Instagram 35faldast í verði, besta fjárfesting Zuckerberg frá upphafi

000-Del6359175.jpg
Auglýsing

Mark­aðsvirði sam­fé­lags­mið­ils­ins Instagram er 35 millj­arðar dala, rúm­lega 4.400 millj­arðar íslenskra króna. Þetta hefur Business Insider eftir grein­anda Citi bank­ans, Mark May. Til að setja þessa tölu í sam­hengi þá var verg þjóð­ar­fram­leiðsla á Íslandi í fyrra 1.873 millj­arðar króna, eða rúm­lega 40 pró­sent af mark­aðsvirði Instagram.

Það virð­ist því vera að Mark Zucker­berg, for­stjóri og stofn­andi Face­book, hafi veðjað á réttan hest þegar hann greiddi einn millj­arð dala fyrir Instagram í apríl 2012. Hann hefur nefni­lega 35faldað þá fjár­fest­ingu miðað við mat Citi. Gangi spár um tekjur Instagram á næsta ári eftir er ljóst að kaupin á Instagram munu verða ein þau bestu í við­skipta­sög­unni.

Aug­lýs­inga­tekjur farnar að streyma innKaup Face­book á Instagram voru gagn­rýnd víða á sínum tíma, enda tekjur Instagram engar á þeim tíma sem kaupin áttu sér stað. Margir virt­ust eiga í vand­ræðum með að sjá hvernig þessi mynda­sam­fé­lags­mið­ill ætl­aði sér að ná í tekj­ur. En Zucker­berg sá mikil tæki­færi í Instagram.

Í síð­ustu viku var til­kynnt að Instagram væri komin með fleiri not­endur en Twitt­er, en þeir eru  yfir 300 millj­ón­ir. Not­endur Instagram eru líka 1,8 sinnum virk­ari en not­endur Twitt­er.Og í þessum gríð­ar­lega fjölda not­enda, sem er auk þess mjög virkur á miðl­in­um, telur Face­book að liggi tæki­færi til að græða ótrú­legt magn af pen­ing­um.

Auglýsing

instagram1

Í dag græðir Face­book lítið á Instagram. Aug­lýs­inga­sala á miðl­inum hófst enda ekki fyrr en á síð­ari hluta árs 2013 í Banda­ríkj­un­um. Instagram tókst sam­stundis að laða að sér mjög verð­mæta aug­lýsendur á borð við Adi­das, Ben & Jerry´s, Burberry, General Elect­ric, Levi´s, Lex­us, Macy´s, Mich­ael Kors, PayPal og Starwood. Instagram hleypti síðan aug­lýsendum utan Banda­ríkj­anna að í ár.

May býst við því að árið 2015 verði árið sem Instagram, og raunar aðrar fjár­fest­ingar Face­book sem ekki tengj­ast grunn­rekstri fyr­ir­tæk­is­ins beint, muni fara að hala inn fé. Miðað við þann vöxt sem orðið hefur í aug­lýs­inga­sölu hjá Instagram býst hann við að tekjur fyr­ir­tæk­is­ins gætu orðið um 2,7 millj­arðar dala, um 340 millj­arðar króna, á árinu 2015.

 

 

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None