Enn djúpur ágreiningur um eyjaklasa í Suður-Kínahafi þrátt fyrir útspil Kínverja

wang_yi_kina_asean.jpg
Auglýsing

Kína segjast hafa dregið sig í hlé í Suður-Kínahafi þar sem Kínverjar hafa staðið í uppbyggingu á umdeildum eyjaklasa. Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, tilkynnti þetta á fundi ríkjanna í Suðaustur Asíu (ASEAN) í Kúala Lúmpúr í gær. Í dag hófust svo sáttaviðræður um svæðið en þær strönduðu á orðalagi og skilgreiningu svæðisins.

Löndin sem gera tilkall til Spratly-eyjaklasans eru Kína, Tævan, Víetnam, Filipseyjar, Brúnei og Malasía. Kína sagði í júní að þeir myndu bráðlega hætta framkvæmdum við manngerðar eyjar á grynningum í eyjaklasanum og hvetja löndin sem deila til að hraða samningaviðræðum um svæðið.

Spratly-eyjaklasinn er umdeildur því þarna býr enginn þjóðflokkur innfæddra sem gerir tilkall til eyjanna. Hins vegar er talið að þarna leynist miklar olíu- og gaslindir og væn fiskimið sem gætu reynst verðmæt.

Auglýsing

Spratly samanstendur af smáum eyjum, skerjum, kóralrifjum og hættulegum grynningum fyrir skip. Á um það bil 45 eyjum hafa verið byggð hernarðarmannvirki landanna sem deila. Um svæðið fara margar mikilvægar flutningaleiðir milli þessara landa sem deila.

Charles Jose, utanríkisráðherra Filipseyja, segir hins vegar Kínverja vilja snúa þessum tímamótum upp í friðarumleitanir því nú væri fyrsta fasa framkvæmdanna þeirra lokið. „Á sama tíma er Kína að taka næsta skref sem er uppbygging mannvirkja á þessum manngerðu eyjum. Filipseyjar telja þessar aðgerðir Kínverja valda ójafnvægi.“

Á fundi ASEAN-ríkjanna hefur fátt annað komist að en umræður um skilgreiningu lögsögu landanna umhverfis eyjaklasann. Fundurinn hefur tafist töluvert vegna þessa en honum átti að ljúka í gær. Tafirnar eru sagðar til merkis um djúpan ágreining sem enn ríkir um þetta svæði, þrátt fyrir útspil Kínverja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None