Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands

Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.

Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Auglýsing

Háskóli Íslands og Reykja­vík­ur­borg hafa frá því síðla á síð­asta ári verið í sam­vinnu um að skapa heild­ar­sýn fyrir háskóla­svæðið og sam­þætt­ingu þess við fyr­ir­hug­aða Borg­ar­línu.

Skýrsla um þetta sam­vinnu­verk­efni var kynnt á fundi skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur­borgar í vik­unni og er þar sett fram mynd af háskóla­svæði fram­tíð­ar, þar sem öfl­ugar almenn­ings­sam­göngu­æðar hlykkja sig með­fram gömlum húsum og nýjum og um Suð­ur­götu, sem verður ekki lengur hrað­braut heldur borg­ar­gata með sér­rými fyrir almenn­ings­sam­göngur í miðju.

Í skýrsl­unni er stóra myndin til fram­tíðar dregin upp og teiknað upp hvar stöðvar fyrir Borg­ar­línu gætu ver­ið, en gert er ráð fyrir einni við Þjóð­minja­safn­ið, annarri á milli VR og Árna­garðs og þeirri þriðju á milli Vís­inda­garða HÍ og Nor­ræna húss­ins. Svo er einnig teiknað upp hvernig teng­ingar gætu verið yfir á heil­brigð­is­vís­inda­svið HÍ, í húsa­kynnum við Land­spít­al­ann.

Háskólasvæðið breytir allverulega um svip samkvæmt þeirri sýn sem sett er fram í skýrslunni.

Sæmund­ar­gata virð­ist heyra sög­unni til í þess­ari heild­ar­sýn til fram­tíð­ar, eða hið minnsta sá angi hennar sem liggur beint fyrir framan Aðal­bygg­ingu HÍ. Þar er teiknuð upp mynd af stækk­uðu friðlandi Vatns­mýrar og almenn­ings­garði með tjörnum og trjám inni í „skeif­unni“ fyrir framan Aðal­bygg­ing­una, eins og sjá má á skýr­ing­ar­mynd­inni hér að ofan.

Svona gæti Borgarlína fetað sig yfir að Landspítalanum, samkvæmt því sem dregið er upp í skýrslunni.

Byggt yfir bíl­ana

Athygli vekur að á þeim teikn­ingum sem settar eru fram í skýrsl­unni, sem unnin er af arki­tektum hjá JVST og Juur­link & Geluk, er lítið að sjá af bíla­stæðum á háskóla­svæð­inu og nándar nærri hver ein­asti reitur sem er í dag und­ir­lagður ókeypis bíla­stæðum er tek­inn undir þró­un­ar­reiti eða græn svæði.

Auglýsing

Í skýrsl­unni er sett fram sú fram­tíð­ar­sýn hvað varðar bíla á svæði Háskóla Íslands að bíla­stæða­húsum verði komið fyrir á lyk­il­stöðum í hverf­inu, í hæfi­legri göngu­fjar­lægð frá áfanga­stað.

Suð­ur­gatan úr hrað­braut í borg­ar­götu sem sam­einar háskóla­svæðið

Í skýrsl­unni segir að Suð­ur­gatan verði end­ur­gerð og breytt úr hrað­braut í borg­ar­götu. Gengið er út frá því að gatan fari úr því að vera með tvær akreinir í hvora átt yfir í að vera með eina akrein fyrir almenna umferð í hvora átt og svo sér­rými fyrir Borg­ar­línu fyrir miðju.

Skissur í skýrslunni sýna hvernig Suðurgatan gæti orðið, einhverntímann í framtíðinni.

„Breyttar for­sendur göt­unnar með auknu vægi grænna sam­gangna og minni áherslu á einka­bíl­inn kalla á sam­þættar lausnir umferð­ar, borg­ar­skipu­lags, gróð­urs, efn­is­með­ferðar á yfir­borði og hönn­un­ar­skil­mála húsa. Með til­komu Borg­ar­línu verður Suð­ur­gata mik­il­vægt hryggjar­stykki í heild­ar­skipu­lagi HÍ. Suð­ur­gata verður öruggt og aðlað­andi lyk­il­svæði á háskóla­svæð­inu sem stendur undir nafni sem fal­leg borg­argata,“ segir í skýrsl­unni.

Verði eins og best ger­ist erlendis

Í skýrsl­unni segir að metn­aður skipu­lags­til­lög­unnar sé að „skapa heil­steypt háskóla­svæði sem jafn­ast á við fremstu háskóla­garða erlend­is“ og að í stað „sam­ansafns stak­stæðra húsa umkringdum bíla­stæðum er lögð áhersla á að gera svæðið sjálf­bært, grænt og mann­vænt. Fólk og mann­líf verður í for­gang­i.“

Hélt því fram að þetta væri ekki stefna Háskóla Íslands

Þegar rætt var um málið á fundi skipu­lags- og sam­göngu­ráðs á mið­viku­dag­inn virð­ist hiti hafa hlaupið í umræð­urn­ar, ef marka má bókun Vig­dísar Hauks­dóttur borg­ar­full­trúa Mið­flokks­ins um mál­ið.

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins. Mynd: Bára Huld Beck

Hún full­yrti í bókun sinni að þessar hug­mynd­ir, sner­ust „ekk­ert um Háskóla Íslands heldur ein­ungis um stefnu meiri­hlut­ans í að þrengja að fjöl­skyldu­bílnum og koma hinni svoköll­uðu borg­ar­línu fyr­ir“ en hið rétta er raunar að þessi skýrsla er áfram­hald vinnu sem hefur staðið yfir árum saman á vegum Háskóla Íslands, um gagn­gera end­ur­hönnun háskóla­svæð­is­ins.

Skýrslu um umbreyt­ingu háskóla­svæð­is­ins frá 2019 má nálg­ast hér, en hún er unnin af sömu arki­tekta­stofum og gerðu skýrsl­una sem kynnt var fyrir borg­ar­full­trúum á mið­viku­dag.

Borg­ar­full­trú­inn Vig­dís lýsti sig sömu­leiðis ósátta við að fá ekki svör við því hversu mikið væri áætlað að fækka þeim 2.000 bíla­stæðum sem eru í dag á háskól­ans og gagn­rýndi einnig að það væri lagt upp með að breyta skipu­lagi akandi umferðar á Suð­ur­götu og Sæmund­ar­götu. Kall­aði þetta allt saman „dellu­stjórn­mál“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent