Umboðsmaður Alþingis fjallar um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna

Af og til berast umboðsmanni Alþingis kvartanir um að stjórnendur opinberra stofnana hafi með afskiptum sínum takmarkað tjáningarfrelsi starfs­­manna.

Kjartan Bjarni Björgvinsson settur umboðsmaður Alþingis.
Kjartan Bjarni Björgvinsson settur umboðsmaður Alþingis.
Auglýsing

Umboðs­maður Alþingis hefur ákveðið að ekki sé rétt að halda áfram almennri athugun á því hvort brotið sé á tján­ing­ar­frelsi opin­berra starfs­manna í ljósi þess að nú hafa verið lög­festar ákveðnar reglur um tján­ing­ar­frelsi opin­berra starfs­manna og heim­ilar tak­mark­anir á því. Þetta kemur fram í grein sem birt­ist á vef umboðs­manns Alþingis í gær.

Sam­kvæmt umboðs­manni er rétt að bíða og sjá hver reynslan verður af lög­­­fest­ingu nýs ákvæðis um tján­ing­ar­frelsi opin­berra starfs­manna í stjórn­­­sýslu­lög­un­um. „Fram­kvæmd á heim­ildum opin­berra starfs­manna til að tjá sig um mál­efni á starfs­sviði þeirra og tak­mark­anir á þeim í með­förum stjórn­­­valda heyra undir eft­ir­lit umboðs­manns með stjórn­sýsl­unni og þeir sem telja til­efni til geta komið á fram­færi við hann kvört­unum og ábend­ing­um,“ skrifar hann.

Álita­mál hvort stjórn­endur hafi tak­markað tján­ing­ar­frelsi starfs­manna

Í grein­inni kemur fram að af og til hafi umboðs­manni borist ábend­ingar og kvart­anir þar sem álita­málið sé hvort stjórn­endur opin­berra stofn­ana hafi með afskiptum sínum og inn­gripum tak­markað stjórn­ar­skrár­bundið tján­ing­ar­frelsi starfs­­­manna þeirra.

Auglýsing

Dæmi um þetta séu til­vik þar sem starfs­maður greinir frá því að stjórn­endur hafi tjáð honum að það væri heppi­legra að upp­­­lýs­inga­­full­trúi stofn­un­ar­innar svar­aði fyr­ir­spurnum um skort á þjón­ustu stofn­un­ar­innar sem starfs­mað­ur­inn telur að rekja megi til van­kanta í starfi og skipu­lagi starf­semi stofn­un­ar­inn­ar. Í ábend­ingum til umboðs­­manns hafi komið fram að starfs­menn telja að með þessu hafi verið lagður steinn í götu þess að þeir geti tjáð sig um þá van­kanta sem þeir telja vera til staðar í starf­sem­inni og um óánægju starfs­manna.

Greinir hann frá því að eitt mál af þessu tagi hafi komið til fyrir nokkru síðan og verið honum til­efni til þess að huga að því hvort rétt væri að fjalla almennt í formi frum­kvæð­is­máls um tján­ing­ar­frelsi opin­berra starfs­manna við þessar aðstæð­ur.

„Þar hafði komið fram í fréttum að stjórn­endur sveit­ar­fé­lags hefðu til­kynnt for­stöðu­mönnum til­tek­inna starfsein­inga að þeir ættu ekki að svara fyr­ir­spurn fjöl­mið­ils um til­tekið mál­efni heldur vísa þeim á upp­lýs­inga­full­trúa sveit­ar­fé­lags­ins. Í svari þess til umboðs­­manns kom fram að í þessu til­viki hefði fyr­ir­spurn fjöl­mið­ils verið beint til margra for­stöðu­manna hlið­stæðra starfsein­inga og því hafi verið talið rétt að taka þessar upp­lýs­ingar í heild saman af hálfu sveit­ar­fé­lags­ins og tryggja þannig sam­ræmi og að þær væru rétt­ar. Sveit­ar­fé­lagið lýsti því að það teldi að með þessu hefði tján­ing­ar­frelsi starfs­manna stofn­un­ar­innar ekki verið settar neinar skorður enda hefðu þetta bara verið til­mæli en ekki regl­ur. Einu tak­mark­an­irnar sem starfs­menn þurfi að þola á tján­ing­ar­frelsi sínu sé vegna trún­að­ar­­­yf­ir­­­lýs­inga og skyldna sem megi leiða af lög­um,“ skrifar hann.

