Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum

Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.

Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Auglýsing

Breyta þarf lög um opinber fjármál hér á landi til þess að auka sveigjanleika í ríkisútgjöldum og skuldasöfnun í kreppum, samkvæmt sérfræðingahópi á vegum ASÍ og BSRB. Svokallaðar „afkomubætandi ráðstafanir“ sem ríkisstjórnin hyggst leggja í fælu aftur á móti í sér niðurskurð í kreppu, sem gæti haft slæmar afleiðingar á efnahagslíf landsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hópsins um efnahagsleg áhrif COVID-19.

Sveigjanlegri reglur nauðsynlegar

Hópurinn, sem er leiddur af Höllu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra ASÍ, telur ríkisskuldir ekki vera vandamál svo lengi sem vextir eru lægri en hagvöxtur. Í þeim aðstæðum gæti hið opinbera aukið efnahagsumsvif með skuldsetningu og vaxið svo út úr henni með sjálfbærum hætti.

Meiriháttar skuldaaukning ríkisins hefði hins vegar ekki verið möguleg hérlendis ef fjármálareglurnar, sem voru lögfestar í kjölfar fjármálahrunsins árið 2008, væru enn við gildi. Reglurnar, sem Alþingi ákvað tímabundið að afnema í desember síðastliðnum, kveða meðal annars á um að árlegur halli í rekstri hins opinbera fari ávallt undir 2,5 prósent af landsframleiðslu og að skuldir megi ekki vera hærri en 30 prósent af landsframleiðslu.

Auglýsing

Skýrsluhöfundar segja yfirstandandi kreppu gera það ómögulegt að standast skilyrði þessara reglna. Hefði verið haldið fast í fjármálareglurnar hefðu afleiðingarnar orðið „skelfilegar fyrir efnahagslífið og samfélagið í heild,” að mati sérfræðingahópsins.

Meiri niðurskurður ef kreppan verður verri

Hópurinn gagnrýnir einnig svokallaðar afkomubætandi ráðstafanir, sem eru fyrirhugaðar á árunum 2023, 2024 og 2025, en þær fela annað hvort í sér niðurskurð á útgjöldum ríkisins eða skattahækkanir til að bæta afkomu ríkissjóðs og lækka skuldahlutfall hins opinbera. Í skýrslunni segir að þessi áform séu ekki í samræmi við þá sýn til COVID-kreppunnar sem ráðandi sé erlendis, jafnt hjá ríkjum sem alþjóðlegum stofnunum.

Líkt og Kjarninn hefur fjallað um áður hyggst ríkisstjórnin ráðast í allt að helmingi meiri niðurskurð eða skattahækkanir ef yfirstandandi kreppa reynist þyngri en búist var við. Samkvæmt skýrsluhöfundum eru þetta sömu aðferðir og voru beittar í ýmsum Evrópulöndum í kjölfar fjármálahrunsins og höfðu slæm og langvinn áhrif á fátækt og ójöfnuð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent