Fölsuð vegabréf góð söluvara

rsz_h_52217179.jpg
Auglýsing

Flótta­fólk frá Sýr­landi mætir meiri skiln­ingi í Evr­ópu og á auð­veld­ara með að fá land­vist­ar­leyfi en flótta­fólk frá öðrum lönd­um. Þess vegna sækj­ast margir aðrir en Sýr­lend­ingar eftir „heima­til­bún­um“ sýr­lenskum vega­bréfum sem selj­ast eins og heitar lumm­ur.

Það er eins konar lög­mál að þar sem eft­ir­spurn er til staðar eru alltaf ein­hverjir sem koma auga á hagn­að­ar­von­ina og nýta sér aðstæð­urnar til að afla tekna. Það kemur þess vegna ekki á óvart að hug­vits­samir menn hafi snúið sér að vega­bréfa­fram­leiðslu. Með nútíma tækni þegar hægt er að gera eft­ir­lík­ingar af nán­ast hverju sem er verður flinku og áhuga­sömu fólki ekki skota­skuld úr slíku. Og eft­ir­spurnin er mikil þegar hund­ruð þús­unda flýja heima­lönd sín í von um betra líf. Fölsuð vega­bréf hafa verið í umferð víða um heim ára­tugum saman en kannski aldrei í sama mæli og nú.

Auglýsing

Hægð­ar­leikur ef þú getur borgað

Eftir því sem næst verður kom­ist er vega­bréfa­fram­leiðslan nú um stundir lang­mest í Tyrk­landi, einkum í Ist­an­búl. Blaða­maður danska dag­blaðs­ins Berl­ingske var nýlega þar á ferð og komst að því að það er hægð­ar­leikur að verða sér úti um vega­bréf. Hann hitti þar nokkra „fram­leið­end­ur“ sem sögð­ust ekki anna eft­ir­spurn­inni. Allir sem vilja kaupa biðja um sýr­lenskt vega­bréf. Ástæðan er sú að með því að veifa sýr­lenskum passa er leiðin áfram til Evr­ópu greið­ari en fyrir flótta­fólk frá flestum öðrum lönd­um.



Blaða­maður Berl­inske átti langt sam­tal við Ahmed, sýr­lenskan mann sem býr í Ist­an­búl og fram­leiðir og selur fölsuð vega­bréf í stórum stíl.



Ahmed sagð­ist hafa aðstoðað rúm­lega tvö þús­und manns við að kom­ast frá Tyrk­landi og áfram norður eftir Evr­ópu. Að sögn hans eru aðeins tutt­ugu pró­sent þeirra sem segj­ast vera Sýr­lend­ingar að segja satt, hinir eru frá ríkjum í Norð­ur­-Afr­íku, Tsjetsjen­íu, Afganistan, Alban­íu, Írak og fleiri lönd­um. Annar vega­bréfa­fram­leið­andi taldi að Sýr­lend­ing­arnir væru nær fjöru­tíu pró­sent­um. Algengt verð fyrir nýtt „sýr­lenskt“ vega­bréf sam­svarar um það bil 150 þús­und íslenskum krón­um. Þarna er þó ekki öll sagan sögð því þeir sem vilja kom­ast norður á bóg­inn þurfa að borga fyr­ir­greiðslu­mönnum stór­fé. Hluti þess rennur til lög­reglu­þjóna, starfs­fólks við landamæra­vörslu og fleiri slíkra, sem í stað­inn snúa blinda aug­anu að því sem fram fer. Þiggja með öðrum orðum mút­ur. Þeir sem eiga næga pen­inga geta líka keypt frönsk, þýsk, kanadísk eða banda­rísk vega­bréf. Þau eru allt að tífalt dýr­ari en þau sýrlensku enda gera þau alla hluti auð­veld­ari að sögn.

Eng­inn veit fjöld­ann

Vegna allrar þeirrar ringul­reiðar sem skap­ast hefur af völdum flótta­manna­straums­ins und­an­farið er hægt að full­yrða að evr­ópsk lög­regla og landamæra­verðir hafi ekki átt þess nokkurn kost að skoða, nema að mjög tak­mörk­uðu leyti, vega­bréf þess mikla fjölda sem um landa­mærin hafa far­ið.  Eng­inn veit því með vissu hve margir þeir eru sem lagt hafa land undir fót (margir í bók­staf­legri merk­ingu) síð­ustu vikur og mán­uði og enn síður hvort allt það fólk er raun­veru­lega það sem vega­bréfið seg­ir.

Tækja­bún­að­ur­inn iðu­lega stol­inn

Tyrk­neskur blaða­maður sem býr og starfar í Ist­an­búl dul­bjó sig sem sýr­lenskan flótta­mann og fór svo á stúf­ana í þeim til­gangi að verða sér úti um finnskt vega­bréf. Það reynd­ist ekki erfitt og eftir tvo daga var hann kom­inn með finnska vega­bréfið í hend­ur. Blaða­mann­inum tókst enn­fremur að kom­ast í kynni við íranskan mann sem vann við að útbúa vega­bréf. Og hjá þessum Írana sá blaða­mað­ur­inn tækin sem notuð eru við að útbúa vega­bréf­in. Íran­inn sagði honum að sum þeirra væru stolin en önnur hefðu hag­leiks­menn smíð­að. Hann sagði blaða­mann­inum jafn­framt að ef hann hefði lög­lega útgefið vega­bréf (masterpas) til að vinna eftir yrðu eft­ir­lík­ing­arnar nákvæm­leg eins. Blaða­mann­inum tókst hins­vegar ekki að kom­ast að því hverjir stæðu á bak við fram­leiðsl­una og hirða gróð­ann. Sem að mati blaða­manns­ins er gríð­ar­leg­ur. Frá­sögn blaða­manns­ins birt­ist í tyrk­nesku dag­blaði og vakti mikla athygli en lög­reglan aðhafð­ist fátt. Fram­kvæmdi, að sögn blaða­manns­ins, ein­hverja mála­mynda­rann­sókn sem engu skil­aði og sagði mál­inu lokið án nið­ur­stöðu.

Dönsk vega­bréf góð sölu­vara

En það er víðar en í Ist­an­búl sem mark­aður með fölsuð, eða stol­in, vega­bréf blómstr­ar. Skrif­ari þessa pistils las fyrir nokkru í Jót­land­s­póst­inum langa umfjöllun um vega­bréfa­fals­an­ir. Þar kom fram að árlega hverfa þús­undir danskra vega­bréfa, sem eng­inn veit hvar lenda. Sumum er stolið, önnur týn­ast og enn önnur kannski seld. Dönsk vega­bréf eru nefni­lega góð sölu­vara og engin leið fyrir lög­reglu að kom­ast að því hvort sá sem til­kynnir horfið vega­bréf hafi tapað því eða jafn­vel selt það. Fyrir nokkrum árum fann danska lög­reglan (eftir ábend­ingu) það sem yfir­maður í lög­regl­unni kall­aði vega­bréfa­verk­smiðju. Þar voru hund­ruð vega­bréfa sem lög­reglan taldi aug­ljóst að til stæði að selja. Þau voru að sögn svo vel gerð að nær engin leið var að sjá að þau væru ekki ekta. Skömmu síðar komst lög­reglan á snoðir um aðra „verk­smiðju“, þar voru búin til öku­skír­teini.    

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None