Ríkasta prósentið á Íslandi á 40 prósent meira en árið 2002

forsidumynd5.jpg
Auglýsing

Árið 2002 átti rík­asta eitt pró­sent íslenskra skatt­greið­enda um 17 pró­sent af öllum auði lands­manna.* Tíu árum síð­ar, árið 2012, var hlut­fallið 22,5 pró­sent. Á verð­lagi árs­ins 2012 þá hækk­aði hrein eign fólks í þessum hópi að með­al­tali úr 173,5 millj­ónum króna árið 2002 í 243,7 millj­ónir króna árið 2012. Auður hvers skatt­greið­enda sem til­heyrir eina pró­sent­inu hefur því að jafn­aði vaxið um 40 pró­sent á tíu árum. Á sama tíma hefur hrein eign allra skatt­greið­enda auk­ist um tæp 30%.

Á vef Hag­stof­unnar er að finna yfir­lit yfir eign­ir, skuldir og eigið fé (eignir umfram skuld­ir) skatt­greið­enda frá 1997 til 2013. Gögn­unum er skipt í tíundu hluta eftir eig­in­fjár­stöðu fólks, það er hversu miklar eignir það á umfram skuld­ir. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Hag­stof­unni hafa tölur um eina pró­sentið ekki verið birtar opin­ber­lega, en tví­vegis verið teknar saman að ósk OECD, fyrir árin 2002 og 2012. Útreikn­ingar á auði þessa fólks byggja á þeim gögn­um.

Frétta­stofa RÚV fjall­aði um málið í kvöld­fréttum í gær.

Auglýsing

Áttu mest 2010

Ef litið er til rík­ustu tíund­ar­inn­ar, það eru 10% skatt­greið­enda sem eiga mest af hreinum eign­um, þá átti sá hópur um 70,7 pró­sent alls auðs árið 2013. Í hóp­inum eru þeir 19.324 skatt­greið­endur sem eiga meira en 39,1 milljón í hreinni eign. Til þess að til­heyra efsta eina pró­sent­inu, sam­tals um 1.900 skatt­greið­end­ur, þá þarf skatt­greið­andi að eiga 122 millj­ónir í hreinni eign, sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar um skipt­ingu tíunda.

Taflan hér að neðan sýnir hvernig auður efsta 10% hóps­ins af heildar eigin fé óx frá 2005 til 2010 en hefur dalað síð­an. Frá 2005 fór hlut­fallið úr því að vera 55,7 pró­sent af öllum hreinum eign­um, yfir í heil 86,7 pró­sent árið 2010.

Hrein eign rík­ustu tíundar skatt­greið­enda af heild |Create infograp­hicsSjá einnig: Helm­ingur Íslend­inga á 750 þús­und eða minna.

*Auður er hér skil­greindur sem eignir umfram skuld­ir, eða hrein eign skatt­greið­enda.

Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 22. jan­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferð til fjár.

ferd-til-fjar_bordi

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None