Enn djúpur ágreiningur um eyjaklasa í Suður-Kínahafi þrátt fyrir útspil Kínverja

wang_yi_kina_asean.jpg
Auglýsing

Kína segj­ast hafa dregið sig í hlé í Suð­ur­-Kína­hafi þar sem Kín­verjar hafa staðið í upp­bygg­ingu á umdeildum eyja­klasa. Utan­rík­is­ráð­herra Kína, Wang Yi, til­kynnti þetta á fundi ríkj­anna í Suð­austur Asíu (ASEAN) í Kúala Lúmpúr í gær. Í dag hófust svo sátta­við­ræður um svæðið en þær strönd­uðu á orða­lagi og skil­grein­ingu svæð­is­ins.

Löndin sem gera til­kall til Sprat­ly-eyja­kla­s­ans eru Kína, Tævan, Víetnam, Fil­ips­eyj­ar, Brú­nei og Malasía. Kína sagði í júní að þeir myndu bráð­lega hætta fram­kvæmdum við mann­gerðar eyjar á grynn­ingum í eyja­kla­s­anum og hvetja löndin sem deila til að hraða samn­inga­við­ræðum um svæð­ið.

Sprat­ly-eyja­klas­inn er umdeildur því þarna býr eng­inn þjóð­flokkur inn­fæddra sem gerir til­kall til eyj­anna. Hins vegar er talið að þarna leyn­ist miklar olíu- og gaslindir og væn fiski­mið sem gætu reynst verð­mæt.

Auglýsing

Spratly sam­anstendur af smáum eyj­um, skerj­um, kór­al­rifjum og hættu­legum grynn­ingum fyrir skip. Á um það bil 45 eyjum hafa verið byggð hern­arð­armann­virki land­anna sem deila. Um svæðið fara margar mik­il­vægar flutn­inga­leiðir milli þess­ara landa sem deila.

Charles Jose, utan­rík­is­ráð­herra Fil­ips­eyja, segir hins vegar Kín­verja vilja snúa þessum tíma­mótum upp í frið­ar­um­leit­anir því nú væri fyrsta fasa fram­kvæmd­anna þeirra lok­ið. „Á sama tíma er Kína að taka næsta skref sem er upp­bygg­ing mann­virkja á þessum mann­gerðu eyj­um. Fil­ips­eyjar telja þessar aðgerðir Kín­verja valda ójafn­væg­i.“

Á fundi ASEAN-­ríkj­anna hefur fátt annað kom­ist að en umræður um skil­grein­ingu lög­sögu land­anna umhverfis eyja­kla­s­ann. Fund­ur­inn hefur taf­ist tölu­vert vegna þessa en honum átti að ljúka í gær. Taf­irnar eru sagðar til merkis um djúpan ágrein­ing sem enn ríkir um þetta svæði, þrátt fyrir útspil Kín­verja.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Vilhjálmsson
Lítil eru geð guma – Um Landsrétt og Sjálfstæðisflokkinn
Kjarninn 3. desember 2020
Borgarfulltrúi vill ráðningarbann hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg ætlar að verja milljarði króna til að búa til ný störf fyrir fólk sem annars þyrfti fjárhagsaðstoð eða færi á atvinnuleysisbætur. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, vill ráðningarbann í borginni.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None