Samninganefndir Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu hittast á fundi fimmtudaginn 30. september, til þess að ræða um framhald lífskjarasamningsins. Forsendunefnd ASÍ og SA telur forsendur samningsins brostnar er kemur að þeim málum sem stjórnvöld hétu að beita sér fyrir er samningarnir voru undirritaður.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir við Kjarnann að hann hafi verið á fundi með samninganefnd ASÍ í dag, þar sem þessi niðurstaða hafi verið formlega tilkynnt.
Hann segir að ríkisstjórnin fari nú með það veganesti inn í kosningar að mögulega séu samningar á almennum vinnumarkaði í uppnámi og segir það ekki standast að ráðherrar kenni hægagangi í þinginu um að ákveðin mál hafi ekki verið kláruð.
„Verðtryggingarmálin, því var bara haldið inni í fjármálaráðuneytinu mánuðum saman,“ segir Ragnar Þór og nefnir að auki húsaleigulög, starfskjaralög og lífeyrismál.
Hann býst við því að brátt muni verða gerð ítarlegri grein fyrir því hvað ASÍ telur nákvæmlega standa út af hvað efndir stjórnvalda varðar.
Flest aðildarfélög ASÍ muni vilja verja samninginn
Spurður um framhaldið segir Ragnar Þór að nú þurfi samninganefndir ASÍ og SA að hittast til þess að fara yfir stöðuna og það verði gert 30. september, sem áður segir, eða einungis fimm dögum eftir að kosið verður til Alþingis.
„Við munum að sjálfsögðu reyna að verja samningana og ég held að flest aðildarfélög ASÍ muni verja samninginn eins og kostur er,“ segir formaður VR.
Lífskjarasamningarnir eiga að vera í gildi á almennum vinnumarkaði þar til í október árið 2022, en Ragnar segir að þeir gætu losnað um næstu mánaðarmót ef annar aðilinn við samningaborðið tekur ákvörðun um að segja þeim upp.
„Það er ekki draumastaðan til að lenda í svona eftir COVID, að fá allt upp í loft á almennum vinnumarkaði,“ segir Ragnar Þór.
Þá liggur það formlega fyrir að forsendur kjarasamninga eru brostnar. Forsendunefnd ASÍ og SA hafa komist að þeirri...
Posted by Ragnar Þór Ingólfsson on Monday, September 20, 2021