Vegagerðin í hundruð milljóna viðskiptum við ættingja starfsmanna

14357160377-b10a3ec824-k-1.jpg
Auglýsing

Vega­gerðin hefur átt í við­skiptum við ætt­ingja starfs­manna, fyrrum starfs­menn og jafn­vel þá starfs­menn­ina sjálfa. Um er að ræða hund­ruð millj­óna króna við­skipti við bróður deild­ar­stjóra hjá Vega­gerð­inni, hund­ruð millj­óna króna verk­töku fyrrum starfs­manns Vega­gerð­ar­innar fyrir hana og kaup á ræst­ingum fyrir úti­búi Vega­gerð­ar­innar í Hafn­ar­firði af fyr­ir­tæki í eigu deild­ar­stjóra þess og eig­in­konu hans. Kast­ljós greindi frá þessu í ítar­legri umfjöllun í kvöld.

Mörg hund­ruð milljona við­skipti við bróður deild­ar­stjóraKast­ljós skoð­aði nokkur til­felli þar sem við­skipti Vega­gerð­ar­inn­ar, ein stærsta stofnun rík­is­ins, þóttu orka tví­mæl­is. Fyrsta til­fellið voru við­skipti við fyr­ir­tækin Sam­rás og Fjar­orku, sem Vega­gerðin hefur átt í við­skiptum við fyrir um 400 millj­ónir króna á und­an­förnum árum. Sam­rás fæst við verk­fræði­ráð­gjöf og Fjar­orka selur tækja­bún­að. Ekk­ert þeirra verka sem fyr­ir­tækin tvö unnu fyrir Vega­gerð­ina voru boðin út og sam­kvæmt Kast­ljósi eru engin eru til staðar sem benda til að óform­legar verðkann­anir liggi að baki  neinu þeirra.

vegagerð

Guð­laugur Jón­as­son er eini eig­andi Sam­rásar og á helm­ing í Fjar­orku. Hann er bróðir Nico­lai Jón­as­son­ar, deild­ar­stjóra þjón­ustu­deildar Vega­gerð­ar­inn­ar. Við­skipti Vega­gerð­ar­innar við Sam­rás og Fjar­orku hafa öll farið fram í gegnum deild­ina sem Nico­lai stýr­ir.

Auglýsing

Í Kast­ljósi kom fram að sam­kvæmt lögum um opin­ber inn­kaup eigi að bjóða út öll vöru­kaup yfir 11,5 millj­ónum króna. Sum við­skiptin við fyr­ir­tæki Guð­laugs eru langt yfir þeim mörk­um. Auk þess leggja stjórn­sýslu­lög og siða­reglur Vega­gerð­ar­innar bann við því að opin­berir starfs­menn komi að við­skiptum við ætt­ingja sína.

Fyrrum starfs­menn og eig­in­konurAnnað til­fellið snýr að kaupum Vega­gerð­ar­innar á verk­taka­þjón­ustu af fyr­ir­tæk­inu Hnjóti hf. Það fyr­ir­tæki var lengi í eigu Magn­úsar Guð­bjarts­son­ar, sem er fyrrum starfs­maður Vega­gerð­ar­inn­ar. Hann er ekki lengur skráður eig­andi Hnjóts en kemur fram sem tals­maður fyr­ir­tæk­is­ins í sam­skiptum þess við Vega­gerð­ina. Í umfjöllun Kast­ljóss kom fram að Magnús og þrjú fyr­ir­tæki honum tengd, meðal ann­ars Hnjót­ur, hafi fengið alls 205 millj­ónir króna fyrir ýmis verk sem unnin voru að beiðni fyrrum sam­starfs­manna hans á und­an­förnum árum.

Þriðja til­fellið snýst um kaup úti­bús Vega­gerð­ar­innar í Hafn­ar­firði á ræst­ing­ar­þjón­ustu af fyr­ir­tæki í eigu Bjarna Stef­áns­sonar og eig­in­konu hans fyrir alls um tíu millj­ónir króna á und­an­förnum árum. Bjarni er deild­ar­stjóri úti­bús­ins.  Hann hafði sjálfur umsjón með kaupum á ræst­ing­ar­þjón­ust­unni og stýrði meðal ann­ars útboði á þjón­ust­unni þar sem mót­bjóð­andi sendi til­boð sitt meðal ann­ars beint á Bjarna.

Í Kast­ljósi sagði að sam­kvæmt gögnum sem það hefur undir hönd­unum um þessi til­felli sé „erfitt að sjá að við­skiptin sam­rým­ist þeim reglum sem Vega­gerðin hefur sjálf sett sér, auk þess sem eðli­legt er að spurt sé hvort þessi við­skipti, sem sam­tals nema á sjö­unda hund­rað millj­óna króna, sam­ræm­ist lög­um“.

Í við­tali við Kast­ljós sagði Vega­mála­stjóri að vel geti verið að lög hafi verið brotin í við­skipt­unum sem voru til umfjöll­unar og að fullt til­efni sé til að fara betur yfir þau.

Vega­gerðin hefur skipað starfs­hóp til að fara yfir við­skipti Vega­gerð­ar­innar við ofan­greinda aðila í kjöl­far við­tals­ins sem Kast­ljós tók við Vega­mála­stjóra . Við­skiptum ræst­inga­fyr­ir­tæk­is­ins sem Bjarni Stef­áns­son og eig­in­kona hans eiga við Vega­gerð­ina hefur verið hætt.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None