Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands

Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.

Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Auglýsing

Háskóli Íslands og Reykja­vík­ur­borg hafa frá því síðla á síð­asta ári verið í sam­vinnu um að skapa heild­ar­sýn fyrir háskóla­svæðið og sam­þætt­ingu þess við fyr­ir­hug­aða Borg­ar­línu.

Skýrsla um þetta sam­vinnu­verk­efni var kynnt á fundi skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur­borgar í vik­unni og er þar sett fram mynd af háskóla­svæði fram­tíð­ar, þar sem öfl­ugar almenn­ings­sam­göngu­æðar hlykkja sig með­fram gömlum húsum og nýjum og um Suð­ur­götu, sem verður ekki lengur hrað­braut heldur borg­ar­gata með sér­rými fyrir almenn­ings­sam­göngur í miðju.

Í skýrsl­unni er stóra myndin til fram­tíðar dregin upp og teiknað upp hvar stöðvar fyrir Borg­ar­línu gætu ver­ið, en gert er ráð fyrir einni við Þjóð­minja­safn­ið, annarri á milli VR og Árna­garðs og þeirri þriðju á milli Vís­inda­garða HÍ og Nor­ræna húss­ins. Svo er einnig teiknað upp hvernig teng­ingar gætu verið yfir á heil­brigð­is­vís­inda­svið HÍ, í húsa­kynnum við Land­spít­al­ann.

Háskólasvæðið breytir allverulega um svip samkvæmt þeirri sýn sem sett er fram í skýrslunni.

Sæmund­ar­gata virð­ist heyra sög­unni til í þess­ari heild­ar­sýn til fram­tíð­ar, eða hið minnsta sá angi hennar sem liggur beint fyrir framan Aðal­bygg­ingu HÍ. Þar er teiknuð upp mynd af stækk­uðu friðlandi Vatns­mýrar og almenn­ings­garði með tjörnum og trjám inni í „skeif­unni“ fyrir framan Aðal­bygg­ing­una, eins og sjá má á skýr­ing­ar­mynd­inni hér að ofan.

Svona gæti Borgarlína fetað sig yfir að Landspítalanum, samkvæmt því sem dregið er upp í skýrslunni.

Byggt yfir bíl­ana

Athygli vekur að á þeim teikn­ingum sem settar eru fram í skýrsl­unni, sem unnin er af arki­tektum hjá JVST og Juur­link & Geluk, er lítið að sjá af bíla­stæðum á háskóla­svæð­inu og nándar nærri hver ein­asti reitur sem er í dag und­ir­lagður ókeypis bíla­stæðum er tek­inn undir þró­un­ar­reiti eða græn svæði.

Auglýsing

Í skýrsl­unni er sett fram sú fram­tíð­ar­sýn hvað varðar bíla á svæði Háskóla Íslands að bíla­stæða­húsum verði komið fyrir á lyk­il­stöðum í hverf­inu, í hæfi­legri göngu­fjar­lægð frá áfanga­stað.

Suð­ur­gatan úr hrað­braut í borg­ar­götu sem sam­einar háskóla­svæðið

Í skýrsl­unni segir að Suð­ur­gatan verði end­ur­gerð og breytt úr hrað­braut í borg­ar­götu. Gengið er út frá því að gatan fari úr því að vera með tvær akreinir í hvora átt yfir í að vera með eina akrein fyrir almenna umferð í hvora átt og svo sér­rými fyrir Borg­ar­línu fyrir miðju.

Skissur í skýrslunni sýna hvernig Suðurgatan gæti orðið, einhverntímann í framtíðinni.

„Breyttar for­sendur göt­unnar með auknu vægi grænna sam­gangna og minni áherslu á einka­bíl­inn kalla á sam­þættar lausnir umferð­ar, borg­ar­skipu­lags, gróð­urs, efn­is­með­ferðar á yfir­borði og hönn­un­ar­skil­mála húsa. Með til­komu Borg­ar­línu verður Suð­ur­gata mik­il­vægt hryggjar­stykki í heild­ar­skipu­lagi HÍ. Suð­ur­gata verður öruggt og aðlað­andi lyk­il­svæði á háskóla­svæð­inu sem stendur undir nafni sem fal­leg borg­argata,“ segir í skýrsl­unni.

Verði eins og best ger­ist erlendis

Í skýrsl­unni segir að metn­aður skipu­lags­til­lög­unnar sé að „skapa heil­steypt háskóla­svæði sem jafn­ast á við fremstu háskóla­garða erlend­is“ og að í stað „sam­ansafns stak­stæðra húsa umkringdum bíla­stæðum er lögð áhersla á að gera svæðið sjálf­bært, grænt og mann­vænt. Fólk og mann­líf verður í for­gang­i.“

Hélt því fram að þetta væri ekki stefna Háskóla Íslands

Þegar rætt var um málið á fundi skipu­lags- og sam­göngu­ráðs á mið­viku­dag­inn virð­ist hiti hafa hlaupið í umræð­urn­ar, ef marka má bókun Vig­dísar Hauks­dóttur borg­ar­full­trúa Mið­flokks­ins um mál­ið.

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins. Mynd: Bára Huld Beck

Hún full­yrti í bókun sinni að þessar hug­mynd­ir, sner­ust „ekk­ert um Háskóla Íslands heldur ein­ungis um stefnu meiri­hlut­ans í að þrengja að fjöl­skyldu­bílnum og koma hinni svoköll­uðu borg­ar­línu fyr­ir“ en hið rétta er raunar að þessi skýrsla er áfram­hald vinnu sem hefur staðið yfir árum saman á vegum Háskóla Íslands, um gagn­gera end­ur­hönnun háskóla­svæð­is­ins.

Skýrslu um umbreyt­ingu háskóla­svæð­is­ins frá 2019 má nálg­ast hér, en hún er unnin af sömu arki­tekta­stofum og gerðu skýrsl­una sem kynnt var fyrir borg­ar­full­trúum á mið­viku­dag.

Borg­ar­full­trú­inn Vig­dís lýsti sig sömu­leiðis ósátta við að fá ekki svör við því hversu mikið væri áætlað að fækka þeim 2.000 bíla­stæðum sem eru í dag á háskól­ans og gagn­rýndi einnig að það væri lagt upp með að breyta skipu­lagi akandi umferðar á Suð­ur­götu og Sæmund­ar­götu. Kall­aði þetta allt saman „dellu­stjórn­mál“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent