Fulltrúi Eflingar rekinn af fundi starfsmanna sem ræsta Landsspítala

landspitali-fossvogi-02-715x320.jpg
Auglýsing

Harpa Ólafs­dótt­ir, hag­fræð­ingur Efl­ing­ar, var rekin  af fundi sem pólskir ræst­ing­ar­starfs­menn héldu með yfir­mönnum ræst­ing­ar­fyr­ir­tækis sem sér um þrif á Lands­spít­al­an­um. Pólsku starfs­menn­irnir höfðu óskað eftir nær­væru Hörpu á fund­inum auk þess sem túlkur var til stað­ar. Það voru full­trúar ræst­inga­fyr­ir­tæk­is­ins sem mein­uðu Hörpu að taka þátt í fund­in­um.

Sam­kvæmt nýrri við­horfskönnun Efl­ingar eru 73 pró­sent þeirra sem starfa við ræst­ingar með dag­vinnu­laun sem eru undir 250 þús­und krónum fyrir fullt starf á mán­uði. Launa­sam­an­burður hefur leitt í ljós að þessi hópur hefur hækkað hvað minnst milli ára af ein­stökum starfa­hóp­um, eða um 2,4 pró­sent á milli áranna 2013 og 2014. Pólsku starfs­menn­irn­ir, sem eru tólf tals­ins, sjá um þrif á 26 þús­und fer­metra svæði á Lands­spít­al­an­um. Mikil ólga hefur verið á meðal þeirra vegna álags og bágra kjara og þess vegna var boðað til fund­ar­ins.

Ótrú­legt atvik og mikið van­virðaÍ frá­sögn af atvik­inu á heima­síðu Efl­ingar seg­ir:

Margt bendir til að ræst­ing­ar­fólk sé að fá sig fullsatt af álagi og kröfum um stöðugt aukna vinnu fyrir lægra kaup og verri aðbúnað í erf­iðum ræst­ing­ar­störf­um. Stór hópur fólks af erlendum upp­runa sinnir ræst­ing­ar­störfum í kjöl­far útboða hjá rík­is­fyr­ir­tækjum og er að kikna undan álagi fyrir laun sem eru í mörgum til­vikum undir því lág­marki sem kjara­samn­ingar kveða á um.  Á Lands­spít­al­anum kom nýlega til árekst­urs þegar full­trúi Efl­ing­ar, Harpa Ólafs­dótt­ir, var rekin af fundi sem pólskir ræst­ing­ar­starfs­menn höfðu óskað eftir nær­veru Efl­ing­ar.

Auglýsing

Efling-logo

Á Land­spít­al­anum í Foss­vogi háttar svo til að tólf pólskir starfs­menn sjá um þrif á um 26  þús­und fer­metra svæði. Mikil ólga hefur verið und­an­farið hjá þessum starfs­mönnum vegna álags og bágra kjara.  Nú fyrr í nóv­em­ber­mán­uði ósk­uðu þeir eftir fundi með yfir­mönnum ræst­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins ásamt túlki og full­trúa Efl­ing­ar.

Við höfum fylgst með vax­andi óánægju á þessum verk­stöðvum ræst­ing­ar­fólks og brugð­umst því  hratt við þegar óskað var eftir nær­veru Efl­ingar og stuðn­ings á fund­inum sem fyr­ir­tækið Hreint var með á staðn­um, segir Harpa Ólafs­dótt­ir, hag­fræð­ingur Efl­ing­ar.

Þegar til kom var mér sem full­trúa stétt­ar­fé­lags­ins mein­aður aðgangur að fund­in­um. Þetta var ekki lítið sér­kenni­leg upp­á­koma og ég hef aldrei sem starfs­maður Efl­ingar lent í því að vera meinuð aðganga að fundi til að aðstoða félags­menn. Ótrú­legt atvik og mikil van­virða við fólkið sem beðið hafði um aðstoð Efl­ingar á fund­in­um.  Sér í lagi þar sem eng­inn trún­að­ar­maður er á staðnum og starfs­menn þekkja síður rétt sinn vegna tungu­mála­örð­ug­leika.  Þetta varð til þess að þeir ell­efu starfs­menn sem mættir voru gengu allir af fundi.

Að loknu stuttu sam­tali sem full­trúi Efl­ingar tók við starfs­menn­ina með aðstoð túlks var talin full ástæða til að skoða málið betur og er það nú til með­ferðar hjá lög­mönnum og for­ystu­mönnum Efl­ing­ar.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None