Það er hörð barátta á bandarískum kaffimarkaði, en það vörumerki sem sótt hefur hraðast á, og komið sér í sterka stöðu þegar kemur að sölu í verslunum, er Folgers. Heildarsölutekjur kaffirisans, miðað við síðustu samanteknu heildartölur, sem miðast við lok árs 2012, nema 1,4 milljarði Bandaríkjadala, eða um 200 milljörðum króna. Í öðru sæti þar á eftir, með tæplega helmingi lægri tekjur, er Maxwell House með 708 milljónir dala, eða sem nemur 92 milljörðum króna. Folgers hefur tekist að auka sölutekjur sínar mikið að undanförnu, og jókst salan meðal annars um 31,6 prósent á milli ára.
Sala á kaffi í búðum í Bandaríkjunum hefur vaxið mikið á síðustu árum, og samhliða hefur kaffihúsum fjölgað mikið, einkum í stærstu borgum Bandaríkjanna.
Lista yfir stærstu kaffiframleiðendur Bandaríkjanna, þegar kemur að kaffisölu í búðum, má finna í skýrslu IRi.
Sala á kaffi í Bandaríkjunum í búðum | Tegund | Sölutekjur | Hlutfallsleg breyting (frá 2012) | |
---|---|---|---|---|
1 | Folgers | 1, 4 ma. dala. | 31.6% | - 1.3% |
2 | Maxwell House | 708.5 m. dala. | 16.0% | -0.9% |
3 | Private Label | 478.3 m. dala. | 10.8% | + 0.3% |
4 | Starbucks | 342.2 m. dala. | 7.7% | + 0.7% |
5 | Dunkin' Donuts | 301.1 m. dala. | 6.8% | + 0.3% |