Árni Páll boðar róttækar breytingar á húsnæðismarkaði

arni_pall_sigridur_ingibjorg.jpg
Auglýsing

Árni Páll Árna­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, flutti setn­inga­ræðu sína á lands­fundi flokks­ins á fimmta tím­anum í dag. Þar lagði hann áherslu á hús­næð­is­mál, kjara­mál og þau mann­rétt­indi fólks að geta lifað líf­inu með fullri reisn.

Árni Páll boð­aði rót­tækar breyt­ingar á hús­næð­is­kerf­inu. „Við leggjum fyrir þennan fund heild­stæðar úrbóta­til­lög­ur. Rík­is­stjórnin hefur ekk­ert gert í þessum mál­um. Dagur er byrj­aður að auka fram­boð af leigu­í­búðum í Reykja­vík. En sú upp­bygg­ing mun taka mik­inn tíma. Við getum ekki bara beð­ið. Ríkið verður að spila með. Við þurfum hækkun húsa­leigu­bóta.Við verðum að fjölga íbúðum til leigu og draga úr svim­andi háu leigu­verði. Þess vegna þurfa leigu­tekjur af einni íbúð að vera skatt­frjálsar fyrir ein­stak­linga, en því aðeins að leiga sé ekki yfir með­al­verð­i.Við þurfum að þróa kerfi við­bót­ar­lána til að gera ungu fólki og tekju­lágum fjöl­skyldum kleift að kaupa sína fyrstu íbúð. Sam­fylk­ingin ætlar að tryggja öllum hús­næði á sann­gjörnum kjör­u­m.“

Þær deilur sem framundan eru á vinnu­mark­aði voru Árna Páli einnig ofar­lega í huga. „Rík­is­stjórnin hefur komið sam­skiptum við aðila vinnu­mark­að­ar­ins í upp­nám. Svar okkar verður að vera að leiða nýtt sam­tal við aðila vinnu­mark­að­ar­ins. Nor­ræna sam­fé­lags­mód­elið hefur aftur og aftur sýnt að það getur betur glímt við bæði upp­sveiflu og sam­drátt en önnur kerfi. Til þessa að það virki þarf ábyrga hag­stjórn, sem byggir á stöð­ug­leika, góðum aðgangi að erlendum mörk­uðum og sam­ræmda launa­stefnu sem ýtir undir hag­vöxt og fulla atvinnu og dregur úr launa­mun og tryggir að eng­inn verði skil­inn eft­ir. Það þarf umfangs­mikil vel­ferð­ar­kerfi, sem byggja á afkomu­trygg­ingu og aðgengi að þjón­ustu sem tryggir mikla atvinnu­þátt­töku og hreyf­an­leika launa­fólks, ódýra menntun og heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­þjón­ustu sem fjár­mögnuð er með sköttum og tryggir jafn­rétti í reynd. Og það þarf vel skipu­lagðan vinnu­mark­að, sem byggir á sam­spili milli laga­setn­ingar og kjara­samn­inga.

Auglýsing

Ekk­ert í þessu er sjálf­gef­ið. Allt byggir þetta á sam­spili á milli stjórn­mála­flokk­anna og sam­taka á vinnu­mark­aði. Allir þurfa að hafa næg áhrif, breidd og umboð til að leita eftir heild­ar­lausnum og fylgja eftir þeim aðgerðum sem þörf er á. Þess vegna eigum við að skuld­binda okkur til að stjórna á þennan veg: Við munum setja okkur almenna efna­hags­stefnu með þessi mark­mið að leið­ar­ljósi og leggja hana fyrir sam­ráðs­vett­vang með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins. Að því loknu eigum við að leggja hana fyrir Alþingi og byggja hag­stjórn­ina á víð­tækri stefnu­mörkun til nokk­urra ára í senn. Þannig bindum við vissu­lega okkur sjálf, en við leggjum grunn að stöð­ug­leika til lengri tíma og náum hámarks ávinn­ingi fyrir fólkið í land­in­u.“

Árni Páll sagði að margt bendi til þess að íslenskt sam­fé­lag sé orðið kalt og grimmt og gefi fólki ekki kleift að lifa líf­inu með reisn. „Hug­mynd jafn­að­ar­stefn­unnar er að fólk njóti þeirra mann­rétt­inda að geta orðið fyrir áföll­um. Að þurfa ekki að glata öllu. Við viljum búa í góðu sam­fé­lagi sem skapar öllum rúm. Vand­inn í hnot­skurn er ófull­nægj­andi bóta­kerfi sem tryggir ekki líf­eyr­is­þegum full­nægj­andi fram­færslu.“

Sigridur Ingibjorg

Þarf að opna faðm fyrir þeim sem hafa yfir­gefið Sam­fylk­inguSig­ríður Ingi­björg Inga­dóttir hélt fyrr í dag fram­boðs­ræðu sína til for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún ræddi líka um hús­næð­is­mál og sagði leigu­mark­að­inn ekki verða end­ur­skoð­aðan nema undir for­ystu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. „Sam­fylk­ingin á ekki að vera flokkur verð­trygg­ingar og banka í hugum fólks, eða staðn­aður kerf­is­flokkur sem skilur ekki áhyggjur venju­legs fólks. Ég veit að við erum ekki slíkur flokkur en við verðum að tryggja að almenn­ingur viti það lík­a,“ sagði hún í ræðu sinni. Hún sagð­ist ætla að hafa for­ystu um end­ur­skoðun á áherslum og mál­flutn­ingi flokks­ins og kalla til flokks­menn með fjöl­breyttan bak­grunn og reynslu, ef hún verð­ur­ ­kosin for­mað­ur. Flokk­ur­inn þyrfti að tala skýrt um gild­is­mat og lýð­ræði, og að sam­kvæmt erind­is­bréfi flokks­ins væri hann flokkur jöfn­uð­ar, jafn­réttis og mann­rétt­inda.

Sig­ríður sagði einnig að flokk­ur­inn þyrfti að opna faðm­inn fyrir fólki sem hefði yfir­gefið hann. „Við þurfum að opna faðm­inn og bjóða vel­komið fólk sem yfir­gaf okkur eða getur ekki stutt okkur vegna von­brigða með afdrif stjórn­ar­skrár­inn­ar, óbreytts kvóta­kerfi og skulda­mála heim­il­anna. Við þennan fjöl­breytta hóp þarf að hefja sam­tal og byggja upp traust.“ Sam­fylk­ingin yrði að halda stjórn­ar­skránni á lofti og tala skýrt fyrir nauð­syn breyt­inga.

Þá tal­aði hún um að ójöfn­uður færi vax­andi. „Mjög efnað fólk eign­ast sífellt meira og notar fjár­hags­lega yfir­burði sína til að grafa undan sam­fé­lag­inu sem við eigum öll sam­an. Stærsta áskorun sam­tím­ans er að stöðva þessa óheilla­þróun og tryggja öllum mann­sæm­andi kjör. Það verður aðeins gert með sterkri verka­lýðs­hreyf­ingu og öfl­ugum stjórn­mála­flokki sem berst fyrir jöfn­uði. Sam­fylk­ingin er og á ætíð að vera slíkur flokk­ur."

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None