Forseti ASÍ segir Sigmund Davíð á flótta undan veruleikanum

A121425-1.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, sat fyrir svörum í sjón­varps­frétta­tíma RÚV í gær­kvöldi, vegna mót­mæla gegn rík­is­stjórn­inni sem þá fóru fram á Aust­ur­velli.

Aðspurður um kjara­deilu lækna og rík­is­ins og hvort til greina komi að setja lög á verk­fall lækna, svar­aði for­sæt­is­ráð­herra: "Það hefur ekk­ert verið rætt, sú hug­mynd hefur ekki einu sinni komið upp. En vegna þess að þetta teng­ist að sjálf­sögðu allt, og kjör fólks hald­ast í hendur á þann hátt að ef menn fara of bratt í hlut­ina þá tekur verð­bólgan allt til baka, þá væri mjög gagn­legt að heyra til dæmis afstöðu ASÍ til þess hvort að menn telji þar rétt­læt­an­legt að ráð­ast í meiri launa­hækk­anir hjá læknum til þess að verja heil­brigð­is­kerf­ið, heldur en hægt er í fyrsta áfanga að ráð­ast í ann­ars stað­ar."

For­sæt­is­ráð­herra sem kemur sífellt á óvartGylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) furðar sig á ummælum for­sæt­is­ráð­herra og bendir á að ríkið hafi nýverið hrundið af stað vænt­ingum um umtals­verðar kjara­bætur á vinnu­mark­aði með samn­ingum rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga við kenn­ara. "Maður ætti auð­vitað að hætta að láta sér bregða við ummæli for­sæt­is­ráð­herra, en það er nú samt þannig að hann kemur manni alltaf sífellt meira á óvart. Við gerðum okkar kjara­samn­inga fyrir tæpu ári síð­an, um 2,8 pró­senta launa­hækk­un, sam­hliða sam­komu­lagi við stjórn­völd um að halda aftur af ýmsum stærðum efna­hags­mála. Nú fór það síðan þannig að þegar við vorum búin að semja fyrir alla stærstu hópanna, það er lægst­laun­uð­ustu hópanna innan vébanda BSRB og ASÍ, ákvað ríkið að semja við kenn­ara um þrjá­tíu pró­senta launa­hækk­un."

Fleiri munu sækja sér umtals­verðar kjara­bæturGylfi vill ekki kveða úr um hvort launa­kröfur lækna séu rétt­mæt­ar, en ljóst sé að fleiri en læknar muni sækj­ast eftir kjara­bótum á borð við þær sem kenn­ar­ar ­fengu í gegn. "Með því að leita eftir afstöðu okkar til kjara­deilu lækna er Sig­mundur Davíð bara að reyna að koma sér undan sinni ábyrgð á því að hafa sett þróun kjara­mála í þennan far­veg. Mér finnst ekk­ert órétt­mætt að aðrir muni sækja eftir sam­bæri­legum kjara­bót­um, enda ekk­ert hægt að segja að sumir hafa rétt­mætar vænt­ingar til þrjá­tíu pró­senta lífs­kjara­bóta en aðrir ekki," segir Gylfi í sam­tali við Kjarn­ann.

"Hann (Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son) er bara á flótta undan veru­leik­an­um. Hann getur ekki flúið sína eigin stefnu­mörkun og ákvarð­anir með því að vísa til Alþýðu­sam­bands­ins. Hann verður bara að sitja uppi með það að rík­is­stjórnin hans sam­þykkti þennan far­veg við kenn­ara og það er sá far­vegur sem kjara­mál allra lands­manna eru í í dag. Við töldum aðra leið far­sælli, en það hefur ekki náðst sam­staða um hana og rík­is­stjórnin sá ekki ástæðu til að fylgja henni eft­ir. Þar situr ábyrgð­in."

Auglýsing

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None