Gæti kostað allt að 1,8 milljarða að breyta skipulagi ráðuneyta

Áætlaður viðbótarkostnaður af breyttri skipan ráðuneyta gæti numið 1.800 milljónum króna, segir fjármálaráðherra. Þar af munu 172 milljónir króna fara í tvo nýja aðstoðarmenn ráðherra.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Breytt skipan ráðu­neyta í nýrri rík­is­stjórn gæti kostað rík­is­sjóð allt að 1,77 millj­örðum króna á þessu kjör­tíma­bili. Kostn­að­ur­inn fer aðal­lega í fjölgun starfa sem fylgir breyttu skipu­lagi, þar á meðal rit­ara, bíl­stjóra og aðstoð­ar­manna nýrra ráð­herra. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn Helgu Völu Helga­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem birt­ist á vef Alþingis í dag.

Fyr­ir­spurn Helgu var í nokkrum lið­um, en í þeim fyrsta var spurt um árlegan við­bót­ar­kostnað rík­is­sjóðs við að fjölga ráð­herrum um tvo, líkt og rík­is­stjórnin hefur gert. Sam­kvæmt Svari Bjarna er áætl­aður heild­ar­launa­kostn­aður vegna þess 13 millj­ónir króna fyrir hvern ráð­herra, en honum fylgja tveir aðstoð­ar­menn sem kosta 43 millj­ónir króna árlega, auk rit­ara sem kosta 11 millj­ónir króna og bíl­stjóra sem kosta 14 millj­ónir króna.

Til við­bótar er einnig kostn­aður fólgin í stofnun tveggja nýrra ráðu­neyta, þar sem ráðu­neyt­is­stjórum og almennum starfs­mönnum þeirra muni fjölga, auk þess sem annar rekstr­ar­kostn­aður og leiga á hús­næði fellur til. Svo er einnig tal­inn með kostn­aður við 30 millj­óna kaup á bún­aði og tækjum fyrir bæði ráðu­neytin og 40 millj­óna króna auka­fjár­heim­ild vegna óvissu. Sam­tals nemur heild­ar­fjár­heim­ildin 450 millj­ónum króna.

Auglýsing

Helga spurði einnig hvernig kostn­að­ur­inn skipt­ist upp í launa­kostnað og annan kostnað vegna breyt­inga á skrif­stofu­hús­næði. Sam­kvæmt svari Bjarna er stærsti hlut­inn, eða um 84 pró­sent, vegna fjölg­unar starfa, en við­bót­ar­kostn­aður vegna breyt­inga á hús­næði er tal­inn vera tak­mark­aður þar sem þegar var hafin vinna við að færa starf­semi Stjórn­ar­ráðs­ins yfir í nýtt hús­næði.

Bjarni áætl­aði að upp­safn­aður við­bót­ar­kostn­aður fyrir allt kjör­tíma­bilið í heild sinni myndi nema 1,77 millj­örðum króna, en bætti þó við að kostn­að­ur­inn gæti orðið nokkru hærri ef nýta þurfti svig­rúm fyrir óvissu í áætl­un­inni. Á móti vegi að Stjórn­ar­ráðið hygð­ist ráð­ast í end­ur­skipu­lagn­ingu á fyr­ir­komu­lagi stoð­þjón­ustu ráð­herra, en sam­kvæmt honum gæti slík breyt­ing leitt til auk­ins hag­ræðis í rekstri, sem ekki tekið til­lit til í þessum töl­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent