Í hrollvekjandi myndbandi sem var deilt á Facebook-síðunni Bakland ferðaþjónustunnar í gær má sjá hve litlu munar að brimalda hrifsi með sér ferðamenn, sem höfðu hætt sér of nærri sjónum í Kirkjufjöru í gærmorgun.
Athugasemdir við myndbandið eru litaðar af fordæmingu, ekki síst í ljósi þess að við fjöruna má finna áberandi skilti þar sem fólk er varað við að fara of nærri sjónum vegna sterkra sjávarstrauma, ófyrirsjáanlegra alda og grjóthruns.
Bandarísk kona lést eftir að brimalda hreif hana með sér úr Reynisfjöru við Vík í Mýrdal árið 2007. Ári síðar voru þýsk hjón hætt komin á sömu slóðum þegar alda tók þau með sér á haf út. Ölduútsog á svæðinu er með því mesta sem gerist, og til að forða ferðamönnum frá því að lenda í lífshættulegum aðstæðum var brugðið á það ráð að setja upp viðvörunarskilti á svæðinu.
Viðvörunarskiltið við Kirkjufjöru þar sem er varað er við aðstæðum á nokkrum tungumálum.
Auglýsing