Fagnaðarlátunum ætlar aldrei að linna

photo.4.jpg
Auglýsing

Íslenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu vann fræk­inn sigur á hol­lenska lands­lið­inu í fót­bolta á Laug­ar­dals­vell­inum í kvöld, með tveimur mörkum gegn engu. Hol­lend­ing­arn­ir, sem unnu til brons­verð­launa á síð­asta HM í fót­bolta sem fram fór í Bras­ilíu sælla minn­inga, sáu aldrei til sól­ar.

Frá fyrstu mín­útu mátti sjá hvar sjálfs­traustið skein úr and­litum íslensku lands­liðs­mann­anna, enda komnir með blóð á tenn­urnar eftir sigra í fyrstu tveimur leikjum liðs­ins í A-riðli for­keppni Evr­ópu­meist­ara­móts­ins í fót­bolta sem fram fer í Frakk­landi árið 2016.

Smit­andi sjálfs­traustKapp Íslend­ing­anna kom Hol­lend­ing­unum í opna skjöldu á kyrru og köldu kvöldi í Laug­ar­daln­um, en þeir eyddu drjúgum hluta í upp­hafi leiks í að laga vett­ling­ana sína og kvarta undan því að leik­bolt­inn væri lin­ur. En þó veðrið hafi verið með kyrrum kjörum, er ekki það sama að segja um kapp­klædda stuðn­ings­menn Íslands sem studdu dug­lega við bakið á sínum mönnum úr stúkunni, undir dyggri hand­leiðslu Tólf­unnar - stuðn­ings­sveit íslenska lands­liðs­ins.

Eins og í und­an­förnum leikjum ein­kennd­ist leikur Íslands af yfir­vegun og sjálfs­trausti. Leik­menn liðs­ins eru í alvöru farnir að trúa því að þeir geti unnið nán­ast hvaða lið sem er, og íslenska þjóðin virð­ist sömu­leiðis vera komin á þá skoð­un. Ekki að ósekju myndi ein­hver segja.

Auglýsing

Gylfi neitar að hætta að skora með lands­lið­inuFyrsta mark leiks­ins leit dags­ins ljós á tíundu mín­útu, þegar Gylfi Þór Sig­urðs­son skor­aði úr víta­spyrnu sem dæmd var eftir að Birkir Bjarna­son var felldur í víta­teig þeirra app­el­sínu­gulu. Lands­liðið fagn­aði mark­inu ákaft eins og stuðn­ings­menn­irn­ir, en um leið og flautað var aftur til leiks varð ein­beit­ingin áber­andi á ný, eins og kveikt hefði verið á rofa.

Hol­lend­ingar virt­ust ráða­laus­ir, enda hefur and­leg brot­lend­ing þeirra vafa­lítið verið hörð eftir að hafa fengið mark á sig svo snemma leiks. Sókn­ar­leikur þeirra var bit­laus, miðju­menn þeirra vart sýni­legir fyrir utan harð­jaxl­inn Nigel de Jong, prímus­mót­or­inn á miðju vall­ar­ins. Wesley Sneijder hefði eig­in­lega betur sómað sér upp í stúku, þar sem hann hefði verið rukk­aður fyrir aðgangs­mið­ann, því hann gerði lítið annað en að glápa á það sem fyrir augu bar í fyrri hálf­leikn­um.

Stór­stjörnur sem ekki skinuHinn knái Arjen Robben fékk baulkór­inn á sig í hvert skipti sem hann snerti bolt­ann, og komst lítið áleiðis gegn Ara Frey Skúla­syni og Robin van Persie, stór­stjarna Manchester United, fékk úr litlu að moða frammi. Hann fékk reyndar eitt dauða­færi í fyrri hálf­leik þegar hann komst einn inn fyrir vörn Íslands, en var svo étinn af Hann­esi Þór Hall­dórs­syni lands­liðs­mark­verði, sem var frá­bær og öruggur í öllum sínum aðgerðum í leikn­um.

Fram­herj­arnir Kol­beinn Sig­þórs­son og Jón Daði Böðv­ars­son voru vesen holdi klæddir fyrir varn­ar­menn hol­lenska liðs­ins, Aron Einar Gunn­ars­son lands­liðs­fyr­ir­liði sá um skít­verkin og át hverja send­ingu á fætur annarri á miðj­unni eins og Pac-m­an.

