Fulltrúi Eflingar rekinn af fundi starfsmanna sem ræsta Landsspítala

landspitali-fossvogi-02-715x320.jpg
Auglýsing

Harpa Ólafs­dótt­ir, hag­fræð­ingur Efl­ing­ar, var rekin  af fundi sem pólskir ræst­ing­ar­starfs­menn héldu með yfir­mönnum ræst­ing­ar­fyr­ir­tækis sem sér um þrif á Lands­spít­al­an­um. Pólsku starfs­menn­irnir höfðu óskað eftir nær­væru Hörpu á fund­inum auk þess sem túlkur var til stað­ar. Það voru full­trúar ræst­inga­fyr­ir­tæk­is­ins sem mein­uðu Hörpu að taka þátt í fund­in­um.

Sam­kvæmt nýrri við­horfskönnun Efl­ingar eru 73 pró­sent þeirra sem starfa við ræst­ingar með dag­vinnu­laun sem eru undir 250 þús­und krónum fyrir fullt starf á mán­uði. Launa­sam­an­burður hefur leitt í ljós að þessi hópur hefur hækkað hvað minnst milli ára af ein­stökum starfa­hóp­um, eða um 2,4 pró­sent á milli áranna 2013 og 2014. Pólsku starfs­menn­irn­ir, sem eru tólf tals­ins, sjá um þrif á 26 þús­und fer­metra svæði á Lands­spít­al­an­um. Mikil ólga hefur verið á meðal þeirra vegna álags og bágra kjara og þess vegna var boðað til fund­ar­ins.

Ótrú­legt atvik og mikið van­virðaÍ frá­sögn af atvik­inu á heima­síðu Efl­ingar seg­ir:

Margt bendir til að ræst­ing­ar­fólk sé að fá sig fullsatt af álagi og kröfum um stöðugt aukna vinnu fyrir lægra kaup og verri aðbúnað í erf­iðum ræst­ing­ar­störf­um. Stór hópur fólks af erlendum upp­runa sinnir ræst­ing­ar­störfum í kjöl­far útboða hjá rík­is­fyr­ir­tækjum og er að kikna undan álagi fyrir laun sem eru í mörgum til­vikum undir því lág­marki sem kjara­samn­ingar kveða á um.  Á Lands­spít­al­anum kom nýlega til árekst­urs þegar full­trúi Efl­ing­ar, Harpa Ólafs­dótt­ir, var rekin af fundi sem pólskir ræst­ing­ar­starfs­menn höfðu óskað eftir nær­veru Efl­ing­ar.

Auglýsing

Efling-logo

Á Land­spít­al­anum í Foss­vogi háttar svo til að tólf pólskir starfs­menn sjá um þrif á um 26  þús­und fer­metra svæði. Mikil ólga hefur verið und­an­farið hjá þessum starfs­mönnum vegna álags og bágra kjara.  Nú fyrr í nóv­em­ber­mán­uði ósk­uðu þeir eftir fundi með yfir­mönnum ræst­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins ásamt túlki og full­trúa Efl­ing­ar.

Við höfum fylgst með vax­andi óánægju á þessum verk­stöðvum ræst­ing­ar­fólks og brugð­umst því  hratt við þegar óskað var eftir nær­veru Efl­ingar og stuðn­ings á fund­inum sem fyr­ir­tækið Hreint var með á staðn­um, segir Harpa Ólafs­dótt­ir, hag­fræð­ingur Efl­ing­ar.

Þegar til kom var mér sem full­trúa stétt­ar­fé­lags­ins mein­aður aðgangur að fund­in­um. Þetta var ekki lítið sér­kenni­leg upp­á­koma og ég hef aldrei sem starfs­maður Efl­ingar lent í því að vera meinuð aðganga að fundi til að aðstoða félags­menn. Ótrú­legt atvik og mikil van­virða við fólkið sem beðið hafði um aðstoð Efl­ingar á fund­in­um.  Sér í lagi þar sem eng­inn trún­að­ar­maður er á staðnum og starfs­menn þekkja síður rétt sinn vegna tungu­mála­örð­ug­leika.  Þetta varð til þess að þeir ell­efu starfs­menn sem mættir voru gengu allir af fundi.

Að loknu stuttu sam­tali sem full­trúi Efl­ingar tók við starfs­menn­ina með aðstoð túlks var talin full ástæða til að skoða málið betur og er það nú til með­ferðar hjá lög­mönnum og for­ystu­mönnum Efl­ing­ar.

 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None