Freyr Hermannsson út úr haftahópnum, Sigurður Hannesson kemur inn  

siggihannesar.jpg
Auglýsing

Breyt­ingar hafa verið gerðar á fram­kvæmda­stjórn um afnám hafta. Freyr Her­manns­son, for­stöðu­maður fjár­stýr­ingar Seðla­bank­ans, fer út úr hópnum og Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar hjá MP banka, tekur sæti í hon­um.

Seðla­banki Íslands hefur einnig til­nefnt tvo starfs­menn bank­ans til að starfa í fram­kvæmda­hópn­um: Ingi­björgu Guð­bjarts­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans,og Jón Þ. Sig­ur­geirs­son, fram­kvæmda­stjóra alþjóða­sam­skipta og skrif­stofu banka­stjóra.

Á meðan þau starfa í hópnum mun Ingi­björg ekki gegna dag­legum störfum við stjórn gjald­eyr­is­eft­ir­lits og Jón Sig­ur­geirs­son hætta sem stjórn­ar­for­maður Eigna­safns Seðla­banka Íslands. Fram­kvæmda­hóp­ur­inn mun líkt og áður vinna með erlendum ráð­gjöfum stjórn­valda að losun fjár­magns­hafta. Mark­mið stjórn­valda er að losa um fjár­magns­höftin eins fljótt og auðið er án þess að tefla efna­hags­legum stöð­ug­leika í tví­sýnu. Losun fjár­magns­hafta er eitt mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­valda um þessar mund­ir.  Þetta var til­kynnt á heima­síðu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í dag.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir einnig að Glenn Victor Kim „gegni áfram for­mennsku í fram­kvæmda­hópn­um, en hann hefur ára­langa reynslu af erlendum fjár­mála­mörk­uðum og starf­aði m.a. áður sem sér­stakur ráð­gjafi þýska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ingar á evru­svæð­inu. Dr. Sig­urður Hann­es­son hefur verið ráð­inn til tíma­bund­inna starfa í hópn­um. Sig­urður er stærð­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri hjá MP Banka. Hann gegndi for­mennsku í sér­fræð­inga­hópi um lækkun höf­uð­stóls verð­tryggðra hús­næð­is­lána."

Sig­urður er annar tveggja vara­for­manna hóps­ins. Hinn er Bene­dikt Gísla­son, ráð­gjafi í hafta­mál­um.


Var til skoð­unarKjarn­inn greindi frá því á mánu­dag að til skoð­unar væri stýrinefnd um losun hafta að stækka fram­kvæmda­hóp sem heyrir undir hana. Engin ákvörðun hefur hins vegar verið tekin um það. Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir að „komi til þess verður það til­kynnt form­lega þegar frá því hefur verið geng­ið“.

Ástæða fyr­ir­spurnar Kjarn­ans var frétta­til­kynn­ing frá MP banka sem send var til fjöl­miðla 9. jan­úar síð­ast­lið­inn. Fyr­ir­sögn hennar var „Fram­kvæmda­stjóri hjá MP banka vinnur að losun fjár­magns­hafta“. Sá sem um ræðir heitir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar hjá MP banka, og var til­tekið að hann myndi fá tíma­bundið leyfi frá störfum frá 15. jan­ú­ar, sem var síð­asta fimmtu­dag. Í til­kynn­ing­unni sagði að „á meðan á leyfi Sig­urðar stendur mun hann vinna fyrir stjórn­völd að losun fjár­magns­hafta“.

DV hafði einnig fjallað ítar­lega um málið og full­yrt að Sig­urður og Bene­dikt Gísla­son, efna­hags­ráð­gjafi Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, yrðu hluti „af sér­stökum hópi stjórn­valda sem hefur yfir­um­sjón með að hrinda í fram­kvæmd til­lögum um losun hafta næstu mán­uð­i“. Sam­kvæmt blað­inu átti hóp­ur­inn að hafa umboð til að eiga sam­ráðs­fundi með full­trúum slita­bú­anna um mögu­legar leiðir við upp­gjör bank­anna. Þeir sem skip­aðir höfðu verið í fram­kvæmda­stjórn um afnám hafta, utan Bene­dikts, áttu „áfram að starfa að afmörk­uðum verk­efnum í tengslum við hafta­vinnu stjórn­valda“. Þeir eru Freyr Her­manns­son, for­stöðu­maður fjár­stýr­ingar Seðla­bank­ans, Eiríkur Svav­ars­son lög­maður og fjár­mála­ráð­gjaf­inn Glenn Kim, sem átti að leiða hóp­inn.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins voru þær fréttir ekki rétt­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðræðum BÍ og SA slitið
Verkfall er framundan hjá blaðamönnum, þar sem upp úr slitnaði í kjaradeilum Blaðamannafélags Íslands og Samtökum atvinnulífsins í dag.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ákærðir vegna viðskipta með bílastæðamiða á Keflavíkurflugvelli
Héraðssaksóknari hefur birt ákæru, en meint brot snúa að mútugreiðslum og umboðssvikum.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None