Flestir telja Jóhönnu Sigurðardóttur hafa staðið sig best síðustu sex forsætisráðherra. Þetta er niðurstaða Gallup-könnunar sem unnin var fyrir nýjan þátt Gísla Marteins Baldurssonar, Vikan, sem vitnað er til á vef RÚV.
Spurt var: „Hver af eftirtöldum forsætisráðherrum telur þú að hafi staðið sig best í embætti?“. Um 69 prósent aðspurðra svöruðu könnuninni en af þeim töldu 43,1 prósent að Jóhanna hefði staðið sig best. Næst kom Davíð Oddsson með 27,7 prósent og Steingrímur Hermannsson með 12,1 prósent.
Alls töldu 9,5 prósent núverandi forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, hafa staðið sig best, 5,3 prósent Geir Haarde og 2,3 prósent töldu Halldór Ásgrímsson hafa staðið sig best.
Jóhanna Sigurðardóttir gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2009 til 2013, í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.
Auglýsing