Freyr Hermannsson út úr haftahópnum, Sigurður Hannesson kemur inn  

siggihannesar.jpg
Auglýsing

Breyt­ingar hafa verið gerðar á fram­kvæmda­stjórn um afnám hafta. Freyr Her­manns­son, for­stöðu­maður fjár­stýr­ingar Seðla­bank­ans, fer út úr hópnum og Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar hjá MP banka, tekur sæti í hon­um.

Seðla­banki Íslands hefur einnig til­nefnt tvo starfs­menn bank­ans til að starfa í fram­kvæmda­hópn­um: Ingi­björgu Guð­bjarts­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­bank­ans,og Jón Þ. Sig­ur­geirs­son, fram­kvæmda­stjóra alþjóða­sam­skipta og skrif­stofu banka­stjóra.

Á meðan þau starfa í hópnum mun Ingi­björg ekki gegna dag­legum störfum við stjórn gjald­eyr­is­eft­ir­lits og Jón Sig­ur­geirs­son hætta sem stjórn­ar­for­maður Eigna­safns Seðla­banka Íslands. Fram­kvæmda­hóp­ur­inn mun líkt og áður vinna með erlendum ráð­gjöfum stjórn­valda að losun fjár­magns­hafta. Mark­mið stjórn­valda er að losa um fjár­magns­höftin eins fljótt og auðið er án þess að tefla efna­hags­legum stöð­ug­leika í tví­sýnu. Losun fjár­magns­hafta er eitt mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­valda um þessar mund­ir.  Þetta var til­kynnt á heima­síðu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í dag.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir einnig að Glenn Victor Kim „gegni áfram for­mennsku í fram­kvæmda­hópn­um, en hann hefur ára­langa reynslu af erlendum fjár­mála­mörk­uðum og starf­aði m.a. áður sem sér­stakur ráð­gjafi þýska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins vegna fjár­hags­legrar end­ur­skipu­lagn­ingar á evru­svæð­inu. Dr. Sig­urður Hann­es­son hefur verið ráð­inn til tíma­bund­inna starfa í hópn­um. Sig­urður er stærð­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri hjá MP Banka. Hann gegndi for­mennsku í sér­fræð­inga­hópi um lækkun höf­uð­stóls verð­tryggðra hús­næð­is­lána."

Sig­urður er annar tveggja vara­for­manna hóps­ins. Hinn er Bene­dikt Gísla­son, ráð­gjafi í hafta­mál­um.


Var til skoð­unarKjarn­inn greindi frá því á mánu­dag að til skoð­unar væri stýrinefnd um losun hafta að stækka fram­kvæmda­hóp sem heyrir undir hana. Engin ákvörðun hefur hins vegar verið tekin um það. Í svari fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir að „komi til þess verður það til­kynnt form­lega þegar frá því hefur verið geng­ið“.

Ástæða fyr­ir­spurnar Kjarn­ans var frétta­til­kynn­ing frá MP banka sem send var til fjöl­miðla 9. jan­úar síð­ast­lið­inn. Fyr­ir­sögn hennar var „Fram­kvæmda­stjóri hjá MP banka vinnur að losun fjár­magns­hafta“. Sá sem um ræðir heitir Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri eigna­stýr­ingar hjá MP banka, og var til­tekið að hann myndi fá tíma­bundið leyfi frá störfum frá 15. jan­ú­ar, sem var síð­asta fimmtu­dag. Í til­kynn­ing­unni sagði að „á meðan á leyfi Sig­urðar stendur mun hann vinna fyrir stjórn­völd að losun fjár­magns­hafta“.

DV hafði einnig fjallað ítar­lega um málið og full­yrt að Sig­urður og Bene­dikt Gísla­son, efna­hags­ráð­gjafi Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, yrðu hluti „af sér­stökum hópi stjórn­valda sem hefur yfir­um­sjón með að hrinda í fram­kvæmd til­lögum um losun hafta næstu mán­uð­i“. Sam­kvæmt blað­inu átti hóp­ur­inn að hafa umboð til að eiga sam­ráðs­fundi með full­trúum slita­bú­anna um mögu­legar leiðir við upp­gjör bank­anna. Þeir sem skip­aðir höfðu verið í fram­kvæmda­stjórn um afnám hafta, utan Bene­dikts, áttu „áfram að starfa að afmörk­uðum verk­efnum í tengslum við hafta­vinnu stjórn­valda“. Þeir eru Freyr Her­manns­son, for­stöðu­maður fjár­stýr­ingar Seðla­bank­ans, Eiríkur Svav­ars­son lög­maður og fjár­mála­ráð­gjaf­inn Glenn Kim, sem átti að leiða hóp­inn.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins voru þær fréttir ekki rétt­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – The Societal Impact of a Pandemic
Kjarninn 1. apríl 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Comparative Sociology is Sociology
Kjarninn 1. apríl 2020
„Stjórnvöld í Bretlandi hafa brugðist almenningi“
Misjöfn viðbrögð eru hjá stjórnvöldum ríkja heimsins við faraldrinum sem nú geisar. Í Bretlandi hamstrar fólk nauðsynjavörur og nokkuð hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til almennings þar í landi.
Kjarninn 31. mars 2020
Freyr Eyjólfsson
COVID-19 dregur úr loftmengun í heiminum
Kjarninn 31. mars 2020
Alma Möller, landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Enginn losnað úr öndunarvél enn sem komið er
Sóttvarnalæknir furðar sig á þeim fjölda beiðna um undanþágur frá sóttkví og samkomubanni sem berast. Ekki sé hægt að veita mörgum undanþágu einfaldlega af því að þá eykst hættan á því að smitum fjölgi hratt.
Kjarninn 31. mars 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, sem steig niður úr forstjórastólnum tímabundið í nóvember 2019 en settist aftur í hann nýverið.
Samherji fær að sleppa við yfirtökuskyldu á Eimskip
Samherji þarf ekki að taka yfir Eimskip þrátt fyrir að hafa skapað yfirtökuskyldu. Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að að vegna COVID-19 eigi að veita undanþágu frá yfirtökuskyldunni.
Kjarninn 31. mars 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, var til svara á upplýsingafundinum í dag.
„Það er vond hugmynd“ að ferðast um páskana – „Ekki gera það“
Það þarf að sýna „þolgæði“ og „biðlund“ til að ljúka faraldrinum. Alls ekki er ráðlegt að Íslendingar leggist í ferðalög um páskana. Það skapar óteljandi vandamál sem hægt er að komast hjá með því að vera heima.
Kjarninn 31. mars 2020
Kristbjörn Árnason
Mannlegir kingsarar vikunnar.
Leslistinn 31. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None