Fyrstu 50 störfin við hátæknisetur í Vatnsmýri auglýst

15340737888-1fbe30b8de-h.jpg
Auglýsing

Alvot­ech, syst­ur­fyr­ir­tæki Alvogen, mun ráða í fimm­tíu fyrstu störfin við nýtt hátækni­setur í Vatns­mýr­inni á næstu mán­uð­um. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Alvogen. „Nú er aug­lýst eftir 35 háskóla­mennt­uðum Íslend­ingum með raun­vís­inda­bak­grunn og fyrri hluta næsta árs verður ráðn­ingum haldið áfram. Búast má við því að um 200 ný störf verði til í tengslum við starf­sem­ina á næstu árum,“ segir í til­kynn­ing­unni, en störfin eru aug­lýst á vef Alvogen.

Í nóv­em­ber í fyrra hófust fram­kvæmdir við nýtt hátækni­setur sem verður um þrettán þús­und fer­metrar að stærð, full­bú­ið. Innan set­urs­ins, sem ákveðið var að ráð­ast í á grund­velli sam­komu­lags milli Háskóla Íslands og Reykja­vík­ur­borg­ar,  verður unnið að þróun og fram­leiðslu líf­tækni­lyfja og áætlað er að húsið verði tekið í notkun í árs­byrjun 2016, að því er segir í til­kynn­ingu.

„Sex líf­tækni­lyf eru nú í þróun hjá Alvot­ech í sam­vinnu við erlenda sam­starfs­að­ila og fyrstu lyf fyr­ir­tæk­is­ins fara á markað árið 2018 þegar einka­leyfi þeirra renna út. Lyfin eru háþróuð stungu­lyf og m.a. notuð við krabba­meini og gigt­ar­sjúk­dóm­um. Sala frum­lyfj­anna á árinu 2013 á heims­vísu var um 15 millj­arðar evra.  Al­vot­ech mun sjá um þróun og fram­leiðslu lyfj­anna en Alvogen og önnur lyfja­fyr­ir­tæki munu sjá um mark­aðs­setn­ingu þeirra,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Róbert Wess­man, stjórn­ar­for­maður og stofn­andi Alvot­ech, segir það fagn­að­ar­efni að auk­inn kraftur hafi verið settur í hátækni­setr­ið. „Það er ánægju­legt að geta byggt upp starf­semi Alvot­ech hér á landi og að Íslend­ingar hafi tæki­færi til þess að gegna lyk­il­hlut­verki í að móta nýtt lyfja­fyr­ir­tæki,“ segir Róbert.

Heild­ar­fjár­fest­ing Alvot­ech á sviði líf­tækni­lyfja er um 500 millj­ónir evra, um 75 millj­arðar króna, á næstu árum, þar með talin fjár­fest­ing á full­búnu hátækni­setri. Það er um átta millj­arða fram­kvæmda. Stærsti hluti fjár­fest­ingar er vegna þró­un­ar- og rann­sókn­ar­kostn­aðar og klínískra rann­sókna. ÞG verk­takar byggja húsið í sam­vinnu við PK arki­tekta, Eflu verk­fræði­stofu og Lagna­tækni. Alls munu skap­ast um 400 árs­verk á fram­kvæmda­tím­an­um, að því er segir í til­kynn­ingu.

Celonic AG Andr­eas Herr­man, for­stjóri Alvot­ech.

Andr­eas Herr­man, for­stjóri Alvot­ech, segir mikil tæki­færi vera að skap­ast í líf­tækni­iðn­aði meðal ann­ars vegna þess að einka­leyfi margra líf­tækni­lyfja muni renna út á næstu árum. „Við sjáum mikil tæki­færi í upp­bygg­ingu líf­tækni­fyr­ir­tækja á næstu árum. Sala líf­tækni­lyfja er í miklum vexti og árlegt sölu­verð­mæti líf­tækni­lyfja sem renna af einka­leyfi til árs­ins 2020 er um 100 millj­arðar banda­ríkja­dala. Það er því eftir miklu að slægj­ast. Við stefnum að því að vera í hópi fyrstu fyr­ir­tækja á markað með okkar lyf þegar einka­leyfi renna út árið 2018 og síð­ar. Íslend­ingar verða í lyk­il­hlut­verkum í upp­bygg­ingu Alvot­ech og eru góð blanda við öfl­uga erlenda stjórn­endur sem nú þegar hafa verið ráðn­ir,“ sagði Herrm­an.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hrina hópuppsagna í tengslum við COVID-19 faraldurinn virðist gengin niður
Stærst þeirra þriggja hópuppsagna sem áttu sér stað í júní er uppsögn PCC á Bakka sem sagði upp nálægt 85 manns af þeim tæplega 150 manns sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
Tæplega 35 þúsund hafa látist af völdum COVID-19 á Ítalíu
Dánartíðni vegna COVID-19 hærri hjá ómenntuðum en menntuðum á Ítalíu
Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Ítalíu grátt en það var fyrsta Evrópulandið til að glíma við mikla útbreiðslu veirunnar. Í marsmánuði jókst munur á dánartíðni menntaðra og ómenntaðra þar í landi vegna veirunnar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
Kjarninn 4. júlí 2020
Flennistór mynd af þáttastjórnandanum Tucker Carlson á höfuðstöðvum Fox News.
„Tucker Carlson 2024?“
Áhrifamenn meðal repúblikana og íhaldssamir álitsgjafar í Bandaríkjunum telja raunhæft að Tucker Carlson, þáttastjórnandi á Fox News sem milljónir fylgjast með á hverju kvöldi, gæti náð langt ef hann kysi að fara í forsetaframboð árið 2024.
Kjarninn 4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
Kjarninn 4. júlí 2020
„Keyrt á sama fólkinu sem fær aldrei frídag“
Í nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu kemur margt varhugavert fram, m.a. að fólk þurfi að vinna margar vikur í röð og að vikulegur frídagur hafi ekki verið virtur.
Kjarninn 4. júlí 2020
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None