Nemendafélög MR mótmæla styttingu framhaldsskólanáms

Reykjavik-Menntaskoli.jpg
Auglýsing

Stjórnir nem­enda­fé­laga Mennta­skól­ans í Reykja­vík, það er Skóla­fé­lags­ins og Fram­tíð­ar­inn­ar, hafa sent Ill­uga Gunn­ars­syni, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, opið bréf þar sem áformum hans um stytt­ingu náms í fram­halds­skólum er mót­mælt. Bréfið hefur sömu­leiðis verið sent til nefnd­ar­manna og mennta­mála­nefndar Alþing­is. Bréfið má lesa hér að neð­an.

Opið bréf til mennta­mála­ráð­herraEitt helsta bar­áttu­mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, er að stytta náms­tíma í fram­halds­skólum úr fjórum árum í þrjú. Við und­ir­rituð mót­mælum þessum hug­myndum og bendum á nokkra ókosti þess að breyta íslensku mennta­kerfi með þessum hætti. Mark­mið ráð­herr­ans er að árið 2018 verði hlut­fall þeirra sem útskrif­ast á til­settum tíma, fjórum árum, 60% sam­an­borið við 44% nú. Þetta kemur fram í Hvít­bók um umbætur í mennta­mál­um. Í sömu bók kemur hins vegar einnig fram að rétt tæp 77% þeirra sem inn­rit­uð­ust á stúd­ents­brautir árið 2007 höfðu útskrif­ast sex árum seinna. Með­al­náms­tími þessa hóps var 4,1 ár. Þess má geta að tæp 60% þeirra sem skráðu sig í fram­halds­skóla árið 2007 skráðu sig á stúd­ents­braut­ir. Það er því ljóst að sé horft til stúd­ents­brauta næst mark­mið ráð­herra um að 60% nem­enda útskrif­ist á til­settum tíma og rúm­lega það.

Ekki verður séð hvernig stytt­ing­ar­á­form ráð­herra eigi fram að ganga án þess að auka álag og skerða und­ir­bún­ing fram­halds­skóla­nema fyrir háskóla­nám. Ef kenna á fjög­urra ára náms­efni á þremur árum hefur það í för með sér stór­aukið álag á nem­endur en það er nú þegar umtals­vert. Álag í námi hefur t.d. verið nefnt sem ein aðal­á­stæða brott­hvarfs úr fram­halds­skól­um. Það er mikil þver­sögn hjá ráð­herra að ætla sér að auka álag á nem­endur og minnka brott­hvarf, sem vissu­lega er stórt vanda­mál, á sama tíma. Aukið námsá­lag leiðir til þess að nem­endur hafa minni tíma til að sinna öðrum þáttum s.s. tón­list­ar­námi, íþróttum og félags­lífi, en þessir þættir eru mjög mik­il­vægir í lífi fram­halds­skóla­nema. Sam­kvæmt áður­nefndri Hvít­bók var atvinnu­þátt­taka ungs fólks á aldr­inum 18-24 ára rétt rúm 70% á fyrsta árs­fjórð­ungi árs­ins 2013. Því er ljóst að hátt hlut­fall nem­enda vinnur með námi en aukið álag kemur sér sér­stak­lega illa fyrir þá ein­stak­linga.

Sé ætl­unin ekki að dreifa nám­inu yfir þrjú ár í stað fjög­urra heldur stytta nám nem­enda sem nemur einu ári er ljóst að nem­endur munu koma verr und­ir­búnir í háskóla en áður. Það getur varla verið mark­mið ráð­herra, eða hvað? Háskólar á Íslandi eru þegar farnir að bregð­ast við þessum nýju aðstæðum með því að leggja fyrir inn­töku­próf, t.d. í hag­fræði og lög­fræði.

Auglýsing

"Þeir sem standa sig vel í námi eru þar látnir bíða eftir þeim sem ekki eiga eins auð­velt með að læra. Við teljum að auð­velt sé að auka sveigj­an­leika í grunn­skóla­kerf­inu og búa svo um hnút­ana að hægt verði að útskrif­ast á níu eða jafn­vel átta árum í stað tíu. Er ekki eðli­legra að meta nem­endur út frá náms­getu og þroska í stað aldurs?"

Stytt­ing heild­ar­náms­tíma til stúd­ents­prófs er í sjálfu sér ekki slæm hug­mynd. Stað­reyndin er sú að skv. núver­andi kerfi eru íslensk ung­menni að jafn­aði um 14 ár að útskrif­ast með stúd­ents­próf en í flestum þeim lönd­um, sem við viljum bera okkur sam­an, við er þessi tími 13 ár. Stytt­ing fram­halds­skól­ans er hins vegar ekki rétta leiðin til að ná sam­an­burð­ar­löndum okkar hvað náms­tíma varð­ar. Nán­ast ekk­ert hefur verið rætt um stytt­ingu grunn­skól­ans. Eins og staðan er nú eru allir skyld­aðir til að vera tíu ár í grunn­skóla. Þeir sem standa sig vel í námi eru þar látnir bíða eftir þeim sem ekki eiga eins auð­velt með að læra. Við teljum að auð­velt sé að auka sveigj­an­leika í grunn­skóla­kerf­inu og búa svo um hnút­ana að hægt verði að útskrif­ast á níu eða jafn­vel átta árum í stað tíu. Er ekki eðli­legra að meta nem­endur út frá náms­getu og þroska í stað ald­urs? Tíu ára grunn­skóla­nám á að standa þeim til boða sem það þurfa, en jafn­framt á að koma til móts við þá sem geta lokið því fyrr. Þannig yrði dregið úr lík­unum á upp­söfn­uðum náms­leiða og spornað við brott­hvarfi.

Með því að stytta alla fram­halds­skóla er val­frelsi nem­enda veru­lega skert. Í núver­andi kerfi hafa nem­endur val og geta útskrif­ast á þrem­ur, þremur og hálfu eða fjórum árum. Nem­endur eiga að hafa þetta val. Sé það vilji ung­mennis að fara hraðar í gegnum fram­halds­skól­ann ætti við­kom­andi að geta valið að fara í skóla þar sem boðið er upp á nám til stúd­ents­prófs á þremur árum. Á sama hátt ætti við­kom­andi að geta valið um skóla þar sem boðið er upp á nám til stúd­ents­prófs á fjórum árum.

Í ljósi þessa skorum við á ráð­herr­ann að end­ur­skoða, í fullri alvöru, ákvörðun sína um að stytta nám í öllum fram­halds­skólum lands­ins. Við teljum að hags­munir nem­enda ráði ekki för í þessu máli og að aðrar og betri leiðir séu færar til að ná þeim mark­miðum sem sett hafa ver­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None