FME segir Víglund fara með rangt mál, rannsókn hafin á gagnaleka

vigundur_gagnrynir.copy_.013.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) hefur hafnað mála­til­bún­aði Víg­lundar Þor­steins­sonar sem hefur ásakað stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn og eft­ir­lits­að­ila um að hafa fært erlendum kröfu­höfum föllnu bank­anna þriggja 300- 400 millj­arða króna þegar samið var við þá um end­ur­reisn íslenska banka­kerf­is­ins.

Víglundur vill meina að þessi upp­hæð hefði með réttu átt að fara í að lækka lán íslenskra fyr­ir­tækja og heim­ila um þessa upp­hæð og með því að skila þeim ekki fénu hefði þeir aðilar sem komu að ákvörð­un­inni mögu­lega framið stór­felld lög­brot. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur sagt að málið sé grafal­var­legt, að með þeim samn­ingum sem gerðir voru hafi hund­ruð millj­arða króna verið færðir til kröfu­hafa og hefur boðað rann­sókn á mál­inu.

"Því er rang­lega haldið fram að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi með stofnúr­skurði mælt fyrir um afskriftir á ein­stökum lán­um," segir í til­kynn­ingu FME.

Auglýsing

Segja Víglund oftúlka gögninFjár­mála­eft­ir­litið birti í gær­kvöld til­kynn­ingu um málið á heima­síðu sinni. Þar stendur meðal ann­ars: "Því er rang­lega haldið fram að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi með stofnúr­skurði mælt fyrir um afskriftir á ein­stökum lán­um. Eins og áður greinir tók Fjár­mála­eft­ir­litið ákvarð­anir um hvaða eignir og skuldir færu yfir til nýju bank­anna og eftir hvaða ferli skyldi meta virði þeirra. Þau fylgi­skjöl sem nú hafa birst opin­ber­lega, drög að stof­nefna­hags­reikn­ingum bank­anna þriggja frá í októ­ber 2008, höfðu þann eina til­gang að leiða fram gróft mat á efna­hag bank­anna við upp­haf rekst­urs þeirra, stöðu sem fyr­ir­fram var vitað að tæki breyt­ingum á grund­velli áður­nefnds mats­ferl­is. Enn­fremur er rétt að benda á að FME kveður almennt ekki upp úrskurði.

Fjár­mála­eft­ir­litið harmar að gögn sem þessi með ítar­legum upp­lýs­ingum um ein­staka við­skipta­vini bank­anna birt­ist opin­ber­lega. FME hefur til skoð­unar hvort í birt­ing­unni felist brot á 58. gr. laga 161/2002."

Sú grein snýst um brot á banka­leynd. Kjarn­inn greindi frá því fyrr í vik­unni að FME telji gögnin sem Víglundur sendi á alþing­is­menn og fjöl­miðla ekki hafa lekið frá sér. Nú er hins vegar ljóst að rann­sókn er hafin á því hvaðan gögnin komu. Í bréfi sem Víglundur sendi Ein­ari K. Guð­finns­syni, for­seta Alþing­is, sagði hann að það hefði atvikast svo að „ókunnur aðili sem ég hef nefnt hinn „nýja litla síma­mann“ sendi mér alla stofnúr­skurði FME um nýju bankana“. Sam­kvæmt til­kynn­ingu FME eru þau gögn sem Víglundur sendi alls ekki stofnúr­skurðir um nýju bank­ana.

Hægt er að lesa til­kynn­ingu FME í heild sinni hér.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None