FME segir Víglund fara með rangt mál, rannsókn hafin á gagnaleka

vigundur_gagnrynir.copy_.013.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) hefur hafnað mála­til­bún­aði Víg­lundar Þor­steins­sonar sem hefur ásakað stjórn­mála­menn, emb­ætt­is­menn og eft­ir­lits­að­ila um að hafa fært erlendum kröfu­höfum föllnu bank­anna þriggja 300- 400 millj­arða króna þegar samið var við þá um end­ur­reisn íslenska banka­kerf­is­ins.

Víglundur vill meina að þessi upp­hæð hefði með réttu átt að fara í að lækka lán íslenskra fyr­ir­tækja og heim­ila um þessa upp­hæð og með því að skila þeim ekki fénu hefði þeir aðilar sem komu að ákvörð­un­inni mögu­lega framið stór­felld lög­brot. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra hefur sagt að málið sé grafal­var­legt, að með þeim samn­ingum sem gerðir voru hafi hund­ruð millj­arða króna verið færðir til kröfu­hafa og hefur boðað rann­sókn á mál­inu.

"Því er rang­lega haldið fram að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi með stofnúr­skurði mælt fyrir um afskriftir á ein­stökum lán­um," segir í til­kynn­ingu FME.

Auglýsing

Segja Víglund oftúlka gögninFjár­mála­eft­ir­litið birti í gær­kvöld til­kynn­ingu um málið á heima­síðu sinni. Þar stendur meðal ann­ars: "Því er rang­lega haldið fram að Fjár­mála­eft­ir­litið hafi með stofnúr­skurði mælt fyrir um afskriftir á ein­stökum lán­um. Eins og áður greinir tók Fjár­mála­eft­ir­litið ákvarð­anir um hvaða eignir og skuldir færu yfir til nýju bank­anna og eftir hvaða ferli skyldi meta virði þeirra. Þau fylgi­skjöl sem nú hafa birst opin­ber­lega, drög að stof­nefna­hags­reikn­ingum bank­anna þriggja frá í októ­ber 2008, höfðu þann eina til­gang að leiða fram gróft mat á efna­hag bank­anna við upp­haf rekst­urs þeirra, stöðu sem fyr­ir­fram var vitað að tæki breyt­ingum á grund­velli áður­nefnds mats­ferl­is. Enn­fremur er rétt að benda á að FME kveður almennt ekki upp úrskurði.

Fjár­mála­eft­ir­litið harmar að gögn sem þessi með ítar­legum upp­lýs­ingum um ein­staka við­skipta­vini bank­anna birt­ist opin­ber­lega. FME hefur til skoð­unar hvort í birt­ing­unni felist brot á 58. gr. laga 161/2002."

Sú grein snýst um brot á banka­leynd. Kjarn­inn greindi frá því fyrr í vik­unni að FME telji gögnin sem Víglundur sendi á alþing­is­menn og fjöl­miðla ekki hafa lekið frá sér. Nú er hins vegar ljóst að rann­sókn er hafin á því hvaðan gögnin komu. Í bréfi sem Víglundur sendi Ein­ari K. Guð­finns­syni, for­seta Alþing­is, sagði hann að það hefði atvikast svo að „ókunnur aðili sem ég hef nefnt hinn „nýja litla síma­mann“ sendi mér alla stofnúr­skurði FME um nýju bankana“. Sam­kvæmt til­kynn­ingu FME eru þau gögn sem Víglundur sendi alls ekki stofnúr­skurðir um nýju bank­ana.

Hægt er að lesa til­kynn­ingu FME í heild sinni hér.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None