Flóttabíllinn sem notaður var eftir skotárásina í Kaupmannahöfn er fundinn. Lögreglan í Kaupmannahöfn hafði lýst eftir bílnum, dökkum VW Polo. Hann fannst við Borgervænget á Austurbrú í Kaupmannahöfn, um þremur kílómetrum frá Krudttønden, þar sem skotárásin átti sér stað.
Hér fannst bíllinn.
Tveir menn, sem eru taldir hafa framið skotárásina, ganga enn lausir. Samkvæmt vef Berlinske voru þeir dökkklæddir og töluðu dönsku. Þeir lögðu á flótta á dökkum VW Polo, en bíllinn er nú fundinn svo talið er líklegt að þeir hafi skipt um bíl.
Gríðarlega umfangsmikil leit stendur yfir í Kaupmannahöfn að mönnunum tveimur. Lögreglan í Kaupmannahöfn mun halda blaðamannafund klukkan 18 að íslenskum tíma.
Hér má fylgjast með beinni útsendingu DR2.
Borgarstjóri Kaupmannahafnar hefur tjáð sig um skotárásina á Twitter.
Jeg er forfærdet og dybt berørt over skudepisoden ved Krudttønden. Mine tanker er hos de ramte og deres pårørende.
— Frank Jensen (@FrankJensenKBH) February 14, 2015