Fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna

photo.4.jpg
Auglýsing

Íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu vann fræk­inn sigur á hol­lenska lands­lið­inu í fót­bolta á Laug­ar­dals­vell­inum í kvöld, með tveimur mörkum gegn engu. Hol­lend­ing­arn­ir, sem unnu til brons­verð­launa á síð­asta HM í fót­bolta sem fram fór í Bras­ilíu sælla minn­inga, sáu aldrei til sól­ar.

Frá fyrstu mín­útu mátti sjá hvar sjálfs­traustið skein úr and­litum íslensku lands­liðs­mann­anna, enda komnir með blóð á tenn­urnar eftir sigra í fyrstu tveimur leikjum liðs­ins í A-riðli for­keppni Evr­ópu­meist­ara­móts­ins í fót­bolta sem fram fer í Frakk­landi árið 2016.

Smit­andi sjálfs­traustKapp Íslend­ing­anna kom Hol­lend­ing­unum í opna skjöldu á kyrru og köldu kvöldi í Laug­ar­daln­um, en þeir eyddu drjúgum hluta í upp­hafi leiks í að laga vett­ling­ana sína og kvarta undan því að leik­bolt­inn væri lin­ur. En þó veðrið hafi verið með kyrrum kjörum, er ekki það sama að segja um kapp­klædda stuðn­ings­menn Íslands sem studdu dug­lega við bakið á sínum mönnum úr stúkunni, undir dyggri hand­leiðslu Tólf­unnar - stuðn­ings­sveit íslenska lands­liðs­ins.

Eins og í und­an­förnum leikjum ein­kennd­ist leikur Íslands af yfir­vegun og sjálfs­trausti. Leik­menn liðs­ins eru í alvöru farnir að trúa því að þeir geti unnið nán­ast hvaða lið sem er, og íslenska þjóðin virð­ist sömu­leiðis vera komin á þá skoð­un. Ekki að ósekju myndi ein­hver segja.

Auglýsing

Gylfi neitar að hætta að skora með lands­lið­inuFyrsta mark leiks­ins leit dags­ins ljós á tíundu mín­útu, þegar Gylfi Þór Sig­urðs­son skor­aði úr víta­spyrnu sem dæmd var eftir að Birkir Bjarna­son var felldur í víta­teig þeirra app­el­sínu­gulu. Lands­liðið fagn­aði mark­inu ákaft eins og stuðn­ings­menn­irn­ir, en um leið og flautað var aftur til leiks varð ein­beit­ingin áber­andi á ný, eins og kveikt hefði verið á rofa.

Hol­lend­ingar virt­ust ráða­laus­ir, enda hefur and­leg brot­lend­ing þeirra vafa­lítið verið hörð eftir að hafa fengið mark á sig svo snemma leiks. Sókn­ar­leikur þeirra var bit­laus, miðju­menn þeirra vart sýni­legir fyrir utan harð­jaxl­inn Nigel de Jong, prímus­mót­or­inn á miðju vall­ar­ins. Wesley Sneijder hefði eig­in­lega betur sómað sér upp í stúku, þar sem hann hefði verið rukk­aður fyrir aðgangs­mið­ann, því hann gerði lítið annað en að glápa á það sem fyrir augu bar í fyrri hálf­leikn­um.

Stór­stjörnur sem ekki skinuHinn knái Arjen Robben fékk baulkór­inn á sig í hvert skipti sem hann snerti bolt­ann, og komst lítið áleiðis gegn Ara Frey Skúla­syni og Robin van Persie, stór­stjarna Manchester United, fékk úr litlu að moða frammi. Hann fékk reyndar eitt dauða­færi í fyrri hálf­leik þegar hann komst einn inn fyrir vörn Íslands, en var svo étinn af Hann­esi Þór Hall­dórs­syni lands­liðs­mark­verði, sem var frá­bær og öruggur í öllum sínum aðgerðum í leikn­um.

Fram­herj­arnir Kol­beinn Sig­þórs­son og Jón Daði Böðv­ars­son voru vesen holdi klæddir fyrir varn­ar­menn hol­lenska liðs­ins, Aron Einar Gunn­ars­son lands­liðs­fyr­ir­liði sá um skít­verkin og át hverja send­ingu á fætur annarri á miðj­unni eins og Pac-m­an.

