Ferðaáætlanir þúsunda Íslendinga gætu riðlast

Icelandair-vol.jpg
Auglýsing

Ferða­á­ætl­anir þús­unda far­þega sem hafa bókað flug með íslensku flug­fé­lög­unum Icelandair og Wow air gætu riðl­ast mikið næsta sumar ef EFTA dóm­stóll­inn kemst að þeirri nið­ur­stöðu að úrræði Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á Íslandi vegi þyngra en reglur Evr­ópska Efna­hags­svæð­is­ins þegar kemur að úthlutun afgreiðslu­tíma sem flug­fé­lög fá úthlutað á flug­völl­um. Málið er nú í flýti­með­ferð fyrir EFTA-­dóm­stólnum og fór mál­flutn­ingur fram síð­ast­lið­inn mánu­dag. Búist er við nið­ur­stöðu fljót­lega.Frá þessu er greint á vefnum Túrist­i.is.

Lengi verið stuðst við hefð­ar­réttMálið snýst um kvörtun Wow air til Sam­keppn­is­yf­ir­valda í febr­úar í fyrra vegna úthlut­unar á tímum fyrir flug til Norð­ur­-Am­er­íku eldsnemma á morgn­anna frá Kefla­vík­ur­flug­velli, nánar til­tekið milli fjögur og hálf sex á morgn­anna. Ástæða þess að þeir tíma eru eft­ir­sókn­ar­verðir er sú að þorri far­þega­þota sem fara með áætl­un­ar­flugi frá Íslandi lenda í útlöndum nokkrum klukku­tímum síðar og snúa svo mjög fljót­lega til baka.

WOW_Air_Airbus_A320_Heisterkamp Wow air er þegar byrjað að selja ferðir til Banda­ríkj­anna næsta sum­ar. Álit EFTA-­dóm­stóls­ins gæti sett strik í reikn­ing­inn gagn­vart þeim fyr­ir­tætl­unum félags­ins.

 

Auglýsing

Innan raða alþjóða­sam­taka flug­valla (IATA) hefur lengi verið stuðst við hefð­ar­rétt á afgreiðslu­tím­um  flug­valla. Sam­keppn­is­eft­ir­litið koms hins vegar að þeirri nið­ur­stöðu að Wow air fengi tvo af brott­fara­tímum Icelandair á umræddum tíma.

Í flýti­með­ferðÁfrýj­un­ar­nefnd Sam­keppn­is­mála felldi þá ákvörðun úr gildi vegna þess að mál­inu hefði átt að beina að sam­ræm­inga­stjóra,­sem sjá um að áætl­anir gangi upp, en ekki Isa­via, sem rekur Kefla­vík­ur­flug­völl. Þaðan fór málið til Hæsta­réttar sem óskaði eftir ráð­gef­andi álitið EFTA-­dóm­stóls­ins um hvort sam­ræm­inga­stjórin sé bund­inn efvr­ópskum reglum eða megi úthluta afgreiðslu­tíma líkt og Sam­keppn­is­eft­ir­litið fór fram á.

Í grein um málið á Túrist­i.is segir: „Málið er í flýti­með­ferð hjá dóm­stólnum í Lúx­emburg og fór mál­flutn­ingur fram á mánu­dag­inn. Von er á nið­ur­stöðu fljót­lega. Ef dóm­stóll­inn kemst að þeirri nið­ur­stöðu að úrræði sam­keppn­is­yf­ir­valda vegi þyngra en EES regl­urnar gæti farið svo að stokka þurfi upp sum­ar­dag­skrá Icelandair og WOW air. For­svars­menn WOW air lýstu í síð­ustu viku yfir ánægju með þá flug­tíma sem félagið er með núna og eru byrj­aðir að selja sæti í sínar ferð­ir. Sum­ar­ferðir Icelandair hafa verið í sölu um langt skeið og því ljóst að ferða­plön þús­unda far­þega gætu riðl­ast. [...]Á næst­unni dögum kemur hins vegar í ljós hvort EFTA dóm­stóll­inn heim­ili að WOW air fái hluta af þeim tímum sem Icelandair notar í dag“.

Til við­bótar er von á úrskurði Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í máli vegna úthlut­unar á afgreiðslu­tímum fyrir næsta sum­ar. Ekki er ljóst hvenær nið­ur­staðan verður birt.

 

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None