Fjórir af hverjum tíu Íslendingum á þrítugsaldri búa enn í foreldrahúsum

9954417613_8888c2a1ab_z.jpg
Auglýsing

Tæp­lega 40 pró­sent Íslend­inga á aldr­inum 20 til 29 ára búa enn heima hjá for­eldrum sín­um. Í Dan­mörku er hlut­fallið um tíu pró­sent en í sumum öðrum Evr­ópu­löndum mun hærra. Á Ítal­íu, Spáni og Pól­landi er það til að mynda á bil­inu 60 til 80 pró­sent. Þetta kemur fram í tölum frá Hag­stofu Íslands sem Morg­un­blaðið greinir frá.

Þar er haft eftir Kol­beini Stef­áns­syni, sér­fræð­ingi í lífs­kjara­rann­sóknum hjá Hag­stofu Íslands, að það hafi verið stöð­ugur stíg­andi í hlut­falli þeirra Íslend­inga á þrí­tugs­aldri sem búa enn í for­eldra­hús­um. Um lang­tíma­þróun virð­ist vera að ræða. Til­gáta Kol­beins er sú að þró­unin teng­ist auk­inni aðsókn í háskóla­nám. Það sé erf­ið­ara fyrir fólk í námi að flytja að heiman en fólk sem er komið út á vinnu­mark­að­inn.

Einnig gæti ekki lengur verið jafn fýsi­legt að flytja að heiman nú en áður, meðal ann­ars vegna þess að leigu­verð sé of hátt. Kol­beinn telur að ástæða þess að hlut­fall fólks á þrí­tugs­aldri sem býr enn heima hjá for­eldum er mjög hátt hjá sumum Evr­ópu­löndum geti skýrst að hluta af menn­ing­ar­mun. Sums staðar sé hefð fyrir því að fólk búi lengur í for­eldra­hús­um. Sömu­leiðis geti öðru­vísi hús­næð­is­stefna eða meira fram­boð af náms­manna­hús­næði skýrt lægra hlut­fall í öðrum lönd­um.

Auglýsing

Leigu­verð og hús­næð­is­verð hafa hækkað mikiðAlls voru 48.273 Íslend­ingar á aldr­inum 20 til 29 ára í upp­hafi þessa árs. Sam­kvæmt því búa tæp­lega 19 þús­und þeirra enn í for­eldra­hús­um. Ljóst er að leigu­verð hefur hækkað mjög hratt und­an­farin ár. Í apríl síð­ast­liðnum kost­aði til að mynda um 139 þús­und krónur á mán­uði að leigja 60 fer­metra tveggja her­bergja íbúð í Reykja­vík, sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr leigu­gagna­grunni Þjóð­skrár. Í byrjun árs 2011 kost­aði um 101 þús­und krónur að leigja sömu íbúð. Á meðal þess sem talið er að hafi keyrt upp leigu­verð er mikið eft­ir­spurn ferða­manna eftir gist­ingu, en fjöldi þeirra hefur marg­fald­ast á örfáum árum og voru þeir um ein milljón alls í fyrra.

Hús­næð­is­verð hefur sömu­leiðis hækkað mik­ið. Þannig hefur vísi­tala íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að mynda hækkað um 36,5 pró­sent frá jan­úar 2011 til sama mán­aðar 2015. Grein­endur spá auk þess allt að 25 pró­sent hækkun til við­bótar út árið 2017.

Það er því ekki fyr­ir­sjá­an­legt að aðgengi fólks á þrí­tugs­aldri að hús­næð­is­mark­aðnum sé að fara að aukast veru­lega á allra næstu árum.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Friðarsamkomulag í sjónmáli?
Vonir hafa vaknað um það á mörkuðum, að tollastríð Bandaríkjanna og Kína sé möguleika að komast á endastöð, með samkomulagi í sjónmáli. Óvissa er þó enn um það.
Kjarninn 13. desember 2019
Hér má sjá áhrif eins vetrarstorms á minjar sem reynt var að verja með sandpokum. Sandpokarnir eru á víð og dreif.
Rauð viðvörun! Fornminjar á Íslandi í voða
Kjarninn 13. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None