Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi suður voru birtar skömmu eftir miðnætti og þar með hafa fyrstu tölur verið birtar úr öllum sex kjördæmum. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi og bætir við sig einum þingmanni frá síðustu kosningum. Vinstri græn koma þar á eftir og halda sínum tveimur þingmönnum. Framsóknarflokkurinn bætir við sig fylgi og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra heldur því sæti sínu á Alþingi.
Flokkur fólksins fær jöfnunarþingsæti samkvæmt fyrstu tölum og fær því tvo þingmenn.
Talin atkvæði: 19.858
Sjálfstæðisflokkur: 22,9 prósent - 3 þingmenn (+1) jöfnunarmaður
Vinstri græn: 15,3 prósent - 2 þingmenn (-)
Samfylkingin: 13,2 prósent - 1 þingmaður (-)
Framsóknarflokkur: 11,6 prósent 1 þingmaður (-)
Píratar: 10,6 prósent - 1 þingmaður (-1)
Flokkur fólksins: 9 prósent - 2 þingmenn (+1) jöfnunarmaður
Viðreisn: 8,5 prósent - 1 þingmaður (-)
Miðflokkurinn: 4,2 prósent - 0 þingmenn (-1)
Sósíalistaflokkurinn: 4,3 prósent - 0 þingmenn
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: 0,4 prósent - 0 þingmenn
Þingmenn kjörnir 2017:
Sjálfstæðisflokkur 2
Vinstri græn 2
Píratar 2
Viðreisn 1
Framsóknarflokkur 1
Miðflokkur 1
Flokkur fólksins 1
Samfylkingin 1
Hér að neðan má sjá lokaþingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar fyrir Reykjavíkurkjördæmi suður.