Instagram 35faldast í verði, besta fjárfesting Zuckerberg frá upphafi

000-Del6359175.jpg
Auglýsing

Mark­aðsvirði sam­fé­lags­mið­ils­ins Instagram er 35 millj­arðar dala, rúm­lega 4.400 millj­arðar íslenskra króna. Þetta hefur Business Insider eftir grein­anda Citi bank­ans, Mark May. Til að setja þessa tölu í sam­hengi þá var verg þjóð­ar­fram­leiðsla á Íslandi í fyrra 1.873 millj­arðar króna, eða rúm­lega 40 pró­sent af mark­aðsvirði Instagram.

Það virð­ist því vera að Mark Zucker­berg, for­stjóri og stofn­andi Face­book, hafi veðjað á réttan hest þegar hann greiddi einn millj­arð dala fyrir Instagram í apríl 2012. Hann hefur nefni­lega 35faldað þá fjár­fest­ingu miðað við mat Citi. Gangi spár um tekjur Instagram á næsta ári eftir er ljóst að kaupin á Instagram munu verða ein þau bestu í við­skipta­sög­unni.

Aug­lýs­inga­tekjur farnar að streyma innKaup Face­book á Instagram voru gagn­rýnd víða á sínum tíma, enda tekjur Instagram engar á þeim tíma sem kaupin áttu sér stað. Margir virt­ust eiga í vand­ræðum með að sjá hvernig þessi mynda­sam­fé­lags­mið­ill ætl­aði sér að ná í tekj­ur. En Zucker­berg sá mikil tæki­færi í Instagram.

Í síð­ustu viku var til­kynnt að Instagram væri komin með fleiri not­endur en Twitt­er, en þeir eru  yfir 300 millj­ón­ir. Not­endur Instagram eru líka 1,8 sinnum virk­ari en not­endur Twitt­er.Og í þessum gríð­ar­lega fjölda not­enda, sem er auk þess mjög virkur á miðl­in­um, telur Face­book að liggi tæki­færi til að græða ótrú­legt magn af pen­ing­um.

Auglýsing

instagram1

Í dag græðir Face­book lítið á Instagram. Aug­lýs­inga­sala á miðl­inum hófst enda ekki fyrr en á síð­ari hluta árs 2013 í Banda­ríkj­un­um. Instagram tókst sam­stundis að laða að sér mjög verð­mæta aug­lýsendur á borð við Adi­das, Ben & Jerry´s, Burberry, General Elect­ric, Levi´s, Lex­us, Macy´s, Mich­ael Kors, PayPal og Starwood. Instagram hleypti síðan aug­lýsendum utan Banda­ríkj­anna að í ár.

May býst við því að árið 2015 verði árið sem Instagram, og raunar aðrar fjár­fest­ingar Face­book sem ekki tengj­ast grunn­rekstri fyr­ir­tæk­is­ins beint, muni fara að hala inn fé. Miðað við þann vöxt sem orðið hefur í aug­lýs­inga­sölu hjá Instagram býst hann við að tekjur fyr­ir­tæk­is­ins gætu orðið um 2,7 millj­arðar dala, um 340 millj­arðar króna, á árinu 2015.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None