Freyr Eyjólfs: Snautlegt að sjá engan íslenskan ráðherra í göngunni

h_51732009.jpg
Auglýsing

Það er venju­legur mánu­dagur í Par­ís. Fólk sest niður á kaffi­húsi, les morg­un­blöð­in, spjallar og fer svo í vinn­una. Allt virð­ist rólegra. Sam­stöðu­gangan í gær virt­ist hafa ein­hvers­konar þerapískt gildi fyrir borg­ar­búa. Skila­boðin í göng­unni voru ein­fald­lega þessi: lífið heldur áfram og virðum grund­vall­ar­gildi þessa sam­fé­lags, þau gildi sem hafa bundið saman þetta margleita og fjöl­skrúð­uga sam­fé­lag í rúm 200 ár, frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag. Dýnamíkin í þess­ari borg er fjöl­breytn­in, hún er lit­skrúðug og margs­kon­ar, hér eru átök og spenna – en einmitt þetta bindur þennan hóp sam­an. Við getum rifið kjaft, hleg­ið, gagn­rýnt, móðgað hvert ann­að, trúað á hitt og þetta eða ekki – en berum samt virð­ingu fyrir rétt­indum og frelsi hvers og eins.

Fórn­aði líf­in­u ­fyrir tján­ing­ar­frelsið



Freyr Eyjólfsson. Freyr Eyj­ólfs­son.

Charlie Hebdo gengið var fyrst og fremst skemmti­kraft­ar. Þeir komu fólki til að hlæja og hugsa. Lög­reglu­þjónn­inn og múslim­inn Ahc­met sem stóð vakt­ina fyrir utan skrif­stofur þeirra var svo sem eng­inn aðdá­andi verka þeirra, en fórn­aði engu að síður lífi sínu til þess að verja tján­inga­frelsi þeirra.

Allt virð­ist rólegra. Samt er ein­hver und­ir­liggj­andi spenna. Búið að er aflýsa öllum vett­vangs­ferðum og skóla­ferðum grunn­skóla­barna í París næstu daga. Um fimmtán þús­und her­lög­reglu­menn eru á sér­stakri vakt á svoköll­uðum „við­kvæmum svæð­um“ víðs­vegar um Frakk­land. Um 5000 lög­reglu­menn gæta sér­stak­lega 700 skóla gyð­inga í land­inu. Það er verið að fara yfir við­brögð lög­regl­unnar síð­ustu viku og hugs­an­lega leggja drög að því að herða enn eft­ir­lit og örygg­is­gæslu. Allt á að gera til þess að reyna hindra frek­ari hryðju­verk.

Auglýsing

Stockholm rally pays tribute to victims of terror in Paris Víða var efnt til sam­stöðu­funda í gær vegna voða­verk­anna í Par­ís. Hér má sjá þátt­tak­anda á slíkum fundi í Stokk­hólmi.

Opn­ara og frjáls­ara sam­fé­lag



Manuel Valls, for­sæt­is­ráð­herra, hélt fund með fjöl­miðl­um, til þess að kynna aðgerðir lög­regl­unnar næstu daga. Lög­reglan leitar enn vit­orðs­manna morð­ingj­anna. Það hefur verið stað­fest að ein eig­in­kona þeirra hafi farið til Sýr­lands með við­komu í Tyrk­landi. Frakkar og aðrar þjóðir í Evr­ópu hafa lýst yfir von­brigðum sínum með Tyrki og hvað þeir gera lítið til þess að hindra það að hópar fari frá Evr­ópu til þess að berj­ast fyrir ISIS í Sýr­landi.

Ýmsir hafa viðrað hug­myndir sínar um að herða enn frekar hryðju­verka­lög í Evr­ópu, full­trúar Þjóð­fylk­ing­ar­innar hafa nefnt hvort ekki sé ráð að draga bara fram fal­l­öx­ina að nýju. Ein­hverjir múslimar hafa þurft að þola árásir og sví­virð­ingar síð­ustu daga. Þetta eru hinar ömur­legu afleið­ingar fjöldamorð­anna. Nicolas Sar­kozy hefur sagt að nú verði að end­ur­skoða inn­flytj­enda­lög­in.

Öll sam­stöðu­gangan gekk hins vegar út á það að að bregð­ast frekar við fjöldamorð­unum með opn­ara og frjáls­ara sam­fé­lagi.

Og það var heldur snaut­legt að sjá engan íslenskan ráð­herra eða lýð­kjör­inn full­trúa Íslands í göng­unni. Það hefði verið vel sæm­andi til þess að sýna fórn­ar­lömbunum við­ingu og Frökkum sam­stöðu. En því mið­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None