Nýjustu fréttir af endurskipulagningu á eignarhaldi fjármálakerfisins, og losun fjármagnshafta, eru athyglisverðar. Eins og greint var frá í nótt á vef Kjarnans, þá hafa kröfuhafar Glitnis lagt til að íslenska ríkið eignist allt hlutafé í Íslandsbanka, en ríkið á í dag 5 prósent hlut í bankanum. Fyrir á ríkið næstum allt hlutafé í Landsbankanum, eða 98 prósent, og 13 prósent hlut í Arion banka.
Nú verður forvitnilegt að sjá, hvort ríkið muni einnig eignast Arion banka að fullu líka, eins og kröfuhafar Kaupþings buðu sem hluta af áætlun um losun hafta, fyrr á árinu. Dramatísk saga hruns og endurreisnar íslensks efnahagslífs heldur áfram að teiknast upp...