Það ætl­aði allt um koll að keyra í hjarta höf­uð­borg­ar­inn­ar þegar Ísland komst í 2-0 á 42 mín­útu. Þar var að verki Gylfi Þór Sig­urðs­son, sem skor­aði með föstu skoti upp í þak­net­ið, en bolt­inn barst til hans eftir krafs fyrir framan mark Hol­lend­inga eftir góða horn­spyrnu Emils Hall­freðs­son­ar.

Íslenska liðið varð­ist sem einn maðurHol­lend­ingar komu beitt­ari til leiks í síð­ari hálf­leik. Trukk­ur­inn Klaas Jan Hun­telaar kom þá inn á fyrir áður­nefndan Wesley Sneijder, sem komst þá í lang­þráða heita sturtu. Bak­verð­inum Ara Frey Skúla­syni var sömu­leiðis skipt út af sökum meiðsla, og inn á kom Birkir Már Sæv­ars­son.

Hol­lend­ingar beittu helst háum og löngum send­ingum í síð­ari hálf­leik, enda hafa þeir vafa­laust verið komnir á þá skoðun að það viðr­aði vel til loft­árása. Ragnar Sig­urðs­son og Kári Árna­son voru sem turnar í hjarta varn­ar­innar og kipptu sér lítið upp við loft­varnaflaut­urn­ar. Ragnar og Kári hafa verið frá­bærir í und­an­förnum leikjum íslenska lands­liðs­ins og í kvöld varð engin breyt­ing á. Bak­vörð­ur­inn Theó­dór Elmar Bjarna­son var líka frá­bær í leikn­um, en hann hefur ræki­lega eignað sér stöð­una í íslenska lands­lið­inu með frammi­stöðu sinni í síð­ustu leikjum lands­liðs­ins.

Íslenska liðið lá til baka og varð­ist sem einn mað­ur, en hvorki lands­liðs­menn­irnir né kaldir stuðn­ings­menn­irnir trúðu því í eina sek­úndu að liðið myndi tapa þessum leik. Þannig er stemmn­ingin orðin í kringum íslenska lands­liðið í dag. Liðið sem sýndi takta í síð­ustu und­ankeppni stór­móts í knatt­spyrnu, er núna með dans­gólfið í helj­ar­g­reipum og dansar takt­fastan breik­dans. Sóknir hol­lenska liðs­ins voru mátt­lausar og íslenska liðið gerði sig marg­sinnis lík­legt til­ að bæta við marki í vel útfærðum skynd­i­sókn­um. Jón Daði Böðv­ars­son komst næst því að skora þegar hann tók á rás frá miðju vall­ar­ins, tróð sér á milli varn­ar­manna með bolt­ann inn í víta­teig og sendi bolt­ann hár­fínt fram­hjá fjær­stöng­inni. Áhorf­endur risu svo úr sætum og hylltu unga sókn­ar­mann­inn þegar honum var skipt útaf fyrir Rúrik Gísla­son, þegar nokkrar mín­útur lifðu leiks.

Stúkan söng og syngur ennEmil Hall­freðs­son átti skín­andi leik á vinsti vængn­um, sér­stak­lega í fyrri hálf­leik, og Birkir Bjarna­son var óþreyt­andi á hægri kant­in­um. Að öðrum ólöst­uðum var töfra­mað­ur­inn á miðj­unni, Gylfi Þór Sig­urðs­son, klár­lega maður leiks­ins. Honum leið­ist án bolt­ans, og þegar hann fær hann ger­ist nán­ast und­an­tekn­inga­laust eitt­hvað skemmti­legt.

Þegar dóm­ar­inn flaut­aði til leiksloka brut­ust út mikil fagn­að­ar­læti á Laug­ar­dals­velli.

https://vi­meo.com/108840659

Stuðn­ings­menn hol­lenska lands­liðs­ins, sem keyptu marga dýra bjóra bjart­sýnir fyrir leik, laum­uðu sér út af vell­inum á meðan stúkan söng og hyllti íslenska lands­lið­ið. Ísland trónir sem fyrr á toppi A-rið­ils for­keppni Evr­ópu­meist­ara­móts­ins í fót­bolta, með níu stig eða fullt hús stiga og marka­töl­una 8-0. Stúkan á Laug­ar­dals­velli söng í leiks­lok og syngur enn. Fagn­að­ar­lát­unum ætlar aldrei að linna.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None