Jón Gnarr fær að heita Jón Gnarr

gnarr.jpg
Auglýsing

„Í dag fékk ég tilkynningu um að ég má mæta hjá dómara eftir helgi vegna nafnabreytingar. Hann mun þá samþykkja umsókn mína um að breyta nafninu mínu úr Jón Gnarr Kristinsson í Jón Gnarr. Þetta er mjög einfalt og skýrt ferli og ekki flókið, öfugsnúið, niðurlægjandi og kjánalegt einsog heima.“ Þetta segir Jón Gnarr, fyrrum borgarstjóri í Reykjavík, sem lengi hefur barist fyrir því að breyta nafni sínu löglega í Jón Gnarr, en hann var skírður Jón Gunnar Kristinsson. Hann hefur ekki haft erindi sem erfiði á Íslandi og mannanafnanefnd hefur ekki viljað verða við ósk hans um nafnabreytingu. Jón býr nú í Texas og þar er nafnabreytingin mun auðveldari.

Má ekki heita Nissan Primera eða Hand Lotion


Jón segir að hann þurfi að tilgreina ástæðu fyrir nafnabreytingunni í umsókn sinni. „Mín helsta ástæða er að Kristinsson eftirnafnið skapi óþægindi fyrir mig þar sem ég starfa og er þekktur undir öðru nafni. Það er fallist á þau rök. Eina skilyrðið fyrir nafnabreytingu hér er að nafnið sé ekki augljóslega fáránlegt. Nöfn eins og Hand Lotion, Adolf Hitler, Nissan Primera eða Motherfucker Johnson mæta kerfislegri fyrirstöðu og ólíklegt að dómari fallist á þau.

Fæstir leggja því í þá vinnu og þann kostnað sem fylgir svona umsókn. Einnig er fyrirvari við því að fólk taki sér nafn sem gæti valdið misskilningi einsog til dæmis ef fólk vill heita sama nafni og einhver frægur. Annars er þetta opið. Til að fyrirbyggja að maður sé glæpamaður sem sé að skipta um nafn til að flýja réttvísina er manni gert að fara á lögreglustöð og láta taka af sér fingraför sem svo eru send til FBI þar sem þau eru könnuð. Ég er búinn að því og fékk að vita í dag að þar sem ég sé ekki alþjóðlega eftirlýstur glæpamaður þá sé ekkert því til fyrirstöðu að klára þetta mál. Ég býst því við að eftir helgina fái ég það réttlæti sem mér ber samkvæmt öllu sem getur talist eðlilegt og sanngjarnt. Ég veit ekki hvernig þetta kemur út hjá íslenskum yfirvöldum. Það væri náttúrlega eftir öllu að þau neiti að viðurkenna þetta. Það mundi ekki gera neitt fyrir neinn og aðeins skapa frekari óþægindi fyrir mig og fjölskyldu mína. Þegar ferlinu hér er lokið mun ég birta upplýsingar og leiðbeiningar fyrir þá aðra sem vilja fara sömu leið. Og ég mun líka láta vita, þegar að því kemur, hvernig þetta kemur út á Íslandi. To be continued...“

jongnarr

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None