Fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi bárust um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu í kvöld, rétt á eftir fyrstu tölum úr Norðvesturkjördæmi.
Framsóknarflokkurinn bætir við sig þingmanni í kjördæminu frá síðustu kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn er áfram stærstur með 26,3 prósent atkvæða. Þriðji stjórnarflokkurinn, Vinstri græn, tapa hins vegar fylgi en halda þingmanni í kjördæminu.
Þrír nýir oddvitar eru á leið á þing samkvæmt þessum fyrstu tölum, Guðrún Hafsteinsdóttir sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins, Hólmfríður Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi og Ásthildur Lóa Þórsdóttir sem leiðir lista Flokks fólksins í kjördæminu.
Talin atkvæði: 7.070
Sjálfstæðisflokkur: 26,3 prósent - 3 þingmenn (-)
Framsóknarflokkur: 21,7 prósent - 3 þingmenn (+1)
Flokkur fólksins: 14,2 prósent - 1 þingmaður (-)
Samfylkingin: 7,8 prósent - 1 þingmaður (-)
Vinstri græn: 7,6 prósent - 1 þingmaður (-)
Viðreisn: 6,4 prósent - 0 þingmenn (-)
Miðflokkurinn: 6,3 prósent - 0 þingmaður (-1)
Píratar: 5,4 prósent - 1 þingmenn (-) jöfnunarmaður
Sósíalistaflokkurinn: 3,9 prósent - 0 þingmenn
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: 0,3 prósent - 0 þingmenn
Þingmenn kjörnir 2017:
Sjálfstæðisflokkur 3
Framsóknarflokkur 2
Miðflokkur 1
Flokkur fólksins 1
Samfylkingin 1
Píratar 1
Vinstri græn 1
Hér að neðan má sjá lokaþingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar fyrir Suðurkjördæmi