Forseti ASÍ segir Sigmund Davíð á flótta undan veruleikanum

A121425-1.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, sat fyrir svörum í sjón­varps­frétta­tíma RÚV í gær­kvöldi, vegna mót­mæla gegn rík­is­stjórn­inni sem þá fóru fram á Aust­ur­velli.

Aðspurður um kjara­deilu lækna og rík­is­ins og hvort til greina komi að setja lög á verk­fall lækna, svar­aði for­sæt­is­ráð­herra: "Það hefur ekk­ert verið rætt, sú hug­mynd hefur ekki einu sinni komið upp. En vegna þess að þetta teng­ist að sjálf­sögðu allt, og kjör fólks hald­ast í hendur á þann hátt að ef menn fara of bratt í hlut­ina þá tekur verð­bólgan allt til baka, þá væri mjög gagn­legt að heyra til dæmis afstöðu ASÍ til þess hvort að menn telji þar rétt­læt­an­legt að ráð­ast í meiri launa­hækk­anir hjá læknum til þess að verja heil­brigð­is­kerf­ið, heldur en hægt er í fyrsta áfanga að ráð­ast í ann­ars stað­ar."

For­sæt­is­ráð­herra sem kemur sífellt á óvartGylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) furðar sig á ummælum for­sæt­is­ráð­herra og bendir á að ríkið hafi nýverið hrundið af stað vænt­ingum um umtals­verðar kjara­bætur á vinnu­mark­aði með samn­ingum rík­is­ins og sveit­ar­fé­laga við kenn­ara. "Maður ætti auð­vitað að hætta að láta sér bregða við ummæli for­sæt­is­ráð­herra, en það er nú samt þannig að hann kemur manni alltaf sífellt meira á óvart. Við gerðum okkar kjara­samn­inga fyrir tæpu ári síð­an, um 2,8 pró­senta launa­hækk­un, sam­hliða sam­komu­lagi við stjórn­völd um að halda aftur af ýmsum stærðum efna­hags­mála. Nú fór það síðan þannig að þegar við vorum búin að semja fyrir alla stærstu hópanna, það er lægst­laun­uð­ustu hópanna innan vébanda BSRB og ASÍ, ákvað ríkið að semja við kenn­ara um þrjá­tíu pró­senta launa­hækk­un."

Fleiri munu sækja sér umtals­verðar kjara­bæturGylfi vill ekki kveða úr um hvort launa­kröfur lækna séu rétt­mæt­ar, en ljóst sé að fleiri en læknar muni sækj­ast eftir kjara­bótum á borð við þær sem kenn­ar­ar ­fengu í gegn. "Með því að leita eftir afstöðu okkar til kjara­deilu lækna er Sig­mundur Davíð bara að reyna að koma sér undan sinni ábyrgð á því að hafa sett þróun kjara­mála í þennan far­veg. Mér finnst ekk­ert órétt­mætt að aðrir muni sækja eftir sam­bæri­legum kjara­bót­um, enda ekk­ert hægt að segja að sumir hafa rétt­mætar vænt­ingar til þrjá­tíu pró­senta lífs­kjara­bóta en aðrir ekki," segir Gylfi í sam­tali við Kjarn­ann.

"Hann (Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son) er bara á flótta undan veru­leik­an­um. Hann getur ekki flúið sína eigin stefnu­mörkun og ákvarð­anir með því að vísa til Alþýðu­sam­bands­ins. Hann verður bara að sitja uppi með það að rík­is­stjórnin hans sam­þykkti þennan far­veg við kenn­ara og það er sá far­vegur sem kjara­mál allra lands­manna eru í í dag. Við töldum aðra leið far­sælli, en það hefur ekki náðst sam­staða um hana og rík­is­stjórnin sá ekki ástæðu til að fylgja henni eft­ir. Þar situr ábyrgð­in."

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None