Ferðaáætlanir þúsunda farþega sem hafa bókað flug með íslensku flugfélögunum Icelandair og Wow air gætu riðlast mikið næsta sumar ef EFTA dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að úrræði Samkeppniseftirlitsins á Íslandi vegi þyngra en reglur Evrópska Efnahagssvæðisins þegar kemur að úthlutun afgreiðslutíma sem flugfélög fá úthlutað á flugvöllum. Málið er nú í flýtimeðferð fyrir EFTA-dómstólnum og fór málflutningur fram síðastliðinn mánudag. Búist er við niðurstöðu fljótlega.Frá þessu er greint á vefnum Túristi.is.
Lengi verið stuðst við hefðarrétt
Málið snýst um kvörtun Wow air til Samkeppnisyfirvalda í febrúar í fyrra vegna úthlutunar á tímum fyrir flug til Norður-Ameríku eldsnemma á morgnanna frá Keflavíkurflugvelli, nánar tiltekið milli fjögur og hálf sex á morgnanna. Ástæða þess að þeir tíma eru eftirsóknarverðir er sú að þorri farþegaþota sem fara með áætlunarflugi frá Íslandi lenda í útlöndum nokkrum klukkutímum síðar og snúa svo mjög fljótlega til baka.
Wow air er þegar byrjað að selja ferðir til Bandaríkjanna næsta sumar. Álit EFTA-dómstólsins gæti sett strik í reikninginn gagnvart þeim fyrirtætlunum félagsins.
Innan raða alþjóðasamtaka flugvalla (IATA) hefur lengi verið stuðst við hefðarrétt á afgreiðslutímum flugvalla. Samkeppniseftirlitið koms hins vegar að þeirri niðurstöðu að Wow air fengi tvo af brottfaratímum Icelandair á umræddum tíma.
Í flýtimeðferð
Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála felldi þá ákvörðun úr gildi vegna þess að málinu hefði átt að beina að samræmingastjóra,sem sjá um að áætlanir gangi upp, en ekki Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll. Þaðan fór málið til Hæstaréttar sem óskaði eftir ráðgefandi álitið EFTA-dómstólsins um hvort samræmingastjórin sé bundinn efvrópskum reglum eða megi úthluta afgreiðslutíma líkt og Samkeppniseftirlitið fór fram á.
Í grein um málið á Túristi.is segir: „Málið er í flýtimeðferð hjá dómstólnum í Lúxemburg og fór málflutningur fram á mánudaginn. Von er á niðurstöðu fljótlega. Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að úrræði samkeppnisyfirvalda vegi þyngra en EES reglurnar gæti farið svo að stokka þurfi upp sumardagskrá Icelandair og WOW air. Forsvarsmenn WOW air lýstu í síðustu viku yfir ánægju með þá flugtíma sem félagið er með núna og eru byrjaðir að selja sæti í sínar ferðir. Sumarferðir Icelandair hafa verið í sölu um langt skeið og því ljóst að ferðaplön þúsunda farþega gætu riðlast. [...]Á næstunni dögum kemur hins vegar í ljós hvort EFTA dómstóllinn heimili að WOW air fái hluta af þeim tímum sem Icelandair notar í dag“.
Til viðbótar er von á úrskurði Samkeppniseftirlitsins í máli vegna úthlutunar á afgreiðslutímum fyrir næsta sumar. Ekki er ljóst hvenær niðurstaðan verður birt.