FME segir Víglund fara með rangt mál, rannsókn hafin á gagnaleka

vigundur_gagnrynir.copy_.013.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) hefur hafnað mála­til­bún­aði Víg­lundar Þor­steins­sonar sem hefur ásakað stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn og eft­ir­lits­að­ila um að hafa fært erlendum kröfu­höfum föllnu bank­anna þriggja 300- 400 millj­arða króna þegar samið var við þá um end­ur­reisn íslenska banka­kerf­is­ins.

Víglundur vill meina að þessi upp­hæð hefði með réttu átt að fara í að lækka lán íslenskra fyr­ir­tækja og heim­ila um þessa upp­hæð og með því að skila þeim ekki fénu hefði þeir aðilar sem komu að ákvörð­un­inni mögu­lega framið stór­felld lög­brot. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur sagt að málið sé grafal­var­legt, að með þeim samn­ingum sem gerðir voru hafi hund­ruð millj­arða króna verið færðir til kröfu­hafa og hefur boðað rann­sókn á mál­inu.

"Því er rang­lega haldið fram að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi með stofnúr­skurði mælt fyrir um afskriftir á ein­stökum lán­um," segir í til­kynn­ingu FME.

Auglýsing

Segja Víglund oftúlka gögninFjár­mála­eft­ir­litið birti í gær­kvöld til­kynn­ingu um málið á heima­síðu sinni. Þar stendur meðal ann­ars: "Því er rang­lega haldið fram að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi með stofnúr­skurði mælt fyrir um afskriftir á ein­stökum lán­um. Eins og áður greinir tók Fjár­mála­eft­ir­litið ákvarð­anir um hvaða eignir og skuldir færu yfir til nýju bank­anna og eftir hvaða ferli skyldi meta virði þeirra. Þau fylgi­skjöl sem nú hafa birst opin­ber­lega, drög að stof­nefna­hags­reikn­ingum bank­anna þriggja frá í októ­ber 2008, höfðu þann eina til­gang að leiða fram gróft mat á efna­hag bank­anna við upp­haf rekst­urs þeirra, stöðu sem fyr­ir­fram var vitað að tæki breyt­ingum á grund­velli áður­nefnds mats­ferl­is. Enn­fremur er rétt að benda á að FME kveður almennt ekki upp úrskurði.

Fjár­mála­eft­ir­litið harmar að gögn sem þessi með ítar­legum upp­lýs­ingum um ein­staka við­skipta­vini bank­anna birt­ist opin­ber­lega. FME hefur til skoð­unar hvort í birt­ing­unni felist brot á 58. gr. laga 161/2002."

Sú grein snýst um brot á banka­leynd. Kjarn­inn greindi frá því fyrr í vik­unni að FME telji gögnin sem Víglundur sendi á alþing­is­menn og fjöl­miðla ekki hafa lekið frá sér. Nú er hins vegar ljóst að rann­sókn er hafin á því hvaðan gögnin komu. Í bréfi sem Víglundur sendi Ein­ari K. Guð­finns­syni, for­seta Alþing­is, sagði hann að það hefði atvikast svo að „ókunnur aðili sem ég hef nefnt hinn „nýja litla síma­mann“ sendi mér alla stofnúr­skurði FME um nýju bankana“. Sam­kvæmt til­kynn­ingu FME eru þau gögn sem Víglundur sendi alls ekki stofnúr­skurðir um nýju bank­ana.

Hægt er að lesa til­kynn­ingu FME í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None