Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni

Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.

Fjárfestir í kastinu
Auglýsing

Úrvals­vísi­tala Kaup­hall­ar­innar lækk­aði um eitt og hálft pró­sent í dag í kjöl­far frétta af nýju smit­andi afbrigði af kór­ónu­veirunni. Mesta lækk­unin á aðal­mark­aði var hjá Icelanda­ir, en virði bréfa í Play minnk­aði einnig tölu­vert á First North mark­aðn­um.

Lækkun á heims­vísu

Líkt og greint er frá í frétt Fin­ancial Times hefur verð á hluta­bréfum lækkað á heims­vísu í dag, en S&P 500 hluta­bréfa­vísi­talan í Banda­ríkj­unum lækk­aði um 1,4 pró­sent í fyrstu við­skipt­um. Sam­kvæmt miðl­inum má rekja lækk­un­ina til frétta af nýju afbrigði kór­ónu­veirunnar sem greind­ist fyrst í Botswana og veldur mik­illi aukn­ingu í Suð­ur­-Afr­íku.

Lækk­unin var enn meiri á evr­ópskum hluta­bréfa­mörk­uð­um, en hluta­bréfa­vísi­talan Stoxx 600 hafði lækkað um 2,8 pró­sent yfir dag­inn um síð­deg­ið. Franska CAC 40 vísi­talan lækk­aði svo um 3,9 pró­sent, á meðan þýska Dax vísi­talan lækk­aði um 3,1 pró­sent.

Auglýsing

Lækk­unin var ein­stak­lega mikil á meðal félaga tengd flug­geir­an­um, en hún nam 10 pró­sentum hjá þýska flug­fé­lag­inu Luft­hansa og flug­véla­fram­leið­and­anum Air­bus. Aftur á móti hækk­aði hluta­bréf lyfja­fyr­ir­tækja tölu­vert, en virði bólu­efna­fram­leið­and­ans Moderna er nú 16 pró­sentum hærra en það var í gær. Sömu­leiðis hækk­aði hluta­bréfa­verð Pfizer um 6 pró­sent.

Svipuð lækkun hjá Play og Icelandair

Hér­lendis var lækk­unin líka mest á meðal flug­fé­laga, en skömmu eftir að frétt­irnar bár­ust fór hluta­bréfa­verð Icelandair niður um 11 pró­sent. Þegar mark­aðir lok­uðu síð­degis í dag hafði verðið hins vegar hækkað nokkuð aft­ur, en heild­ar­lækkun á virði bréf­anna yfir dag­inn nam 4,73 pró­sent­um. Alls nam heild­ar­virði við­skipt­anna með bréf í félag­inu 419 millj­ónum króna.

Lækk­unin var svipuð hjá Play á First North mark­aðn­um, en hluta­bréf í flug­fé­lag­inu eru nú 4,42 pró­sentum ódýr­ari en þau voru við lokun mark­aða í gær. Heild­ar­virði við­skipta með bréfum félags­ins nam 48 millj­ónum króna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent