Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður skiluðu sér rétt fyrir miðnætti. Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur, þá Vinstri græn og síðan Samfylkingin.
Helstu tíðindin eru þau að Ásmundur Einar Daðason ráðherra og oddviti Framsóknarflokks er öruggur inni, en Framsóknarflokkurinn er með 12,7 prósent atkvæða og er á pari við Samfylkinguna og Pírata í kjördæminu, samkvæmt fyrstu tölum.
Einnig er Tómas Tómasson oddviti Flokks fólksins að mælast inni sem kjördæmakjörinn þingmaður, en 44 prósent líkur voru á því að hann næði þingsæti samkvæmt þingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar.
Andrés Ingi þingmaður Pírata og Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokks eru í jöfnunarþingsætunum tveimur miðað við þessar fyrstu tölur.
Talin atkvæði: 19.452
Sjálfstæðisflokkur: 20,6 prósent - 3 þingmenn (-) jöfnunarmaður
Vinstri græn: 16,4 prósent - 2 þingmenn (-1)
Samfylkingin: 12,6 prósent - 1 þingmaður (-1)
Framsóknarflokkur: 12,5 prósent - 1 þingmaður (+1)
Píratar: 12,4 prósent - 2 þingmenn (-) jöfnunarmaður
Viðreisn: 7,6 prósent - 1 þingmaður (-)
Flokkur fólksins: 7,6 prósent - 1 þingmaður (+1)
Sósíalistaflokkurinn: 5,1 prósent - 0 þingmenn
Miðflokkurinn: 3,3 prósent - 0 þingmenn
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: 0,3 prósent
Ábyrg framtíð: 0,4 prósent
Þingmenn kjörnir 2017:
Sjálfstæðisflokkur 3
Vinstri græn 3
Píratar 2
Viðreisn 1
Flokkur fólksins 1
Samfylkingin 1
Hér að neðan má sjá lokaþingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður.