Forseti ASÍ segir Sigmund Davíð á flótta undan veruleikanum

A121425-1.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, sat fyrir svörum í sjón­varps­frétta­tíma RÚV í gær­kvöldi, vegna mót­mæla gegn rík­is­stjórn­inni sem þá fóru fram á Aust­ur­velli.

Aðspurður um kjara­deilu lækna og rík­is­ins og hvort til greina komi að setja lög á verk­fall lækna, svar­aði for­sæt­is­ráð­herra: "Það hefur ekk­ert verið rætt, sú hug­mynd hefur ekki einu sinni komið upp. En vegna þess að þetta teng­ist að sjálf­sögðu allt, og kjör fólks hald­ast í hendur á þann hátt að ef menn fara of bratt í hlut­ina þá tekur verð­bólgan allt til baka, þá væri mjög gagn­legt að heyra til dæmis afstöðu ASÍ til þess hvort að menn telji þar rétt­læt­an­legt að ráð­ast í meiri launa­hækk­anir hjá læknum til þess að verja heil­brigð­is­kerf­ið, heldur en hægt er í fyrsta áfanga að ráð­ast í ann­ars stað­ar."

For­sæt­is­ráð­herra sem kemur sífellt á óvartGylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) furðar sig á ummælum for­sæt­is­ráð­herra og bendir á að ríkið hafi nýverið hrundið af stað vænt­ingum um umtals­verðar kjara­bætur á vinnu­mark­aði með samn­ingum rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga við kenn­ara. "Maður ætti auð­vitað að hætta að láta sér bregða við ummæli for­sæt­is­ráð­herra, en það er nú samt þannig að hann kemur manni alltaf sífellt meira á óvart. Við gerðum okkar kjara­samn­inga fyrir tæpu ári síð­an, um 2,8 pró­senta launa­hækk­un, sam­hliða sam­komu­lagi við stjórn­völd um að halda aftur af ýmsum stærðum efna­hags­mála. Nú fór það síðan þannig að þegar við vorum búin að semja fyrir alla stærstu hópanna, það er lægst­laun­uð­ustu hópanna innan vébanda BSRB og ASÍ, ákvað ríkið að semja við kenn­ara um þrjá­tíu pró­senta launa­hækk­un."

Fleiri munu sækja sér umtals­verðar kjara­bæturGylfi vill ekki kveða úr um hvort launa­kröfur lækna séu rétt­mæt­ar, en ljóst sé að fleiri en læknar muni sækj­ast eftir kjara­bótum á borð við þær sem kenn­ar­ar ­fengu í gegn. "Með því að leita eftir afstöðu okkar til kjara­deilu lækna er Sig­mundur Davíð bara að reyna að koma sér undan sinni ábyrgð á því að hafa sett þróun kjara­mála í þennan far­veg. Mér finnst ekk­ert órétt­mætt að aðrir muni sækja eftir sam­bæri­legum kjara­bót­um, enda ekk­ert hægt að segja að sumir hafa rétt­mætar vænt­ingar til þrjá­tíu pró­senta lífs­kjara­bóta en aðrir ekki," segir Gylfi í sam­tali við Kjarn­ann.

"Hann (Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son) er bara á flótta undan veru­leik­an­um. Hann getur ekki flúið sína eigin stefnu­mörkun og ákvarð­anir með því að vísa til Alþýðu­sam­bands­ins. Hann verður bara að sitja uppi með það að rík­is­stjórnin hans sam­þykkti þennan far­veg við kenn­ara og það er sá far­vegur sem kjara­mál allra lands­manna eru í í dag. Við töldum aðra leið far­sælli, en það hefur ekki náðst sam­staða um hana og rík­is­stjórnin sá ekki ástæðu til að fylgja henni eft­ir. Þar situr ábyrgð­in."

Auglýsing

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None