Gagn sem MS upplýsti Samkeppniseftirlitið ekki um veldur uppnámi

kjarninn_mjolkurvorur_vef.jpg
Auglýsing

Áður óþekktur samn­ingur milli Mjólk­ur­sam­söl­unnar (MS) og Kaup­fé­lags Skag­firð­inga (KS), sem MS byggði mál­flutn­ing sinn á fyrir áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála, hefur nú leitt til þess að nefndin hefur falið Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu að rann­saka nánar verð­lagn­ingu MS á hrá­mjólk til ann­ars vegar tengdra fyr­ir­tækja og hins vegar keppi­nauta sam­stæð­unn­ar. Þetta kemur fram í tillkynn­ingu á heima­síðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Áfrýj­un­ar­nefndin hefur því fellt úr gildi úrskurð Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins frá því í októ­ber, sem sektaði MS í lok sept­em­ber um 370 millj­ónir króna vegna alvar­legra sam­keppn­islaga­brota.

Létu ekki vita af samn­ingnum við rann­sókn máls­insAð mati áfrýj­un­ar­nefnd­ar­innar er þetta nauð­syn­legt þar sem MS lét, við með­ferð máls­ins fyrir Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, undir höfuð leggj­ast að upp­lýsa stofn­un­ina um áður óþekktan samn­ing við Kaup­fé­lag Skag­firð­inga. Að mati nefnd­ar­innar komu ekki fram full­nægj­andi skýr­ingar af hálfu MS á fram­kvæmd samn­ings­ins fyrir nefnd­inni.

Í ákvörðun sinni taldi Sam­keppn­is­eft­ir­litið að MS hefði með ólög­mætum hætti mis­munað Mjólk­ur­bú­inu Kú, áður Mjólku, á meðan hún var í eigu fyrri eig­anda, með því að selja fyr­ir­tæk­inu óger­il­sneydda hrá­mjólk á allt að 17 pró­sent hærra verði en gilti gagn­vart tengdum aðil­um, það er Kaup­fé­lagi Skag­firð­ing a og síðan Mjólku eftir að KS eign­að­ist félag­ið. Var þessi mis­munun til þess fallin að veikja Mjólku sem keppi­naut MS og tengdra félaga.

Auglýsing

Við­ur­lög við því að halda upp­lýs­ingum frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inuMS lagði í fyrsta sinn fram til­tekið gagn fyrir áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála, samn­ing við KS frá 15. júlí 2008. Við rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hafði MS aldrei vísað eða greint stofn­un­inni frá umræddum samn­ingi, þrátt fyrir að hún hefði ítrekað óskað eftir skýr­ingum og gögnum frá MS vegna umræddrar verð­lagn­ing­ar. Í úrskurði áfrýj­un­ar­nefnar segir vegna þessa:

„Þótt ekki hafi komið hald­bærar skýr­ingar á því hjá áfrýj­anda hvers vegna bæði samn­ing­ur­inn hafi ekki verið lagður fram við með­ferð máls­ins hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu né grund­vall­ar­gögn um efndir hans og upp­gjör hjá áfrýj­un­ar­nefnd­inni telur nefndin sér skylt á grund­velli rann­sókn­ar­reglu stjórn­sýslu­réttar að koma mál­inu í þann far­veg að upp­lýst sé um þessi atriði. Við munn­legan mál­flutn­ing skýrð­ist málið ekki frekar að þessu leyti. Við svo búið telur áfrýj­un­ar­nefndin sér ekki unnt að taka efn­is­lega afstöðu til máls­ins. Verður því ekki kom­ist hjá því að ógilda hinn kærða úrskurð Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og leggja fyrir eft­ir­litið að taka á ný afstöðu til máls­ins að und­an­geng­inni frek­ari rann­sókn og að fengnum sjón­ar­miðum er varða þýð­ingu samn­ings­ins á milli áfrýj­anda og KS frá 15. júlí 2008, upp­gjöri á milli aðila hans og efndum á því tíma­bili sem meint brota­starf­semi stóð yfir­.“ 

Sam­keppn­is­eft­ir­litið mun nú í sam­ræmi við úrskurð áfrýj­un­ar­nefnd­ar­inn­ar, taka málið aftur til með­ferð­ar. Þá mun stofn­un­in ­sömu­leiðis rann­saka af hverju umræddur samn­ingur var ekki lagður fyrir eft­ir­litið við rann­sókn máls­ins, en við­ur­lög geta legið við því að halda upp­lýs­ingum frá eft­ir­lit­inu við rann­sókn máls.

„Áfanga­sigur fyrir Mjólk­ur­sam­söl­una“Í frétta­til­kynn­ingu sem MS sendi fjöl­miðlum nú undir kvöld, fagnar fyr­ir­tækið nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­nefnar sam­keppn­is­mála „Þetta er vissu­lega áfanga­sig­ur. Málið telst ekki rann­sakað til þeirrar nið­ur­stöðu sem kynnt var og 370 millj­óna króna sektin verður nú end­ur­greidd félag­in­u,“ er haft eftir Ein­ari Sig­urðs­syni, for­stjóra MS í til­kynn­ing­unni.

„Áfrýj­un­ar­nefndin bendir á að sam­starfs­samn­ingur Mjólk­ur­sam­söl­unnar og Kaup­fé­lags Skag­firð­inga hafi ekki komið fram sem gagn í mál­inu fyrr en á í áfrýj­un­ar­ferli og að ekki hafi farið fram nægj­an­leg rann­sókn á því hvernig fyr­ir­tækin unnu á grund­velli hans. Mjólk­ur­sam­salan áréttar að fyr­ir­tækið veitti á öllum stigum máls­ins upp­lýs­ingar um efni sam­starfs­ins og eðli þess sem byggði á þessum samn­ingi. Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála telur samt að þurft hefði að kanna málið betur og vísar því til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Mjólk­ur­sam­salan mun kapp­kosta að veita sem ítar­leg­astar upp­lýs­ingar í þeirri skoðnum og telur að þeirri rann­sókn lok­inni verði sýnt verði fyr­ir­tækið hafi ekki brotið sam­keppn­is­lög,“ segir for­stjóri MS í til­kynn­ing­unni.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None