Framsókn missir tæplega helming fylgis en Píratar tvöfalda sitt fylgi

radhus.jpg
Auglýsing

Sam­fylk­ingin er sá stjórn­mála­flokkur sem nýtur mest fylgis þeirra flokka sem eiga full­trúa í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Alls mælist fylgi flokks­ins um 29 pró­sent,eða um þremur pró­sentu­stigum minna en þegar talið var upp úr kjör­köss­unum í sveita­stjórn­ar­kosn­ing­unum í apríl síð­ast­liðn­um. Fylgi Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina tæp­lega helm­ing­ast frá því sem það var í kosn­ing­unum og Píratar rúm­lega tvö­falda fylgi sitt. Þetta kemur fram í frétt RÚV af nýrri könnun Capacent um fylgi borg­ar­stjórn­ar­flokka.

Ef nið­ur­staða könn­un­ar­innar yrðu nið­ur­stöður kosn­inga yrði eina breyt­ingin á borg­ar­full­trúum flokk­anna að Fram­sókn og flug­vall­ar­vinir myndu missa annan borg­ar­full­trúa sinn yfir til Bjartrar Fram­tíð­ar.

Auglýsing


Píratar bæta mest við sigSjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er áfram næst stærsti borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn sam­kvæmt könn­un­inni með um 25 pró­sent fylgi. Það er ívið lægra en þau 26,3 pró­sent sem flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í vor en myndi ekki breyta fjölda borg­ar­full­trúa sem flokk­ur­inn hef­ur.

Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. Hall­dór Auðar Svans­son, odd­viti Pírata í Reykja­vík­.

Björt Fram­tíð mælist með 18 pró­sent fylgi,  eða 2,2 pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Björt Fram­tíð myndi bæta við sig einum borg­ar­full­trúa yrði þetta nið­ur­staða kosn­inga. Sá borg­ar­full­trúi kæmi inn á kostnað ann­ars borg­ar­full­trúa Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, sem mæl­ast nú með tæp­lega sex pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn fékk 10,5 pró­sent  í kosn­ing­unum í vor.

Píratar hafa styrkt stöðu sína umtals­vert sam­kvæmt könn­un­inni og mæl­ast nú með tæp­lega ell­efu pró­sent fylgi. Þeir fengu 5,3 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. Vinstri grænir bæta einnig lít­il­lega við sig og mæl­ast með tæp­lega tíu pró­sent fylgi, aðeins meira en þau 8,4 pró­sent atkvæða sem féllu flokknum í skaut í vor.

Um tvö pró­sent aðspurðra í könn­un­inni sögðum myndu kjósa aðra flokka.

Arion banki gaf ekki út lánsloforð vegna Primera Air
Arion banki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar gerðar eru athugasemdir við rangfærslur Andra Már Ingólfssonar. Arion banki segir að þrátt fyrir að bankinn hafi átt í viðræðum við Primera Air þá hafi bankinn ekki gefið fyrirheit um lánveitingu.
Kjarninn 13. desember 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Eignarhald ríkisins skapar tækifæri
Kjarninn 13. desember 2018
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Vill enginn ódýrari iPhone?
Kjarninn 13. desember 2018
Bréf Icelandair rjúka upp eftir fréttir af samdrætti hjá WOW
WOW air dregur verulega saman rekstur sinn. Afleiðing þess er sú að hlutabréfaverð í stærsta samkeppnisaðila fyrirtækisins hefur hækkað verulega.
Kjarninn 13. desember 2018
Fjöldauppsagnir hjá WOW og flugvélum fækkað
Mörg hundruð manns verður sagt upp í dag hjá WOW air og mun félagið selja fjórar vélar.
Kjarninn 13. desember 2018
Sólveig Anna Jónsdóttir
Hver er krafa vinnuaflsins?
Kjarninn 13. desember 2018
Primera air
Travelco tapaði fimm milljörðum á falli Primera air
Andri Már Ingólfsson segir tap Travelco nema fimm milljörðum vegna gjaldþrots Primera air. Andri Már segir að Primera Air væri enn í rekstri hefði Arion banki verið reiðubúinn til að veita félaginu brúarfjármögnun líkt og staðið hafði til.
Kjarninn 13. desember 2018
Vantrausttillaga gegn May felld í breska þinginu
Skömmu fyrir kosninguna lýsti hún því yfir að hún myndi hætta sem forsætisráðherra í lok kjörtímabilsins.
Kjarninn 12. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent
None