Jón Gnarr fær að heita Jón Gnarr

gnarr.jpg
Auglýsing

„Í dag fékk ég til­kynn­ingu um að ég má mæta hjá dóm­ara eftir helgi vegna nafna­breyt­ing­ar. Hann mun þá sam­þykkja umsókn mína um að breyta nafn­inu mínu úr Jón Gnarr Krist­ins­son í Jón Gnarr. Þetta er mjög ein­falt og skýrt ferli og ekki flók­ið, öfug­snú­ið, nið­ur­lægj­andi og kjána­legt einsog heima.“ Þetta segir Jón Gnarr, fyrrum borg­ar­stjóri í Reykja­vík, sem lengi hefur barist fyrir því að breyta nafni sínu lög­lega í Jón Gnarr, en hann var skírður Jón Gunnar Krist­ins­son. Hann hefur ekki haft erindi sem erf­iði á Íslandi og manna­nafna­nefnd hefur ekki viljað verða við ósk hans um nafna­breyt­ingu. Jón býr nú í Texas og þar er nafna­breyt­ingin mun auð­veld­ari.

Má ekki heita Nissan Pri­mera eða Hand LotionJón segir að hann þurfi að til­greina ástæðu fyrir nafna­breyt­ing­unni í umsókn sinni. „Mín helsta ástæða er að Krist­ins­son eft­ir­nafnið skapi óþæg­indi fyrir mig þar sem ég starfa og er þekktur undir öðru nafni. Það er fall­ist á þau rök. Eina skil­yrðið fyrir nafna­breyt­ingu hér er að nafnið sé ekki aug­ljós­lega fárán­legt. Nöfn eins og Hand Lotion, Adolf Hitler, Nissan Pri­mera eða Motherfucker John­son mæta kerf­is­legri fyr­ir­stöðu og ólík­legt að dóm­ari fall­ist á þau.

Fæstir leggja því í þá vinnu og þann kostnað sem fylgir svona umsókn. Einnig er fyr­ir­vari við því að fólk taki sér nafn sem gæti valdið mis­skiln­ingi einsog til dæmis ef fólk vill heita sama nafni og ein­hver fræg­ur. Ann­ars er þetta opið. Til að fyr­ir­byggja að maður sé glæpa­maður sem sé að skipta um nafn til að flýja rétt­vís­ina er manni gert að fara á lög­reglu­stöð og láta taka af sér fingraför sem svo eru send til FBI þar sem þau eru könn­uð. Ég er búinn að því og fékk að vita í dag að þar sem ég sé ekki alþjóð­lega eft­ir­lýstur glæpa­maður þá sé ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að klára þetta mál. Ég býst því við að eftir helg­ina fái ég það rétt­læti sem mér ber sam­kvæmt öllu sem getur talist eðli­legt og sann­gjarnt. Ég veit ekki hvernig þetta kemur út hjá íslenskum yfir­völd­um. Það væri nátt­úr­lega eftir öllu að þau neiti að við­ur­kenna þetta. Það mundi ekki gera neitt fyrir neinn og aðeins skapa frek­ari óþæg­indi fyrir mig og fjöl­skyldu mína. Þegar ferl­inu hér er lokið mun ég birta upp­lýs­ingar og leið­bein­ingar fyrir þá aðra sem vilja fara sömu leið. Og ég mun líka láta vita, þegar að því kem­ur, hvernig þetta kemur út á Íslandi. To be cont­inu­ed...“

jongnarr

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None