Enn djúpur ágreiningur um eyjaklasa í Suður-Kínahafi þrátt fyrir útspil Kínverja

wang_yi_kina_asean.jpg
Auglýsing

Kína segj­ast hafa dregið sig í hlé í Suð­ur­-Kína­hafi þar sem Kín­verjar hafa staðið í upp­bygg­ingu á umdeildum eyja­klasa. Utan­rík­is­ráð­herra Kína, Wang Yi, til­kynnti þetta á fundi ríkj­anna í Suð­austur Asíu (ASEAN) í Kúala Lúmpúr í gær. Í dag hófust svo sátta­við­ræður um svæðið en þær strönd­uðu á orða­lagi og skil­grein­ingu svæð­is­ins.

Löndin sem gera til­kall til Sprat­ly-eyja­kla­s­ans eru Kína, Tævan, Víetnam, Fil­ips­eyj­ar, Brú­nei og Malasía. Kína sagði í júní að þeir myndu bráð­lega hætta fram­kvæmdum við mann­gerðar eyjar á grynn­ingum í eyja­kla­s­anum og hvetja löndin sem deila til að hraða samn­inga­við­ræðum um svæð­ið.

Sprat­ly-eyja­klas­inn er umdeildur því þarna býr eng­inn þjóð­flokkur inn­fæddra sem gerir til­kall til eyj­anna. Hins vegar er talið að þarna leyn­ist miklar olíu- og gaslindir og væn fiski­mið sem gætu reynst verð­mæt.

Auglýsing

Spratly sam­anstendur af smáum eyj­um, skerj­um, kór­al­rifjum og hættu­legum grynn­ingum fyrir skip. Á um það bil 45 eyjum hafa verið byggð hern­arð­armann­virki land­anna sem deila. Um svæðið fara margar mik­il­vægar flutn­inga­leiðir milli þess­ara landa sem deila.

Charles Jose, utan­rík­is­ráð­herra Fil­ips­eyja, segir hins vegar Kín­verja vilja snúa þessum tíma­mótum upp í frið­ar­um­leit­anir því nú væri fyrsta fasa fram­kvæmd­anna þeirra lok­ið. „Á sama tíma er Kína að taka næsta skref sem er upp­bygg­ing mann­virkja á þessum mann­gerðu eyj­um. Fil­ips­eyjar telja þessar aðgerðir Kín­verja valda ójafn­væg­i.“

Á fundi ASEAN-­ríkj­anna hefur fátt annað kom­ist að en umræður um skil­grein­ingu lög­sögu land­anna umhverfis eyja­kla­s­ann. Fund­ur­inn hefur taf­ist tölu­vert vegna þessa en honum átti að ljúka í gær. Taf­irnar eru sagðar til merkis um djúpan ágrein­ing sem enn ríkir um þetta svæði, þrátt fyrir útspil Kín­verja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðuneytin byrjuðu á föstudag að birta upplýsingar úr málaskrám sínum, eins og þeim ber að gera samkvæmt breytingum á upplýsingalögum.
Óvart of mikið gagnsæi hjá heilbrigðisráðuneytinu
Persónuverndarfulltrúi stjórnarráðsins tilkynnti í gær öryggisbrest til Persónuverndar vegna mistaka sem urðu við birtingu á upplýsingum úr málaskrá heilbrigðisráðuneytisins. Rangt skjal með of miklum upplýsingum fór á vefinn í skamma stund.
Kjarninn 3. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None