Ágúst Bjarni Garðarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann hóf störf í dag, samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu.
Ágúst Bjarni er formaður Sambands ungra framsóknarmanna, en hann tók við því embætti í febrúar síðastliðnum. Hann leiddi lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði í síðustu sveitarstjórnarkosningum og er oddviti flokksins þar. Hann er stjórnmálafræðingur og lýkur meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík í júní. Ágúst Bjarni var ráðinn til utanríkisráðuneytsins tímabundið í mars síðastliðnum.
Ágúst Bjarni kemur til starfa í stað Helgu Sigurrósar Valgeirsdóttur sem lét nýlega af störfum í ráðuneytinu og hóf störf í Arion banka.