Félagsmenn Eflingar á almennum vinnumarkaði hafa samþykkt verkfallsboðun með 94 prósent greiddra atkvæða. Félagsmenn sem starfa í veitinga- og gistihúsastarfsemi samþykktu verkfallsboðun með 91,1 prósent atkvæða. Atkvæðagreiðslunni lauk á hádegi í dag. Alls greiddu 29,37 prósent félagsmanna á almennum vinnumarkaði atkvæði og 14,8 prósent þeirra sem starfa í veitinga- og gistihúsastarfsemi verkfallsboðun. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Eflingar.
Verkfallsaðgerðir hefjast 28. maí næstkomandi og ótímabundið allsherjarverkfall hefst 6. júní, hafi ekki samist fyrir þann tíma.
Félagsmenn Eflingar bætast þar með við félagsmenn VR, LÍV, Flóabandalagsins og Starfsgreinasambandsins sem hafa samþykkt verkfallsboðun. Ef ekki semst um lausn á kjaradeilum á vinnumarkaði munu tugþúsundir fara í allsherjarverkfall 6. júní næstkomandi.