Fulltrúi Eflingar rekinn af fundi starfsmanna sem ræsta Landsspítala

landspitali-fossvogi-02-715x320.jpg
Auglýsing

Harpa Ólafs­dótt­ir, hag­fræð­ingur Efl­ing­ar, var rekin  af fundi sem pólskir ræst­ing­ar­starfs­menn héldu með yfir­mönnum ræst­ing­ar­fyr­ir­tækis sem sér um þrif á Lands­spít­al­an­um. Pólsku starfs­menn­irnir höfðu óskað eftir nær­væru Hörpu á fund­inum auk þess sem túlkur var til stað­ar. Það voru full­trúar ræst­inga­fyr­ir­tæk­is­ins sem mein­uðu Hörpu að taka þátt í fund­in­um.

Sam­kvæmt nýrri við­horfskönnun Efl­ingar eru 73 pró­sent þeirra sem starfa við ræst­ingar með dag­vinnu­laun sem eru undir 250 þús­und krónum fyrir fullt starf á mán­uði. Launa­sam­an­burður hefur leitt í ljós að þessi hópur hefur hækkað hvað minnst milli ára af ein­stökum starfa­hóp­um, eða um 2,4 pró­sent á milli áranna 2013 og 2014. Pólsku starfs­menn­irn­ir, sem eru tólf tals­ins, sjá um þrif á 26 þús­und fer­metra svæði á Lands­spít­al­an­um. Mikil ólga hefur verið á meðal þeirra vegna álags og bágra kjara og þess vegna var boðað til fund­ar­ins.

Ótrú­legt atvik og mikið van­virðaÍ frá­sögn af atvik­inu á heima­síðu Efl­ingar seg­ir:

Margt bendir til að ræst­ing­ar­fólk sé að fá sig fullsatt af álagi og kröfum um stöðugt aukna vinnu fyrir lægra kaup og verri aðbúnað í erf­iðum ræst­ing­ar­störf­um. Stór hópur fólks af erlendum upp­runa sinnir ræst­ing­ar­störfum í kjöl­far útboða hjá rík­is­fyr­ir­tækjum og er að kikna undan álagi fyrir laun sem eru í mörgum til­vikum undir því lág­marki sem kjara­samn­ingar kveða á um.  Á Lands­spít­al­anum kom nýlega til árekst­urs þegar full­trúi Efl­ing­ar, Harpa Ólafs­dótt­ir, var rekin af fundi sem pólskir ræst­ing­ar­starfs­menn höfðu óskað eftir nær­veru Efl­ing­ar.

Auglýsing

Efling-logo

Á Land­spít­al­anum í Foss­vogi háttar svo til að tólf pólskir starfs­menn sjá um þrif á um 26  þús­und fer­metra svæði. Mikil ólga hefur verið und­an­farið hjá þessum starfs­mönnum vegna álags og bágra kjara.  Nú fyrr í nóv­em­ber­mán­uði ósk­uðu þeir eftir fundi með yfir­mönnum ræst­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins ásamt túlki og full­trúa Efl­ing­ar.

Við höfum fylgst með vax­andi óánægju á þessum verk­stöðvum ræst­ing­ar­fólks og brugð­umst því  hratt við þegar óskað var eftir nær­veru Efl­ingar og stuðn­ings á fund­inum sem fyr­ir­tækið Hreint var með á staðn­um, segir Harpa Ólafs­dótt­ir, hag­fræð­ingur Efl­ing­ar.

Þegar til kom var mér sem full­trúa stétt­ar­fé­lags­ins mein­aður aðgangur að fund­in­um. Þetta var ekki lítið sér­kenni­leg upp­á­koma og ég hef aldrei sem starfs­maður Efl­ingar lent í því að vera meinuð aðganga að fundi til að aðstoða félags­menn. Ótrú­legt atvik og mikil van­virða við fólkið sem beðið hafði um aðstoð Efl­ingar á fund­in­um.  Sér í lagi þar sem eng­inn trún­að­ar­maður er á staðnum og starfs­menn þekkja síður rétt sinn vegna tungu­mála­örð­ug­leika.  Þetta varð til þess að þeir ell­efu starfs­menn sem mættir voru gengu allir af fundi.

Að loknu stuttu sam­tali sem full­trúi Efl­ingar tók við starfs­menn­ina með aðstoð túlks var talin full ástæða til að skoða málið betur og er það nú til með­ferðar hjá lög­mönnum og for­ystu­mönnum Efl­ing­ar.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None