Gunnar Bragi vill að kona taki við af Ban Ki-moon

h_51164586-1.jpg
Auglýsing

„Eftir að átta karl­menn í röð hafa gegnt starfi aðal­fram­kvæmda­stjóra [sem Ban Ki-moon gegnir nú], er löngu kom­inn tími til að hæfar konur komi alvar­lega til álita til að gegna þessu mik­il­væga alþjóð­lega starfi. Sama gegnir um for­sæti Alls­herj­ar­þings­ins. Það verður að leið­rétta kynja­hall­ann í æðstu stöðum til að auka trú­verð­ug­leika Sam­ein­uðu þjóð­anna,“ sagði Gunnar Bragi Sveins­son, utan­rík­is­ráð­herra, þegar hann ávarp­aði alls­herj­ar­þing Sam­ein­uðu þjóð­anna í dag.

Hann ­gerði að umtals­efni mál Ali Mohammed al-Nimr sem bíður dauða­refs­ingar í Saudi Arab­íu. Lýsti ráð­herra sér­stökum áhyggjum af stöðu hans og hvatti þar­lend stjórn­völd ein­dregið til að þyrma lífi hans. Virða þyrfti mann­rétt­indi, sem væri horn­steinn­inn í starfi Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Gunnar Brag­i fagn­aði sam­þykkt Heims­mark­mið­anna og til­greindi sér­stak­lega mark­mið á sviðum sjálf­bærrar nýt­ingar á nátt­úru­auð­lind­um, orku­mála, jafn­réttis og taugaskaða.

Auglýsing

Enn frem­ur ­gerði hann lofts­lags­mál og áhrif þeirra á norð­ur­skautið að umtals­efni og árétt­aði mik­il­vægi þess að árangur náist á lofts­lags­ráð­stefn­unni í París í des­em­ber, og sagði Gunnar Brag­i frá mark­miðum Íslands, í sam­vinnu við ríki Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­eg, um að minnka losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda um fjöru­tíu pró­sent fyrir árið 2030.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir þyrlukast henta illa smærri myntsvæðum
Hagfræðingur skrifar um óhefðbundna peningastefnu á krísutímum í Vísbendingu vikunnar.
Kjarninn 6. apríl 2020
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson kominn á gjörgæsludeild
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild, en hann var lagður inn á spítala í gær með „þrálát einkenni“ sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur.
Kjarninn 6. apríl 2020
Höfuðstöðvar EBA í París.
Allir bankar í Evrópu hvattir til að greiða ekki arð né kaupa eigin bréf
Evrópska bankaeftirlitsstofnunin vill að allir bankar innan EES-svæðisins sleppi því að greiða arð og að kaupa eigin bréf. Það aukna svigrúm sem bankar fá til að bregðast við COVID-19 eigi að fjármagna fyrirtæki og heimili, ekki greiðast til hluthafa.
Kjarninn 6. apríl 2020
Sóley Tómasdóttir
Kórónufaraldurinn og kynjasjónarmið
Kjarninn 6. apríl 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Dramatík og rusl
Kjarninn 6. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Síðasta helgi æfing fyrir þá næstu – „Er þetta ekki bara komið gott?“
Yfirlögregluþjónn stingur upp á því að Íslendingar slaki á heima og taki páskana bara í rólegheitunum í gegnum fjarfundi með vinum og stórfjölskyldu.
Kjarninn 6. apríl 2020
Alma Möller landlæknir.
„Róðurinn mun þyngjast næstu vikurnar“
Landlæknir segir það vera alveg ljóst að róðurinn muni þyngjast næstu vikurnar og að fleiri muni veikjast og látast. Þessi faraldur muni taka sífellt meira á okkur, andlega og tilfinningalega.
Kjarninn 6. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Endurskoða reglur er varða komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum
Sóttvarnalæknir segir að verið sé að endurskoða reglur varðandi komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum hingað til lands.
Kjarninn 6. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None