Ólafur Ragnar: Svarar ekki hvort hann bjóði sig aftur fram

15083807359-235edeed79-z.jpg
Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, segir ekki tíma­bært að takast á um hvort Íslend­ingar eigi að vinna olíu á Dreka­svæð­inu. Fyrst þurfi að rann­saka hvort þar séu eft­ir­sókn­ar­verðar olíu­lind­ir. Þá vill hann ekki segja til um á þess­ari stundu hvort hann muni bjóða sig aftur fram í emb­ættið þegar yfir­stand­andi kjör­tíma­bili lýkur eftir tæp tvö ár. Ólafur Ragnar tók þó allan vafa af um það að hann ætlar sér að sitja út kjör­tíma­bilið hið minnsta. Þetta er meðal þess sem for­set­inn tjáði sig um í við­tali við sjón­varps­þátt­inn Eyj­una á Stöð 2.

Sigl­ingar um norð­ur­slóðir ekki fram­tíð­ar­músíkÓlafur Ragnar hefur verið heldur spar á við­töl und­an­farin miss­eri. Kjarn­inn greindi meðal ann­ars frá því í sumar að for­set­inn hefði ítrekað neitað fyr­ir­spurnum RÚV um við­töl.

Hann mætti hins vegar í við­tal hjá Birni Inga Hrafs­syni á Eyj­unni í dag í til­efni þess að Arctic Circle ráð­stefn­unni, sem for­set­inn stendur meðal ann­ars að, lýkur í dag. Á ráð­stefn­unni eru norð­ur­slóð­ar­mál til umfjöll­un­ar.

Margir binda vonir við að miklar olíulindir á Drekasvæðinu muni geta fært Íslendingum mikinn auð. Margir binda vonir við að miklar olíu­lindir á Dreka­svæð­inu muni geta fært Íslend­ingum mik­inn auð.

Auglýsing

Ólafur Ragnar sagði það mik­inn mis­skiln­ing að skipa­sigl­ingar um norð­ur­slóðir væru fram­tíð­ar­mús­ík. Alþjóð­leg stór­fyr­ir­tæki væru að smíða skip sem munu geta siglt um svæðið án ísbrjóta. For­set­inn sagði að þau myndu ekki ráð­ast í slíkar smíðar nema ef sigl­ing­ar­mögu­leik­arnir væru veru­leiki í dag. Ef skipu­lag athafna og sam­starfs á norð­ur­slóðum mis­tekst telur for­set­inn það muna „koma niður á ger­vallri ver­öld­inni“ vegna loft­lags­breyt­inga.

Ólafur Ragnar var spurður hvort Íslend­ingar ættu að nýta mögu­legar olíu­lindir á Dreka­svæð­inu. Hann sagði ósköp eði­legt að rætt væri um hvað skyldi ganga langt í því en að við gætum leyft okkur að gera rann­sóknir á Dreka­svæð­inu til að sjá hvort það sé hægt að nýta lind­irnar eða ekki. „Við skulum ekki eyða tím­anum í deilur sem eru kannski óþarfar“.

Mik­il­vægt að binda vinn­áttu­bönd við BretaBjörn Ingi spurði Ólaf Ragnar út í það hvort hann fylgd­ist með hvernig Bretar væru að beita sér bak­við tjöldin til að þrýsta á að greitt væri út úr þrota­búum föllnu íslensku bank­ana. Bæði breska ríkið og bresk fyr­ir­tæki eru á meðal kröfu­hafa. Ólafur Ragnar sagð­ist ekki hafa fylgst „mikið með því hvað Bretar eða aðrir eru að gera bak­við tjöld­in.“

Hann rifj­aði í kjöl­farið upp Ices­a­ve-­málið og að Bret­ar, Hol­lend­ingar og Evr­ópu­sam­bandið hefðu tapað því máli. Hann hafi hins vegar unnið hart að því að bæta sam­skiptin í kjöl­far­ið.  „Ég hef talið það mik­il­vægt að binda á ný vin­áttu­böndin við Bret­land“, sagði Ólafur Ragn­ar.

Eyjan ekki vett­vangur fyrir yfir­lýs­inguUndir lok þátt­ar­ins var stutt­lega rætt um hvort Ólafur Ragnar ætl­aði sér að sitja út yfir­stand­andi kjör­tíma­bil, en yfir­lýs­ingar hans um það hafa verið afar mis­vísandi. For­set­inn tók af allan vafa um að hann ætlar sér ekki frá að hverfa fyrr en í fysta lagi þegar kjör­tíma­bilið verður á enda runn­ið, eftir tæp tvö ár.

Aðspurður úti­lok­aði Ólafur Ragnar ekki hvort hann hygg­is­t ­bjóða sig aftur fram, en hann mun hafa setið á for­seta­stóli í 20 ár þegar kjör­tíma­bilið verður á enda runn­ið. For­set­inn sagði þátt Eyj­unnar ekki vera vett­vang fyrir að til­kynna um slíka ákvörð­un. Hefð sé fyrir því að for­setar lands­ins til­kynni um hvort þeir ætli að hætta eður ei í nýársávarpi eða við setn­ingu þings.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None