Framsókn missir tæplega helming fylgis en Píratar tvöfalda sitt fylgi

radhus.jpg
Auglýsing

Sam­fylk­ingin er sá stjórn­mála­flokkur sem nýtur mest fylgis þeirra flokka sem eiga full­trúa í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. Alls mælist fylgi flokks­ins um 29 pró­sent,eða um þremur pró­sentu­stigum minna en þegar talið var upp úr kjör­köss­unum í sveita­stjórn­ar­kosn­ing­unum í apríl síð­ast­liðn­um. Fylgi Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina tæp­lega helm­ing­ast frá því sem það var í kosn­ing­unum og Píratar rúm­lega tvö­falda fylgi sitt. Þetta kemur fram í frétt RÚV af nýrri könnun Capacent um fylgi borg­ar­stjórn­ar­flokka.

Ef nið­ur­staða könn­un­ar­innar yrðu nið­ur­stöður kosn­inga yrði eina breyt­ingin á borg­ar­full­trúum flokk­anna að Fram­sókn og flug­vall­ar­vinir myndu missa annan borg­ar­full­trúa sinn yfir til Bjartrar Fram­tíð­ar.

Auglýsing


Píratar bæta mest við sigSjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er áfram næst stærsti borg­ar­stjórn­ar­flokk­ur­inn sam­kvæmt könn­un­inni með um 25 pró­sent fylgi. Það er ívið lægra en þau 26,3 pró­sent sem flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í vor en myndi ekki breyta fjölda borg­ar­full­trúa sem flokk­ur­inn hef­ur.

Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík. Hall­dór Auðar Svans­son, odd­viti Pírata í Reykja­vík­.

Björt Fram­tíð mælist með 18 pró­sent fylgi,  eða 2,2 pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Björt Fram­tíð myndi bæta við sig einum borg­ar­full­trúa yrði þetta nið­ur­staða kosn­inga. Sá borg­ar­full­trúi kæmi inn á kostnað ann­ars borg­ar­full­trúa Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina, sem mæl­ast nú með tæp­lega sex pró­sent fylgi. Flokk­ur­inn fékk 10,5 pró­sent  í kosn­ing­unum í vor.

Píratar hafa styrkt stöðu sína umtals­vert sam­kvæmt könn­un­inni og mæl­ast nú með tæp­lega ell­efu pró­sent fylgi. Þeir fengu 5,3 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. Vinstri grænir bæta einnig lít­il­lega við sig og mæl­ast með tæp­lega tíu pró­sent fylgi, aðeins meira en þau 8,4 pró­sent atkvæða sem féllu flokknum í skaut í vor.

Um tvö pró­sent aðspurðra í könn­un­inni sögðum myndu kjósa aðra flokka.

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None