Framsókn missir tæplega helming fylgis en Píratar tvöfalda sitt fylgi

radhus.jpg
Auglýsing

Sam­fylk­ingin er sá stjórn­mála­flokkur sem nýtur mest fylgis þeirra flokka sem eiga full­trúa í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Alls mælist fylgi flokks­ins um 29 pró­sent,eða um þremur pró­sentu­stigum minna en þegar talið var upp úr kjör­köss­unum í sveita­stjórn­ar­kosn­ing­unum í apríl síð­ast­liðn­um. Fylgi Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina tæp­lega helm­ing­ast frá því sem það var í kosn­ing­unum og Píratar rúm­lega tvö­falda fylgi sitt. Þetta kemur fram í frétt RÚV af nýrri könnun Capacent um fylgi borg­ar­stjórn­ar­flokka.

Ef nið­ur­staða könn­un­ar­innar yrðu nið­ur­stöður kosn­inga yrði eina breyt­ingin á borg­ar­full­trúum flokk­anna að Fram­sókn og flug­vall­ar­vinir myndu missa annan borg­ar­full­trúa sinn yfir til Bjartrar Fram­tíð­ar.

Auglýsing


Píratar bæta mest við sigSjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er áfram næst stærsti borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn sam­kvæmt könn­un­inni með um 25 pró­sent fylgi. Það er ívið lægra en þau 26,3 pró­sent sem flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í vor en myndi ekki breyta fjölda borg­ar­full­trúa sem flokk­ur­inn hef­ur.

Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. Hall­dór Auðar Svans­son, odd­viti Pírata í Reykja­vík­.

Björt Fram­tíð mælist með 18 pró­sent fylgi,  eða 2,2 pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Björt Fram­tíð myndi bæta við sig einum borg­ar­full­trúa yrði þetta nið­ur­staða kosn­inga. Sá borg­ar­full­trúi kæmi inn á kostnað ann­ars borg­ar­full­trúa Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, sem mæl­ast nú með tæp­lega sex pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn fékk 10,5 pró­sent  í kosn­ing­unum í vor.

Píratar hafa styrkt stöðu sína umtals­vert sam­kvæmt könn­un­inni og mæl­ast nú með tæp­lega ell­efu pró­sent fylgi. Þeir fengu 5,3 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. Vinstri grænir bæta einnig lít­il­lega við sig og mæl­ast með tæp­lega tíu pró­sent fylgi, aðeins meira en þau 8,4 pró­sent atkvæða sem féllu flokknum í skaut í vor.

Um tvö pró­sent aðspurðra í könn­un­inni sögðum myndu kjósa aðra flokka.

Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að vera aðstandandi veiks foreldris
Kjarninn 20. júlí 2019
Bjarni Már Magnússon
Þriðji orkupakkinn og sæstrengir
Kjarninn 20. júlí 2019
Tæplega 60 jarðir á Íslandi í eigu erlendra fjárfesta
Félagið Dylan Holding S.A. er sagt í eigu auðjöfursins Ratcliffe. Félagið er móðurfélag 20 annarra félaga sem skráð eru eigendur jarða á Íslandi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None