Fjórða hvalaskoðunar- fyrirtækið á Húsavík í burðarliðnum

602200_619894524691356_1477133948_n.jpg
Auglýsing

Stefnt er að því að nýtt hvalaskoðunarfyrirtæki taki til starfa á Húsavík á næstu dögum. Fyrirtækið, sem enn hefur ekki hlotið nafn, á nú í samningaviðræðum við félagið Iceland Ocean Tours um kaup á tveimur svokölluðum RIB harðskelja slöngubátum, sem félagið nýtti til siglinga um Breiðafjörðinn með ferðamenn þar til fyrir skemmstu. Bátarnir taka tólf farþega í sæti og geta siglt á 40 sjómílna hraða.

Á Húsavík eru fyrir þrjú hvalaskoðunarfyrirtæki; Norðursigling, Gentle Giants og Salka, en þúsundir ferðamanna leggja leið sína til Húsavíkur ár hvert til að berja hvali augum og straumurinn vex ár frá ári.

Eigendur nýja hvalaskoðunarfyrirtækisins á Húsavík eru Sigurður Veigar Bjarnason, stofnandi og fyrrum eigandi Iceland Refund sem nú heitir Tax Free Worldwide, og Gunnlaugur Karl Hreinsson, framkvæmdastjóri og eigandi fiskvinnslunnar GPG Seafood á Húsavík.

Auglýsing

„Við sjáum bara gott tækifæri í því að bæta við þann flota sem fyrir er á Húsavík í dag, bæði hvað varðar þá viðbót að fá þessa RIBS báta á svæðið, sem færa ferðamennina enn nær skepnunni heldur en ella og eru líka skemmtilegir ef ekki er hvalur í flóanum því þá er hægt að gera ýmislegt annað eins og að skoða Lundey og þarna í kring. Við erum með þessu að reyna að styrkja Húsavík sem helsta hvalaskoðunarstað í heimi,“ segir Sigurður Veigar í samtali við Kjarnann.

„Það er gríðarleg aukning þarna í komum ferðamanna. Þarna eru að sækja um það bil hundrað þúsund ferðamenn á ári í hvalaskoðun, og færri komast að en vilja þegar góðir dagar eru. Auðvitað er rólegt þar á milli, en það er nóg pláss í flóanum og þetta verður bara góð viðbót fyrir Húsvíkinga að fá fleiri báta þarna inn til að styrkja svæðið enn frekar.“

Aðspurður segir Sigurður Veigar fyrirtækið stefna á að hefja hvalaskoðunarferðir með ferðamenn á Skjálfandaflóa strax í byrjun júní, gangi samningaviðræður um kaup á bátunum eftir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None