Fyrstu tölurnar úr fjölmennasta kjördæmi landsins, Suðvesturkjördæmi, skiluðu sér kl. rúmlega 23 í kvöld. Ef önnur atkvæði í kjördæminu verða í takti við þau sem fyrst voru talin virðist Sjálfstæðisflokkurinn hafa unnið sterkan sigur í kjördæmi formannsins.
Flokkurinn hefur fengið 36,6 prósent þeirra atkvæða sem hafa verið talin og er næstum þrisvar sinnum stærri en Vinstri græn, sem eru næst stærsti flokkur kjördæmisins samkvæmt þessum fyrst tölum.
Þessi niðurstaða myndi þýða að Arnar Þór Jónsson héraðsdómari yrði þingmaður, en samkvæmt þingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar voru líkur hans á þingsæti einungis 16 prósent.
Samfylkingin, Miðflokkurinn og Viðreisn missa einn þingmann í kjördæminu samkvæmt þessum fyrstu tölum. Það myndi þýða að hvorki Samfylkingin né Miðflokkurinn fengju þingmenn, en oddvitar þessara flokka höfðu 93 og 52 prósent líkur á þingsæti samkvæmt þingsætaspánni.
Píratar og Sósíalistaflokkurinn fá jöfnunarmenn í kjördæminu samkvæmt þessum fyrstu tölum.
Talin atkvæði: 5.870
Sjálfstæðisflokkur: 36,6 prósent - 5 þingmenn (+1)
Vinstri græn: 13,6 prósent - 2 þingmenn (-)
Framsóknarflokkur: 11,9 prósent - 1 þingmaður (-)
Flokkur fólksins: 8,5 prósent - 1 þingmaður (+1)
Píratar: 7,7 prósent - 2 þingmenn (+1) jöfnunarmaður
Viðreisn: 7,7 prósent - 1 þingmaður (-1)
Sósíalistaflokkurinn: 6 prósent - 1 þingmaður (+1) jöfnunarmaður
Samfylkingin: 4,3 prósent - 0 þingmenn (-1)
Miðflokkurinn: 3,4 prósent - 0 þingmenn (-1)
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: 0 prósent (ekkert atkvæði)
Þingmenn kjörnir 2017:
Sjálfstæðisflokkur 4
Vinstri græn 2
Viðreisn 2
Framsóknarflokkur 1
Miðflokkur 1
Flokkur fólksins 1
Samfylkingin 1
Píratar 1
Hér að neðan má sjá lokaþingsætaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar fyrir Suðvesturkjördæmi