­bygg­ingu á umdeildum eyja­klasa. Utan­rík­is­ráð­herra Kína, Wang Yi, til­kynnti þetta á fundi ríkj­anna í Suð­austur Asíu (ASEAN) í Kúala Lúmpúr í gær. Í dag hófust svo sátta­við­ræður um svæðið en þær strönd­uðu á orða­lagi og skil­grein­ingu svæð­is­ins.

Löndin sem gera til­kall til Sprat­ly-eyja­kla­s­ans eru Kína, Tævan, Víetnam, Fil­ips­eyj­ar, Brú­nei og Malasía. Kína sagði í júní að þeir myndu bráð­lega hætta fram­kvæmdum við mann­gerðar eyjar á grynn­ingum í eyja­kla­s­anum og hvetja löndin sem deila til að hraða samn­inga­við­ræðum um svæð­ið.

Sprat­ly-eyja­klas­inn er umdeildur því þarna býr eng­inn þjóð­flokkur inn­fæddra sem gerir til­kall til eyj­anna. Hins vegar er talið að þarna leyn­ist miklar olíu- og gaslindir og væn fiski­mið sem gætu reynst verð­mæt.

Auglýsing

Spratly sam­anstendur af smáum eyj­um, skerj­um, kór­al­rifjum og hættu­legum grynn­ingum fyrir skip. Á um það bil 45 eyjum hafa verið byggð hern­arð­armann­virki land­anna sem deila. Um svæðið fara margar mik­il­vægar flutn­inga­leiðir milli þess­ara landa sem deila.

Charles Jose, utan­rík­is­ráð­herra Fil­ips­eyja, segir hins vegar Kín­verja vilja snúa þessum tíma­mótum upp í frið­ar­um­leit­anir því nú væri fyrsta fasa fram­kvæmd­anna þeirra lok­ið. „Á sama tíma er Kína að taka næsta skref sem er upp­bygg­ing mann­virkja á þessum mann­gerðu eyj­um. Fil­ips­eyjar telja þessar aðgerðir Kín­verja valda ójafn­væg­i.“

Á fundi ASEAN-­ríkj­anna hefur fátt annað kom­ist að en umræður um skil­grein­ingu lög­sögu land­anna umhverfis eyja­kla­s­ann. Fund­ur­inn hefur taf­ist tölu­vert vegna þessa en honum átti að ljúka í gær. Taf­irnar eru sagðar til merkis um djúpan ágrein­ing sem enn ríkir um þetta svæði, þrátt fyrir útspil Kín­verja.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None