peningar_opt.jpg
Auglýsing

Borg­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Kristín Soffía Jóns­dótt­ir, gerði mögu­lega sam­ein­ingu knatt­spyrnu­fé­laga í Reykja­vík að umtals­efni á borg­ar­stjórn­ar­fundi í gær, þar sem rætt var um upp­gjör borg­ar­innar fyrir fyrstu sex mán­uði árs­ins.

Óhætt er að segja að rekstur borg­ar­innar sé í slæmu horfi þessa dag­ana. Nei­kvæð skekkja var upp á 1,8 millj­arð, miðað við áætl­anir, og erf­ið­leikar framund­an, þar sem hækkun launa og launa­tengdra gjalda, á næstu miss­erum, mun gera rekst­ur­inn enn erf­ið­ari.

Kristín Soffía sagði að dýrt væri að reisa, reka og við­halda stúkum og öðrum íþrótta­mann­virkj­um, og það mætti spara pen­inga með því að sam­eina knatt­spyrnu­lið.

Auglýsing

Sé mið tekið af því, hvernig íslensk stjórn­mál hafa gengið fyrir sig á Íslandi í gegnum tíð­ina, þá er þetta frekar djarft hjá Krist­ínu Soff­íu. Jafn­vel mætti kalla þetta fífldirfsku, enda vel þekkt að grunn­ur­inn í félaga­starfi íþrótta­fé­laga er oft nátengdur stjórn­mála­hreyf­ing­un­um. Fólk sem nær frama í stjórn­málum hefur oft bak­land úr íþrótta­fé­lög­un­um, svo það er ekki víst að hug­myndir sem þessar séu vin­sælar hjá kjós­end­um.

Hug­myndir eins og þessar eru samt þess virði að skoða þær, og þá hvort þær raun­veru­lega spari ein­hverja pen­inga. Enda bendir staðan hjá Reykja­vík­ur­borg til þess að það þurfi að velta við öllum steinum til að styrkja rekst­ur­inn.

Það má samt ekki gleyma því að starf íþrótta­fé­lag­anna er borið uppi með sjál­boða­liða­starfi, að miklu leyti.

Aðrar sam­ein­ingar mætti einnig skoða, eins og að sam­eina sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu enda svæðið allt eitt þjón­ustu­svæði og upp­spretta skatt­tekna sveit­ar­fé­laga þvert á bæj­ar­mörk. Kristín Soffía gæti hugs­an­lega skoðað þessar hug­mynd­ir, og jafn­vel lagt sam­ein­ingu knatt­spyrnu­lið­anna til hliðar á með­an.

Sem sagt; leggja frekar til að sam­eina sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og spara mikla ­pen­inga, ekki síst við yfir­stjórn (og svo mætti líka fækka stjórn­mála­mönnum tölu­vert í leið­inn­i), en leyfa knatt­spyrnu­lið­un­um að halda sér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None