Fleiri eldri borgarar gerast glæpamenn - eru oft einmana og fátækir

man.396299_1280.jpg
Auglýsing

Það vakti athygli á dög­unum þegar breska lög­reglan hafði loks hendur í hári skart­gripa­ræn­ingja sem létu greipar sópa í skart­gripa­hverf­inu Hatton Gar­dens í Lund­únum um síð­ustu páska. Ránið var þaul­skipu­lagt, og til­þrifa­mikið og minnti helst á Oceans Eleven kvik­mynd­ina, en ræn­ingj­arnir höfðu á brott með sér skart­gripi og önnur verð­mæti fyrir hátt í tíu millj­ónir sterl­ingspunda, eða sem nemur röskum tveimur millj­örðum króna miðað við gengi íslensku krón­unnar í dag.

Hand­taka ræn­ingj­anna vakti vissu­lega athygli, en það sem lyfti ekki síður brún­unum á almenn­ingi þegar til­kynnt var um að skart­gripa­þjófarnir væru komnir bak­við lás og slá, var þegar greint var frá aldri þeirra. Kenn­ingar höfðu verið uppi um að lið­ugur fim­leika­kappi hafi verið í ræn­ingja­hópnum sem hafi svo smeygt sér inn í ramm­gerða örygg­is­hvelf­ing­una, og þá voru aðrir sem héldu því fram að ránið hefði verið skipu­lagt af frægum glæpa­manni á fer­tugs­aldi, betur þekktur sem „Kon­ungur dem­ant­anna.“

Þegar breska lög­reglan hand­tók níu menn grun­aða um ódæðið kom það mörgum á óvart hversu rosknir þjófarnir voru. Yngstur hinna grun­uðu var 42 ára, og aðrir tölu­vert eldri. Þann 21. maí síð­ast­lið­inn kvaðst einn sak­born­ing­anna, sem er 74 ára, eiga erfitt með að skilja spurn­ingar rétt­ar­varðar fyrir dómi, þar sem heyrn hans væri farin að versna. Þá haltrar einn hinna meintu þjófa, en hann er hart nær sex­tug­ur.

Auglýsing

„Gamlingjarnir“ boruðu sig í gegnum þykkan steinvegg til að komast í góssið. Mynd: EPA „Gaml­in­gj­arn­ir“ bor­uðu sig í gegnum þykkan stein­vegg til að kom­ast í góss­ið. Mynd: EPA

Glæpa­menn að verða eldri



Ungir karl­menn eru enn í yfir­gnæf­andi meiri­hluta þeirra sem fremja glæpi, en hins vegar fer glæpa­tíðni á meðal þeirra sem eldri eru ört vax­andi í Bret­landi, ann­ars staðar í Evr­ópu og á meðal þjóða í Asíu. Frétta­vef­ur­inn Bloomberg greinir frá þess­ari athygl­is­verðu stað­reynd.

Sam­kvæmt nýlegum tölum frá yfir­völdum í Suð­ur­-Kóreu juk­ust glæpir á meðal fólks eldra en 65 ára um 12,2 pró­sent á árunum 2011 til 2013. Þá fjölg­aði ofbeld­is­glæpum í ald­urs­flokknum um hvorki meira né minna en 40 pró­sent á tíma­bil­inu. Til sam­an­burðar má geta þess að öldruðum fjölg­aði um 9,6 pró­esnt á tíma­bil­inu sem var til skoð­un­ar.

Í Japan tvö­fald­að­ist fjöldi glæpa sem fram­inn var af fólki eldra en 65 ára, á árunum 2003 til 2013. Athygli vekur að aldr­aðir hafa tekið fram úr ung­lingum í búð­ar­hnupli í Jap­an. Í hol­lenskri rann­sókn frá árinu 2010, má sjá mikla og hraða aukn­ingu í hand­tökum og fang­els­unum aldr­aðra, og í Lund­únum hefur fjöldi 65 ára og eldri sem hefur verið hand­tek­inn auk­ist um tíu pró­sent á árunum 2009 til 2014.

Svo virð­ist sem að Banda­ríkin hafi sloppið við þró­un­ina, en sam­kvæmt tölum frá banda­ríska dóms­mála­ráðu­net­inu hefur glæpa­tíðni í ald­urs­hópnum 55 til 65 ára farið minnk­andi ár frá ári síðan á níunda ára­tugn­um.


Aldr­aðir virk­ari en áður



„Eldra fólk í þró­aðri löndum er í dag með­vit­aðra, minna und­ir­gefið og meira upp­tekið af félags­legum og efna­hags­legum þörfum sínum en áður var,“ þetta segir Bas van Alp­hen, belgískur sál­fræði­pró­fessor sem hefur rann­sakað glæpa­hneigð á meðal aldr­aðra. Hann segir að öldruðum hætti nú til að grípa til grip­deilda til að standa jafn­fætis efn­aðri jafn­ingjum sín­um, og þá fremji margir þeirra glæpi vegna ein­gangr­un­ar. „Einn af mínum skjól­stæð­ingum stal sæl­gæti til að takast á við ein­mana­leik­ann,“ hefur Bloomberg eftir van Alp­hen.

Þá er aukin fátækt í elsta ald­urs­hópnum líka talin hafa sitt að segja varð­andi aukna glæpa­tíðni á meðal aldr­aðra. Það er minnsta kosti til­fellið í Suð­ur­-Kóreu þar sem 45 pró­sent fólks eldra en 65 ára lifir undir fátækt­ar­mörk­um. Áætlað er að meira en 20 pró­sent íbúa Suð­ur­-Kóreu verði eldri en 65 ára árið 2026.

Opa-­geng­ið, eða afa-­geng­ið, sem sam­an­stóð af þremur þýskum körlum á sjö­tugs- og átt­ræð­is­aldi og voru dæmdir árið 2005 fyrir að ræna meira en einni milljón evra af tólf bönk­um, bar fyrir dómi að ránin hefðu verið skipu­lögð til að bæta ofan á elli­líf­eyri þre­menn­ing­anna. Einn þeirra, Wilfried Acker­mann, sagði að hann hefði notað sinn hlut rán­fengs­ins til að kaupa sér lítið sveita­býli til að búa á, því hann ótt­að­ist að vera settur á elli­heim­ili.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None