Það ætl­aði allt um koll að keyra í hjarta höf­uð­borg­ar­inn­ar þegar Ísland komst í 2-0 á 42 mín­útu. Þar var að verki Gylfi Þór Sig­urðs­son, sem skor­aði með föstu skoti upp í þak­net­ið, en bolt­inn barst til hans eftir krafs fyrir framan mark Hol­lend­inga eftir góða horn­spyrnu Emils Hall­freðs­son­ar.

Íslenska liðið varð­ist sem einn maðurHol­lend­ingar komu beitt­ari til leiks í síð­ari hálf­leik. Trukk­ur­inn Klaas Jan Hun­telaar kom þá inn á fyrir áður­nefndan Wesley Sneijder, sem komst þá í lang­þráða heita sturtu. Bak­verð­inum Ara Frey Skúla­syni var sömu­leiðis skipt út af sökum meiðsla, og inn á kom Birkir Már Sæv­ars­son.

Hol­lend­ingar beittu helst háum og löngum send­ingum í síð­ari hálf­leik, enda hafa þeir vafa­laust verið komnir á þá skoðun að það viðr­aði vel til loft­árása. Ragnar Sig­urðs­son og Kári Árna­son voru sem turnar í hjarta varn­ar­innar og kipptu sér lítið upp við loft­varnaflaut­urn­ar. Ragnar og Kári hafa verið frá­bærir í und­an­förnum leikjum íslenska lands­liðs­ins og í kvöld varð engin breyt­ing á. Bak­vörð­ur­inn Theó­dór Elmar Bjarna­son var líka frá­bær í leikn­um, en hann hefur ræki­lega eignað sér stöð­una í íslenska lands­lið­inu með frammi­stöðu sinni í síð­ustu leikjum lands­liðs­ins.

Íslenska liðið lá til baka og varð­ist sem einn mað­ur, en hvorki lands­liðs­menn­irnir né kaldir stuðn­ings­menn­irnir trúðu því í eina sek­úndu að liðið myndi tapa þessum leik. Þannig er stemmn­ingin orðin í kringum íslenska lands­liðið í dag. Liðið sem sýndi takta í síð­ustu und­ankeppni stór­móts í knatt­spyrnu, er núna með dans­gólfið í helj­ar­g­reipum og dansar takt­fastan breik­dans. Sóknir hol­lenska liðs­ins voru mátt­lausar og íslenska liðið gerði sig marg­sinnis lík­legt til­ að bæta við marki í vel útfærðum skynd­i­sókn­um. Jón Daði Böðv­ars­son komst næst því að skora þegar hann tók á rás frá miðju vall­ar­ins, tróð sér á milli varn­ar­manna með bolt­ann inn í víta­teig og sendi bolt­ann hár­fínt fram­hjá fjær­stöng­inni. Áhorf­endur risu svo úr sætum og hylltu unga sókn­ar­mann­inn þegar honum var skipt útaf fyrir Rúrik Gísla­son, þegar nokkrar mín­útur lifðu leiks.

Stúkan söng og syngur ennEmil Hall­freðs­son átti skín­andi leik á vinsti vængn­um, sér­stak­lega í fyrri hálf­leik, og Birkir Bjarna­son var óþreyt­andi á hægri kant­in­um. Að öðrum ólöst­uðum var töfra­mað­ur­inn á miðj­unni, Gylfi Þór Sig­urðs­son, klár­lega maður leiks­ins. Honum leið­ist án bolt­ans, og þegar hann fær hann ger­ist nán­ast und­an­tekn­inga­laust eitt­hvað skemmti­legt.

Þegar dóm­ar­inn flaut­aði til leiksloka brut­ust út mikil fagn­að­ar­læti á Laug­ar­dals­velli.

https://vi­meo.com/108840659

Stuðn­ings­menn hol­lenska lands­liðs­ins, sem keyptu marga dýra bjóra bjart­sýnir fyrir leik, laum­uðu sér út af vell­inum á meðan stúkan söng og hyllti íslenska lands­lið­ið. Ísland trónir sem fyrr á toppi A-rið­ils for­keppni Evr­ópu­meist­ara­móts­ins í fót­bolta, með níu stig eða fullt hús stiga og marka­töl­una 8-0. Stúkan á Laug­ar­dals­velli söng í leiks­lok og syngur enn. Fagn­að­ar­lát­unum ætlar aldrei að linna.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None