Jón Gnarr fær að heita Jón Gnarr

gnarr.jpg
Auglýsing

„Í dag fékk ég til­kynn­ingu um að ég má mæta hjá dóm­ara eftir helgi vegna nafna­breyt­ing­ar. Hann mun þá sam­þykkja umsókn mína um að breyta nafn­inu mínu úr Jón Gnarr Krist­ins­son í Jón Gnarr. Þetta er mjög ein­falt og skýrt ferli og ekki flók­ið, öfug­snú­ið, nið­ur­lægj­andi og kjána­legt einsog heima.“ Þetta segir Jón Gnarr, fyrrum borg­ar­stjóri í Reykja­vík, sem lengi hefur barist fyrir því að breyta nafni sínu lög­lega í Jón Gnarr, en hann var skírður Jón Gunnar Krist­ins­son. Hann hefur ekki haft erindi sem erf­iði á Íslandi og manna­nafna­nefnd hefur ekki viljað verða við ósk hans um nafna­breyt­ingu. Jón býr nú í Texas og þar er nafna­breyt­ingin mun auð­veld­ari.

Má ekki heita Nissan Pri­mera eða Hand LotionJón segir að hann þurfi að til­greina ástæðu fyrir nafna­breyt­ing­unni í umsókn sinni. „Mín helsta ástæða er að Krist­ins­son eft­ir­nafnið skapi óþæg­indi fyrir mig þar sem ég starfa og er þekktur undir öðru nafni. Það er fall­ist á þau rök. Eina skil­yrðið fyrir nafna­breyt­ingu hér er að nafnið sé ekki aug­ljós­lega fárán­legt. Nöfn eins og Hand Lotion, Adolf Hitler, Nissan Pri­mera eða Motherfucker John­son mæta kerf­is­legri fyr­ir­stöðu og ólík­legt að dóm­ari fall­ist á þau.

Fæstir leggja því í þá vinnu og þann kostnað sem fylgir svona umsókn. Einnig er fyr­ir­vari við því að fólk taki sér nafn sem gæti valdið mis­skiln­ingi einsog til dæmis ef fólk vill heita sama nafni og ein­hver fræg­ur. Ann­ars er þetta opið. Til að fyr­ir­byggja að maður sé glæpa­maður sem sé að skipta um nafn til að flýja rétt­vís­ina er manni gert að fara á lög­reglu­stöð og láta taka af sér fingraför sem svo eru send til FBI þar sem þau eru könn­uð. Ég er búinn að því og fékk að vita í dag að þar sem ég sé ekki alþjóð­lega eft­ir­lýstur glæpa­maður þá sé ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að klára þetta mál. Ég býst því við að eftir helg­ina fái ég það rétt­læti sem mér ber sam­kvæmt öllu sem getur talist eðli­legt og sann­gjarnt. Ég veit ekki hvernig þetta kemur út hjá íslenskum yfir­völd­um. Það væri nátt­úr­lega eftir öllu að þau neiti að við­ur­kenna þetta. Það mundi ekki gera neitt fyrir neinn og aðeins skapa frek­ari óþæg­indi fyrir mig og fjöl­skyldu mína. Þegar ferl­inu hér er lokið mun ég birta upp­lýs­ingar og leið­bein­ingar fyrir þá aðra sem vilja fara sömu leið. Og ég mun líka láta vita, þegar að því kem­ur, hvernig þetta kemur út á Íslandi. To be cont­inu­ed...“

jongnarr

Auglýsing

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None