Facebook hefur endanlega gengið frá kaupum á samskiptaforritsfyrirtækinu WhatsApp fyrir um 19 millljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 2.200 milljörðum króna. Tilkynnt var um kaupin fyrir um hálfu ári, í febrúar á þessu ári. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar en stofnendur WhatsApp, Brian Acton og Jan Koum, fengu greitt fyrir í reiðufé og hlutabréfum í Facebook. Úkraínumaðurinn Koum græddi um 6,8 milljarða Bandaríkjadala á samningnum og verkfræðingurinn Acton um 3,5 milljarða Bandaríkjadala.
Í umfjöllun Forbes um samninginn er sérstaklega tekið fram að Facebook hafi borgað meira en sem nemur árlegri „landsframleiðslu Íslands“.