Mál sem þessi komið til umfjöll­unar hjá umboðs­mönnum á Norð­ur­lönd­unum

Eftir að hafa fengið þessar skýr­ingar taldi umboðs­maður ekki til­efni til þess að fjalla sér­stak­lega um þetta ein­staka mál. Fram kemur hjá umboðs­manni að atvik í því hafi þó áfram verið hluti af almennu eft­ir­liti af hálfu umboðs­manns með til­vikum þar sem álita­mál kunni að hafa verið uppi um að stjórn­endur hins opin­bera hefðu tak­markað tján­ing­ar­frelsi starfs­manna.

„Var þá líka haft í huga að mál af þessum toga hafa í nokkru mæli komið til umfjöll­unar hjá umboðs­mönnum þjóð­þing­anna á Norð­ur­lönd­unum og þá meðal ann­ars í tengslum við skrif opin­berra starfs­manna í dag­blöðum og á sam­fé­lags­miðl­um. Við þetta eft­ir­lit umboðs­manns Alþingis hafa ekki komið fram dæmi í sam­bæri­legu umfangi og að stjórn­endur hafi gengið jafn langt í afskiptum sínum og sést hafa í eft­ir­liti umboðs­manna á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Vegna þeirra tak­mark­ana sem verið hafa á því að umboðs­maður Alþingis gæti sinnt frum­kvæð­is­at­hug­unum síð­ustu ár og þar með beinum athug­unum á vett­vangi stjórn­valda er þó rétt að fara var­lega í að draga of miklar álykt­anir af þessu um stöð­una hér á landi að þessu leyt­i,“ skrifar hann.

Ekk­ert laga­á­kvæði um tján­ing­ar­frelsi opin­berra starfs­manna á þessum tíma

Bendir umboðs­maður á að þegar ofan­greint mál varð umboðs­manni til­efni fyr­ir­spurnar til stjórn­valda hafi ekki notið við sér­stakra laga­á­kvæða um tján­ing­ar­frelsi opin­berra starfs­manna umfram hið almenna tján­ing­ar­frels­is­á­kvæði í stjórn­ar­skránni. „Það ákvæði nær til tján­ingar opin­berra starfs­manna og bindur stjórn­völd í sam­skiptum við starfs­menn sína,“ skrifar hann og bætir því við að meg­in­reglan sé því sú að opin­berir starfs­menn eigi rétt á að láta í ljós hugs­anir sínar án afskipta stjórn­valda, með þeim tak­mörk­unum sem fram koma fram í stjórn­ar­skránni, en þar seg­ir: „Tján­ing­ar­frelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu alls­herj­ar­reglu eða öryggis rík­is­ins, til verndar heilsu eða sið­gæði manna eða vegna rétt­inda eða mann­orðs ann­arra, enda telj­ist þær nauð­syn­legar og sam­rým­ist lýð­ræð­is­hefð­u­m.“

Á árinu 2019 var aftur á móti nýr kafli um tján­ing­ar­frelsi og þagn­ar­skyldu tek­inn upp í stjórn­sýslu­lög­um. Þar er nú kveðið á um að hver sá sem starfar á vegum ríkis eða sveit­ar­fé­laga hafi frelsi til að tjá sig opin­ber­lega um atriði er tengj­ast starfi hans, svo fremi sem þagn­ar­skylda eða trún­að­ar- og holl­ustu­skyldur standi því ekki í vegi, að því er fram kemur í grein­inni.

„Í athuga­semdum við ákvæðið í frum­varpi til lag­anna er tekið fram að ljóst sé að trún­að­ar- og holl­ustu­skyldur komi ekki í veg fyrir að opin­berum starfs­mönnum sé að ákveðnu marki heim­ilt að setja fram gagn­rýni á atriði innan síns starfs­sviðs. Af þessu leiði einnig að yfir­mönnum stofn­ana sé óheim­ilt í skjóli stjórn­un­ar­heim­ilda sinna að setja tján­ing­ar­frelsi starfs­manna sinna þrengri skorður en leiðir af þessum regl­um. Þá er áréttað að tján­ing opin­berra starfs­manna, þar á meðal sú gagn­rýni sem þeir setja fram, sé ákaf­lega mik­il­væg hinni lýð­ræð­is­legu umræðu vegna þeirrar reynslu, inn­sýnar og sér­þekk­ingar sem þeir búa yfir [...].“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent