Vegagerðin í hundruð milljóna viðskiptum við ættingja starfsmanna

14357160377-b10a3ec824-k-1.jpg
Auglýsing

Vega­gerðin hefur átt í við­skiptum við ætt­ingja starfs­manna, fyrrum starfs­menn og jafn­vel þá starfs­menn­ina sjálfa. Um er að ræða hund­ruð millj­óna króna við­skipti við bróður deild­ar­stjóra hjá Vega­gerð­inni, hund­ruð millj­óna króna verk­töku fyrrum starfs­manns Vega­gerð­ar­innar fyrir hana og kaup á ræst­ingum fyrir úti­búi Vega­gerð­ar­innar í Hafn­ar­firði af fyr­ir­tæki í eigu deild­ar­stjóra þess og eig­in­konu hans. Kast­ljós greindi frá þessu í ítar­legri umfjöllun í kvöld.

Mörg hund­ruð milljona við­skipti við bróður deild­ar­stjóraKast­ljós skoð­aði nokkur til­felli þar sem við­skipti Vega­gerð­ar­inn­ar, ein stærsta stofnun rík­is­ins, þóttu orka tví­mæl­is. Fyrsta til­fellið voru við­skipti við fyr­ir­tækin Sam­rás og Fjar­orku, sem Vega­gerðin hefur átt í við­skiptum við fyrir um 400 millj­ónir króna á und­an­förnum árum. Sam­rás fæst við verk­fræði­ráð­gjöf og Fjar­orka selur tækja­bún­að. Ekk­ert þeirra verka sem fyr­ir­tækin tvö unnu fyrir Vega­gerð­ina voru boðin út og sam­kvæmt Kast­ljósi eru engin eru til staðar sem benda til að óform­legar verðkann­anir liggi að baki  neinu þeirra.

vegagerð

Guð­laugur Jón­as­son er eini eig­andi Sam­rásar og á helm­ing í Fjar­orku. Hann er bróðir Nico­lai Jón­as­son­ar, deild­ar­stjóra þjón­ustu­deildar Vega­gerð­ar­inn­ar. Við­skipti Vega­gerð­ar­innar við Sam­rás og Fjar­orku hafa öll farið fram í gegnum deild­ina sem Nico­lai stýr­ir.

Auglýsing

Í Kast­ljósi kom fram að sam­kvæmt lögum um opin­ber inn­kaup eigi að bjóða út öll vöru­kaup yfir 11,5 millj­ónum króna. Sum við­skiptin við fyr­ir­tæki Guð­laugs eru langt yfir þeim mörk­um. Auk þess leggja stjórn­sýslu­lög og siða­reglur Vega­gerð­ar­innar bann við því að opin­berir starfs­menn komi að við­skiptum við ætt­ingja sína.

Fyrrum starfs­menn og eig­in­konurAnnað til­fellið snýr að kaupum Vega­gerð­ar­innar á verk­taka­þjón­ustu af fyr­ir­tæk­inu Hnjóti hf. Það fyr­ir­tæki var lengi í eigu Magn­úsar Guð­bjarts­son­ar, sem er fyrrum starfs­maður Vega­gerð­ar­inn­ar. Hann er ekki lengur skráður eig­andi Hnjóts en kemur fram sem tals­maður fyr­ir­tæk­is­ins í sam­skiptum þess við Vega­gerð­ina. Í umfjöllun Kast­ljóss kom fram að Magnús og þrjú fyr­ir­tæki honum tengd, meðal ann­ars Hnjót­ur, hafi fengið alls 205 millj­ónir króna fyrir ýmis verk sem unnin voru að beiðni fyrrum sam­starfs­manna hans á und­an­förnum árum.

Þriðja til­fellið snýst um kaup úti­bús Vega­gerð­ar­innar í Hafn­ar­firði á ræst­ing­ar­þjón­ustu af fyr­ir­tæki í eigu Bjarna Stef­áns­sonar og eig­in­konu hans fyrir alls um tíu millj­ónir króna á und­an­förnum árum. Bjarni er deild­ar­stjóri úti­bús­ins.  Hann hafði sjálfur umsjón með kaupum á ræst­ing­ar­þjón­ust­unni og stýrði meðal ann­ars útboði á þjón­ust­unni þar sem mót­bjóð­andi sendi til­boð sitt meðal ann­ars beint á Bjarna.

Í Kast­ljósi sagði að sam­kvæmt gögnum sem það hefur undir hönd­unum um þessi til­felli sé „erfitt að sjá að við­skiptin sam­rým­ist þeim reglum sem Vega­gerðin hefur sjálf sett sér, auk þess sem eðli­legt er að spurt sé hvort þessi við­skipti, sem sam­tals nema á sjö­unda hund­rað millj­óna króna, sam­ræm­ist lög­um“.

Í við­tali við Kast­ljós sagði Vega­mála­stjóri að vel geti verið að lög hafi verið brotin í við­skipt­unum sem voru til umfjöll­unar og að fullt til­efni sé til að fara betur yfir þau.

Vega­gerðin hefur skipað starfs­hóp til að fara yfir við­skipti Vega­gerð­ar­innar við ofan­greinda aðila í kjöl­far við­tals­ins sem Kast­ljós tók við Vega­mála­stjóra . Við­skiptum ræst­inga­fyr­ir­tæk­is­ins sem Bjarni Stef­áns­son og eig­in­kona hans eiga við Vega­gerð­ina hefur verið hætt.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None