Enn djúpur ágreiningur um eyjaklasa í Suður-Kínahafi þrátt fyrir útspil Kínverja

wang_yi_kina_asean.jpg
Auglýsing

Kína segj­ast hafa dregið sig í hlé í Suð­ur­-Kína­hafi þar sem Kín­verjar hafa staðið í upp­bygg­ingu á umdeildum eyja­klasa. Utan­rík­is­ráð­herra Kína, Wang Yi, til­kynnti þetta á fundi ríkj­anna í Suð­austur Asíu (ASEAN) í Kúala Lúmpúr í gær. Í dag hófust svo sátta­við­ræður um svæðið en þær strönd­uðu á orða­lagi og skil­grein­ingu svæð­is­ins.

Löndin sem gera til­kall til Sprat­ly-eyja­kla­s­ans eru Kína, Tævan, Víetnam, Fil­ips­eyj­ar, Brú­nei og Malasía. Kína sagði í júní að þeir myndu bráð­lega hætta fram­kvæmdum við mann­gerðar eyjar á grynn­ingum í eyja­kla­s­anum og hvetja löndin sem deila til að hraða samn­inga­við­ræðum um svæð­ið.

Sprat­ly-eyja­klas­inn er umdeildur því þarna býr eng­inn þjóð­flokkur inn­fæddra sem gerir til­kall til eyj­anna. Hins vegar er talið að þarna leyn­ist miklar olíu- og gaslindir og væn fiski­mið sem gætu reynst verð­mæt.

Auglýsing

Spratly sam­anstendur af smáum eyj­um, skerj­um, kór­al­rifjum og hættu­legum grynn­ingum fyrir skip. Á um það bil 45 eyjum hafa verið byggð hern­arð­armann­virki land­anna sem deila. Um svæðið fara margar mik­il­vægar flutn­inga­leiðir milli þess­ara landa sem deila.

Charles Jose, utan­rík­is­ráð­herra Fil­ips­eyja, segir hins vegar Kín­verja vilja snúa þessum tíma­mótum upp í frið­ar­um­leit­anir því nú væri fyrsta fasa fram­kvæmd­anna þeirra lok­ið. „Á sama tíma er Kína að taka næsta skref sem er upp­bygg­ing mann­virkja á þessum mann­gerðu eyj­um. Fil­ips­eyjar telja þessar aðgerðir Kín­verja valda ójafn­væg­i.“

Á fundi ASEAN-­ríkj­anna hefur fátt annað kom­ist að en umræður um skil­grein­ingu lög­sögu land­anna umhverfis eyja­kla­s­ann. Fund­ur­inn hefur taf­ist tölu­vert vegna þessa en honum átti að ljúka í gær. Taf­irnar eru sagðar til merkis um djúpan ágrein­ing sem enn ríkir um þetta svæði, þrátt fyrir útspil Kín­verja.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ýmsar hættur í krefjandi „hagstjórn í hálaunalandi“
Gylfi Zoega heldur áfram umfjöllun sinni um stöðu mála í hagkerfinu. Í síðustu grein, sem birtist í Vísbendingu, fjallaði hann um efnahagslífið í hálaunalandi, en að þessu sinni er hugað að hagstjórninni.
Kjarninn 16. febrúar 2020
STARA - The Music of Halldór Smárason: verkefni sem samfélagið umvafði
Halldór Smárason safnar fyrir útgáfu á fyrstu plötu sinni á Karolina fund.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Hilmar Þór Björnsson
Kynningarferli í skipulagi – Elliðaárdalur
Kjarninn 16. febrúar 2020
Verksmiðjan hefur ekki verið starfrækt síðan haustið 2017.
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík lækkaði um 4,2 milljarða á níu mánuðum
Bókfært virði kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík er komið niður í 2,7 milljarða króna. Óvissa á mörkuðum fyrir silíkon hefur neikvæð áhrif á söluferli verksmiðjunnar.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Tapaði rifrildi og varð vegan
Samviskan er svo mikilvægt tól, hún er áttavitinn okkar, segir Eydís Blöndal, varaþingmaður VG. Hún segir okkur þurfa að endurskoða það sem við teljum lífsgæði og hætta að líta á jörðina eins og hún sé eingöngu til fyrir mannfólk.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Grænlenski olíudraumurinn lifir enn
Þrátt fyrir mikla leit að olíu og margar tilraunaboranir sem hafa engan árangur borið hyggst grænlenska landsstjórnin ekki leggja árar í bát. Landsstjórnin kynnir þessa dagana nýja olíuáætlun.
Kjarninn 16. febrúar 2020
Alibaba varar við víðtækum áhrifum veirunnar í Kína
Stærsta sölutorg á netinu í heiminum, Alibaba, varar við því að áhrifin af Kórónaveirunni verði víðtæk í Kína og að merki um það séu þegar farin að sjást.
Kjarninn 15. febrúar 2020
Árni Stefán Árnason
Hundahald á Íslandi - réttarstaða hunda og eigenda þeirra
Kjarninn 15. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None