Straumur fjárfestingabanki hf. hefur ráðið Þorlák Runólfsson sem framkvæmdastjóra markaðsviðskipta bankans. Jafnframt hafa þeir Ásgeir Baldurs, Björgvin Jón Bjarnason, Jón Eggert Hallsson og Jón Ingi Árnason gengið til liðs við Straum. Ásgeir og Björgvin munu starfa í fyrirtækjaráðgjöf en Jón Eggert og Jón Ingi við markaðsviðskipti bankans. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Straumi.
Þorlákur Runólfsson.
Þorlákur Runólfsson hefur starfað hjá Banque Havilland í Lúxemborg frá árinu 2009 en þar á undan starfaði hann við einkabankaþjónustu Kaupþings á Íslandi frá 2001.
Ásgeir Baldurs.
Ásgeir Baldurs kemur frá ráðgjafarfyrirtækinu Expectus þar sem hann var ráðgjafi og meðeigandi frá árinu 2009. Ásgeir starfaði hjá VÍS á árunum 2000-2007 í ýmsum stjórnunarstöðum og var forstjóri félagsins frá árinu 2006 til 2007. Hann hefur setið í stjórnum nokkurra íslenskra og erlendra fyrirtækja á sviði fjármála- og tryggingastarfsemi, að því er segir í tilkynningu.
Björgvin Jón Bjarnason.
Björgvin Jón Bjarnason hefur frá árinu 2011 verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja á vegum Dictum ehf. Árin 2010 og 2011 var hann framkvæmdastjóri Mjólku hf. og Vogabæjar ehf., en áður stýrði hann fyrirtækjum í matvælaiðnaði og flutningum, að því er segir í tilkynningu.
Jón Eggert Hallsson.
Jón Eggert Hallsson kemur frá hjá Expectus þar sem hann var ráðgjafi frá árinu 2014. Hann starfaði við verðbréfamiðlun Glitnis/Íslandsbanka á árunum 2005 til 2009 og síðan sem framkvæmdastjóri og meðeigandi J Bond Partners til ársins 2013.
Jón Ingi Árnason kemur til Straums frá Landsbréfum þar sem hann var sjóðsstjóri frá árinu 2013 auk þess að sitja í fjárfestingaráði skuldabréfa. Frá 2007 til 2009 var hann forstöðumaður skuldabréfamiðlunar Glitnis/Íslandsbanka og síðan meðeigandi og stjórnarformaður J Bond
Jón Ingi Árnason.
Partners frá árinu 2009 til ársins 2013.
Stjórnir Straums og MP banka hafa náð samkomulagi um að sameina bankanna og er vinna við sameininguna, það er formleg lok hennar, langt komin. Lokaskrefið er síðan formlegt samþykki eftirlitsstofnanna. Samkvæmt sameiginlegri tilkynningu frá Straumi og MP banka er horft til þess að ná fram hagræðingu í rekstri með sameiningu.