Árni Páll Árnason endurkjörinn formaður Samfylkingarinnar með einu atkvæði

16687912498_270dd2aa3a_c.jpg
Auglýsing

Árni Páll Árna­son var end­ur­kjör­inn for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar á lands­fundi flokks­ins í kvöld. Þar með sigr­aði hann slag­inn um for­manns­stól­inn við Sig­ríði Ingi­björgu Inga­dótt­ur, þing­mann Sam­fylk­ing­ar­innar og for­mann vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is. Tölu­verður dráttur varð á til­kynn­ingu úrslit­anna vegna tækni­legra vanda­mála, en kosn­ingin var raf­ræn.

Sig­ur­inn stóð tæpt því Árni Páll hlaut 241 atkvæði í for­manns­kjör­inu og Sig­ríður Ingi­björg 240. Alls voru 503 lands­fund­ar­full­trúar á kjör­skrá, 487 þeirra greiddu atkvæði, eða 97 pró­sent. Anna Pála Sverr­is­dóttir hlaut eitt atkvæði og fimm voru auð. Drátt­ur­inn á til­kynn­ingu úrslit­anna má rekja til þess hversu mjótt var á mun­un­um. „Þetta er sér­kenni­leg nið­ur­staða,“ sagði Árni Páll þegar hann ávarp­aði lands­fund­inn eftir að til­kynnt hafði verið um úr­slit­in.

Sig­ríður  Ingi­björg til­kynnti, flestum að óvörum, um fram­boð sitt síð­degis í gær, tæpum sól­ar­hringi fyrir for­manns­kjör­ið. Fram­boð hennar kom fram eftir að frestur rann út svo hægt væri að boða til alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu, þannig að kjör á nýjum for­manni Sam­fylk­ing­ar­innar var ein­ungis í höndum lands­fund­ar­full­trúa.

Auglýsing

Árni Páll tók við af Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur sem for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar árið 2013. Árni Páll var kjör­inn í alls­herj­ar­kosn­ingu og hlaut afger­andi kosn­ingu í bar­átt­unni um for­manns­stól­inn við Guð­bjart Hann­es­son. ­Sam­fylk­ingin beið afhroð í síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­um, undir stjórn Árna Páls, þegar flokk­ur­inn hlaut 12,9 pró­sent atkvæða og tap­aði ell­efu þing­mönn­um.

Sam­fylk­ing­unni hefur gengið illa að und­an­förnu að ná vopnum sínum að nýju undir for­ystu Árna Páls. Í síð­asta Þjóð­ar­púlsi Gallup mæld­ist flokk­ur­inn með 17,1 pró­sents fylgi, og tap­aði 1,4 pró­sentum á milli kann­anna. Í nýj­ustu könnun MMR mæld­ist flokk­ur­inn með 15,5 pró­senta fylgi og bætti við sig pró­sentu­stigi á milli kann­anna.

Árni Páll Árna­son er fjórði þing­maður Suð­vest­ur­kjör­dæm­is, og hefur átt sæti á Alþingi frá árinu 2007 fyrir hönd Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hann var félags- og trygg­inga­mála­ráð­herra 2009 til 2010 og efna­hags- og við­skipta­ráð­herra 2010 til 2011.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None