Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands

Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.

Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Auglýsing

Háskóli Íslands og Reykja­vík­ur­borg hafa frá því síðla á síð­asta ári verið í sam­vinnu um að skapa heild­ar­sýn fyrir háskóla­svæðið og sam­þætt­ingu þess við fyr­ir­hug­aða Borg­ar­línu.

Skýrsla um þetta sam­vinnu­verk­efni var kynnt á fundi skipu­lags- og sam­göngu­ráðs Reykja­vík­ur­borgar í vik­unni og er þar sett fram mynd af háskóla­svæði fram­tíð­ar, þar sem öfl­ugar almenn­ings­sam­göngu­æðar hlykkja sig með­fram gömlum húsum og nýjum og um Suð­ur­götu, sem verður ekki lengur hrað­braut heldur borg­ar­gata með sér­rými fyrir almenn­ings­sam­göngur í miðju.

Í skýrsl­unni er stóra myndin til fram­tíðar dregin upp og teiknað upp hvar stöðvar fyrir Borg­ar­línu gætu ver­ið, en gert er ráð fyrir einni við Þjóð­minja­safn­ið, annarri á milli VR og Árna­garðs og þeirri þriðju á milli Vís­inda­garða HÍ og Nor­ræna húss­ins. Svo er einnig teiknað upp hvernig teng­ingar gætu verið yfir á heil­brigð­is­vís­inda­svið HÍ, í húsa­kynnum við Land­spít­al­ann.

Háskólasvæðið breytir allverulega um svip samkvæmt þeirri sýn sem sett er fram í skýrslunni.

Sæmund­ar­gata virð­ist heyra sög­unni til í þess­ari heild­ar­sýn til fram­tíð­ar, eða hið minnsta sá angi hennar sem liggur beint fyrir framan Aðal­bygg­ingu HÍ. Þar er teiknuð upp mynd af stækk­uðu friðlandi Vatns­mýrar og almenn­ings­garði með tjörnum og trjám inni í „skeif­unni“ fyrir framan Aðal­bygg­ing­una, eins og sjá má á skýr­ing­ar­mynd­inni hér að ofan.

Svona gæti Borgarlína fetað sig yfir að Landspítalanum, samkvæmt því sem dregið er upp í skýrslunni.

Byggt yfir bíl­ana

Athygli vekur að á þeim teikn­ingum sem settar eru fram í skýrsl­unni, sem unnin er af arki­tektum hjá JVST og Juur­link & Geluk, er lítið að sjá af bíla­stæðum á háskóla­svæð­inu og nándar nærri hver ein­asti reitur sem er í dag und­ir­lagður ókeypis bíla­stæðum er tek­inn undir þró­un­ar­reiti eða græn svæði.

Auglýsing

Í skýrsl­unni er sett fram sú fram­tíð­ar­sýn hvað varðar bíla á svæði Háskóla Íslands að bíla­stæða­húsum verði komið fyrir á lyk­il­stöðum í hverf­inu, í hæfi­legri göngu­fjar­lægð frá áfanga­stað.

Suð­ur­gatan úr hrað­braut í borg­ar­götu sem sam­einar háskóla­svæðið

Í skýrsl­unni segir að Suð­ur­gatan verði end­ur­gerð og breytt úr hrað­braut í borg­ar­götu. Gengið er út frá því að gatan fari úr því að vera með tvær akreinir í hvora átt yfir í að vera með eina akrein fyrir almenna umferð í hvora átt og svo sér­rými fyrir Borg­ar­línu fyrir miðju.

Skissur í skýrslunni sýna hvernig Suðurgatan gæti orðið, einhverntímann í framtíðinni.

„Breyttar for­sendur göt­unnar með auknu vægi grænna sam­gangna og minni áherslu á einka­bíl­inn kalla á sam­þættar lausnir umferð­ar, borg­ar­skipu­lags, gróð­urs, efn­is­með­ferðar á yfir­borði og hönn­un­ar­skil­mála húsa. Með til­komu Borg­ar­línu verður Suð­ur­gata mik­il­vægt hryggjar­stykki í heild­ar­skipu­lagi HÍ. Suð­ur­gata verður öruggt og aðlað­andi lyk­il­svæði á háskóla­svæð­inu sem stendur undir nafni sem fal­leg borg­argata,“ segir í skýrsl­unni.

Verði eins og best ger­ist erlendis

Í skýrsl­unni segir að metn­aður skipu­lags­til­lög­unnar sé að „skapa heil­steypt háskóla­svæði sem jafn­ast á við fremstu háskóla­garða erlend­is“ og að í stað „sam­ansafns stak­stæðra húsa umkringdum bíla­stæðum er lögð áhersla á að gera svæðið sjálf­bært, grænt og mann­vænt. Fólk og mann­líf verður í for­gang­i.“

Hélt því fram að þetta væri ekki stefna Háskóla Íslands

Þegar rætt var um málið á fundi skipu­lags- og sam­göngu­ráðs á mið­viku­dag­inn virð­ist hiti hafa hlaupið í umræð­urn­ar, ef marka má bókun Vig­dísar Hauks­dóttur borg­ar­full­trúa Mið­flokks­ins um mál­ið.

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins. Mynd: Bára Huld Beck

Hún full­yrti í bókun sinni að þessar hug­mynd­ir, sner­ust „ekk­ert um Háskóla Íslands heldur ein­ungis um stefnu meiri­hlut­ans í að þrengja að fjöl­skyldu­bílnum og koma hinni svoköll­uðu borg­ar­línu fyr­ir“ en hið rétta er raunar að þessi skýrsla er áfram­hald vinnu sem hefur staðið yfir árum saman á vegum Háskóla Íslands, um gagn­gera end­ur­hönnun háskóla­svæð­is­ins.

Skýrslu um umbreyt­ingu háskóla­svæð­is­ins frá 2019 má nálg­ast hér, en hún er unnin af sömu arki­tekta­stofum og gerðu skýrsl­una sem kynnt var fyrir borg­ar­full­trúum á mið­viku­dag.

Borg­ar­full­trú­inn Vig­dís lýsti sig sömu­leiðis ósátta við að fá ekki svör við því hversu mikið væri áætlað að fækka þeim 2.000 bíla­stæðum sem eru í dag á háskól­ans og gagn­rýndi einnig að það væri lagt upp með að breyta skipu­lagi akandi umferðar á Suð­ur­götu og Sæmund­ar­götu. Kall­aði þetta allt saman „dellu­stjórn­mál“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent