Framsókn missir tæplega helming fylgis en Píratar tvöfalda sitt fylgi

radhus.jpg
Auglýsing

Sam­fylk­ingin er sá stjórn­mála­flokkur sem nýtur mest fylgis þeirra flokka sem eiga full­trúa í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Alls mælist fylgi flokks­ins um 29 pró­sent,eða um þremur pró­sentu­stigum minna en þegar talið var upp úr kjör­köss­unum í sveita­stjórn­ar­kosn­ing­unum í apríl síð­ast­liðn­um. Fylgi Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina tæp­lega helm­ing­ast frá því sem það var í kosn­ing­unum og Píratar rúm­lega tvö­falda fylgi sitt. Þetta kemur fram í frétt RÚV af nýrri könnun Capacent um fylgi borg­ar­stjórn­ar­flokka.

Ef nið­ur­staða könn­un­ar­innar yrðu nið­ur­stöður kosn­inga yrði eina breyt­ingin á borg­ar­full­trúum flokk­anna að Fram­sókn og flug­vall­ar­vinir myndu missa annan borg­ar­full­trúa sinn yfir til Bjartrar Fram­tíð­ar.

Auglýsing


Píratar bæta mest við sigSjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er áfram næst stærsti borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn sam­kvæmt könn­un­inni með um 25 pró­sent fylgi. Það er ívið lægra en þau 26,3 pró­sent sem flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í vor en myndi ekki breyta fjölda borg­ar­full­trúa sem flokk­ur­inn hef­ur.

Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. Hall­dór Auðar Svans­son, odd­viti Pírata í Reykja­vík­.

Björt Fram­tíð mælist með 18 pró­sent fylgi,  eða 2,2 pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Björt Fram­tíð myndi bæta við sig einum borg­ar­full­trúa yrði þetta nið­ur­staða kosn­inga. Sá borg­ar­full­trúi kæmi inn á kostnað ann­ars borg­ar­full­trúa Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, sem mæl­ast nú með tæp­lega sex pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn fékk 10,5 pró­sent  í kosn­ing­unum í vor.

Píratar hafa styrkt stöðu sína umtals­vert sam­kvæmt könn­un­inni og mæl­ast nú með tæp­lega ell­efu pró­sent fylgi. Þeir fengu 5,3 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. Vinstri grænir bæta einnig lít­il­lega við sig og mæl­ast með tæp­lega tíu pró­sent fylgi, aðeins meira en þau 8,4 pró­sent atkvæða sem féllu flokknum í skaut í vor.

Um tvö pró­sent aðspurðra í könn­un­inni sögðum myndu kjósa aðra flokka.

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None