Umboðsmaður Alþingis fjallar um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna

Af og til berast umboðsmanni Alþingis kvartanir um að stjórnendur opinberra stofnana hafi með afskiptum sínum takmarkað tjáningarfrelsi starfs­­manna.

Kjartan Bjarni Björgvinsson settur umboðsmaður Alþingis.
Kjartan Bjarni Björgvinsson settur umboðsmaður Alþingis.
Auglýsing

Umboðsmaður Alþingis hefur ákveðið að ekki sé rétt að halda áfram almennri athugun á því hvort brotið sé á tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna í ljósi þess að nú hafa verið lögfestar ákveðnar reglur um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna og heimilar takmarkanir á því. Þetta kemur fram í grein sem birtist á vef umboðsmanns Alþingis í gær.

Samkvæmt umboðsmanni er rétt að bíða og sjá hver reynslan verður af lög­festingu nýs ákvæðis um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna í stjórn­sýslulögunum. „Framkvæmd á heimildum opinberra starfsmanna til að tjá sig um málefni á starfssviði þeirra og takmarkanir á þeim í meðförum stjórn­valda heyra undir eftirlit umboðsmanns með stjórnsýslunni og þeir sem telja tilefni til geta komið á framfæri við hann kvörtunum og ábendingum,“ skrifar hann.

Álitamál hvort stjórnendur hafi takmarkað tjáningarfrelsi starfsmanna

Í greininni kemur fram að af og til hafi umboðsmanni borist ábendingar og kvartanir þar sem álitamálið sé hvort stjórnendur opinberra stofnana hafi með afskiptum sínum og inngripum takmarkað stjórnarskrárbundið tjáningarfrelsi starfs­­manna þeirra.

Auglýsing

Dæmi um þetta séu tilvik þar sem starfsmaður greinir frá því að stjórnendur hafi tjáð honum að það væri heppilegra að upp­lýsinga­fulltrúi stofnunarinnar svaraði fyrirspurnum um skort á þjónustu stofnunarinnar sem starfsmaðurinn telur að rekja megi til vankanta í starfi og skipulagi starfsemi stofnunarinnar. Í ábendingum til umboðs­manns hafi komið fram að starfsmenn telja að með þessu hafi verið lagður steinn í götu þess að þeir geti tjáð sig um þá vankanta sem þeir telja vera til staðar í starfseminni og um óánægju starfsmanna.

Greinir hann frá því að eitt mál af þessu tagi hafi komið til fyrir nokkru síðan og verið honum tilefni til þess að huga að því hvort rétt væri að fjalla almennt í formi frumkvæðismáls um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna við þessar aðstæður.

„Þar hafði komið fram í fréttum að stjórnendur sveitarfélags hefðu tilkynnt forstöðumönnum tiltekinna starfseininga að þeir ættu ekki að svara fyrirspurn fjölmiðils um tiltekið málefni heldur vísa þeim á upplýsingafulltrúa sveitarfélagsins. Í svari þess til umboðs­manns kom fram að í þessu tilviki hefði fyrirspurn fjölmiðils verið beint til margra forstöðumanna hliðstæðra starfseininga og því hafi verið talið rétt að taka þessar upplýsingar í heild saman af hálfu sveitarfélagsins og tryggja þannig samræmi og að þær væru réttar. Sveitarfélagið lýsti því að það teldi að með þessu hefði tjáningarfrelsi starfsmanna stofnunarinnar ekki verið settar neinar skorður enda hefðu þetta bara verið tilmæli en ekki reglur. Einu takmarkanirnar sem starfsmenn þurfi að þola á tjáningarfrelsi sínu sé vegna trúnaðar­yfir­lýsinga og skyldna sem megi leiða af lögum,“ skrifar hann.

Mál sem þessi komið til umfjöllunar hjá umboðsmönnum á Norðurlöndunum

Eftir að hafa fengið þessar skýringar taldi umboðsmaður ekki tilefni til þess að fjalla sérstaklega um þetta einstaka mál. Fram kemur hjá umboðsmanni að atvik í því hafi þó áfram verið hluti af almennu eftirliti af hálfu umboðsmanns með tilvikum þar sem álitamál kunni að hafa verið uppi um að stjórnendur hins opinbera hefðu takmarkað tjáningarfrelsi starfsmanna.

„Var þá líka haft í huga að mál af þessum toga hafa í nokkru mæli komið til umfjöllunar hjá umboðsmönnum þjóðþinganna á Norðurlöndunum og þá meðal annars í tengslum við skrif opinberra starfsmanna í dagblöðum og á samfélagsmiðlum. Við þetta eftirlit umboðsmanns Alþingis hafa ekki komið fram dæmi í sambærilegu umfangi og að stjórnendur hafi gengið jafn langt í afskiptum sínum og sést hafa í eftirliti umboðsmanna á hinum Norðurlöndunum. Vegna þeirra takmarkana sem verið hafa á því að umboðsmaður Alþingis gæti sinnt frumkvæðisathugunum síðustu ár og þar með beinum athugunum á vettvangi stjórnvalda er þó rétt að fara varlega í að draga of miklar ályktanir af þessu um stöðuna hér á landi að þessu leyti,“ skrifar hann.

Ekkert lagaákvæði um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna á þessum tíma

Bendir umboðsmaður á að þegar ofangreint mál varð umboðsmanni tilefni fyrirspurnar til stjórnvalda hafi ekki notið við sérstakra lagaákvæða um tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna umfram hið almenna tjáningarfrelsisákvæði í stjórnarskránni. „Það ákvæði nær til tjáningar opinberra starfsmanna og bindur stjórnvöld í samskiptum við starfsmenn sína,“ skrifar hann og bætir því við að meginreglan sé því sú að opinberir starfsmenn eigi rétt á að láta í ljós hugsanir sínar án afskipta stjórnvalda, með þeim takmörkunum sem fram koma fram í stjórnarskránni, en þar segir: „Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.“

Á árinu 2019 var aftur á móti nýr kafli um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu tekinn upp í stjórnsýslulögum. Þar er nú kveðið á um að hver sá sem starfar á vegum ríkis eða sveitarfélaga hafi frelsi til að tjá sig opinberlega um atriði er tengjast starfi hans, svo fremi sem þagnarskylda eða trúnaðar- og hollustuskyldur standi því ekki í vegi, að því er fram kemur í greininni.

„Í athugasemdum við ákvæðið í frumvarpi til laganna er tekið fram að ljóst sé að trúnaðar- og hollustuskyldur komi ekki í veg fyrir að opinberum starfsmönnum sé að ákveðnu marki heimilt að setja fram gagnrýni á atriði innan síns starfssviðs. Af þessu leiði einnig að yfirmönnum stofnana sé óheimilt í skjóli stjórnunarheimilda sinna að setja tjáningarfrelsi starfsmanna sinna þrengri skorður en leiðir af þessum reglum. Þá er áréttað að tjáning opinberra starfsmanna, þar á meðal sú gagnrýni sem þeir setja fram, sé ákaflega mikilvæg hinni lýð­ræðislegu umræðu vegna þeirrar reynslu, innsýnar og sérþekkingar sem þeir búa yfir [...].“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent