Gagnrýna Katrínu og VG fyrir NATO-fund: Andstaðan kannski fyrst og fremst táknræn?

Formaður Eflingar og þingmaður Samfylkingarinnar beina athygli sinni að nýyfirstöðnum leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins og gagnrýna formann VG fyrir orð hennar í fjölmiðlum eftir fundinn.

Sólveig Anna Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson.
Sólveig Anna Jónsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Andri Thorsson.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna (VG), sótti leið­toga­fund Atl­ants­hafs­banda­lags­ins (NATO) sem fram fór í höf­uð­stöðvum banda­lags­ins í Brus­sel í gær. Ekki eru allir sáttir við orð og gjörðir Katrínar á fund­inum í ljósi þess að í stefnu­skrá VG um alþjóða- og frið­ar­mál segir að flokk­ur­inn leggi áherslu á að Ísland segi sig úr NATO.

Sól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ingar skrifar í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni að Katrín hafi árum saman „fengið frið­ar­sinna og and-heims­valda­sinna til að kjósa flokk­inn út á stefnu um frið­söm sam­skipti á milli þjóða og fólks, út á stefnu sem hafn­aði inn­rásum og ofbeldi Vest­ur­landa gagn­vart „hin­um“.“

Vísar hún í frétt mbl.is um leið­toga­fund­inn þar sem for­sæt­is­ráð­herr­ann sagði að Joe Biden for­seti Banda­ríkj­anna væri að koma mjög sterkt inn í Atl­ants­hafs­­banda­lagið eft­ir und­an­far­in ár. „Hann kom því mjög skýrt til skila að þetta skipti miklu máli fyr­ir Banda­­rík­­in, þetta banda­lag og sam­­starf við önn­ur vest­ræn ríki, þannig að það var mjög sterk inn­­koma get­um við sagt. Eins var mjög mikið rætt um mik­il­vægi þess að standa vörð um lýð­ræði og mann­rétt­ind­i,“ sagði Katrín í sam­tali við mbl.­is.

Auglýsing

Stöðuuppfærsla Sólveigar Önnu Mynd: Skjáskot/Facebook

Sól­veig Anna segir Katrínu tjá sig „eins og íþrótta-blogg­ari um rasíska stríðs-æs­inga „inn­komu“ Banda­ríkja­for­seta“.

„Auð­vitað ætla ég ekki að láta eins og ég sé ægi­lega sjokkeruð, áfallið sem ég varð fyrir þegar VG og Sam­fylk­ingin studdu inn­rás­ina í Líbíu kenndi mér lex­í­una sem ég þurfti að læra um íslenska real-póli­tík og hversu ógeðs­lega sið­laus hún er, en ég við­ur­kenni að skömmin sem ég upp­lifi þegar ég les þetta aumk­un­ar­verða orða­sal­ats-röfl er inni­leg yfir því að hafa raun­veru­lega trúað því að VG-­fólk meinti orð af því sem það sagð­i,“ skrifar hún.

Fjall­aði sér­stak­lega um afvopn­un­ar­mál

Katrín sagði við mbl.is að leið­toga­fund­ur­inn hefði gengið vel og að margir hefðu haft orð á því hversu ánægju­­legt væri að geta komið sam­an í eig­in per­­sónu.

Hún sagði jafn­framt að ný netör­ygg­is­­stefna hefði verið sam­þykkt ásamt nýrri aðgerða­á­ætl­­un í lofts­lags­­mál­um sem og til­­lög­ur Jens Stol­ten­bergs, fram­­kvæmda­­stjóra Atl­ants­hafs­­banda­lags­ins, sem mið­uðu að því að styrkja Atl­ants­haf­s­tengsl­in og efla póli­­tískt sam­­starf til að banda­lagið yrði enn bet­ur í stakk búið til að tak­­ast á við ör­ygg­is­á­skor­an­ir nútíðar og fram­tíð­ar.

Hún sagði að nokkuð hefði verið rætt um áætl­an­ir banda­lags­ins um að breikka sitt verk­svið með því að meðal ann­­ars að setja lofts­lags­­mál­in á dag­­skrá, fjalla um við­náms­þol aðild­­ar­­ríkj­anna og til­­von­andi fund Joes Bidens for­­seta Banda­­ríkj­anna og Vla­dimírs Pútíns for­­seta Rús­s­lands.

„Ég lagði auð­vitað áherslu á af­vopn­un­­ar­­mál í því sam­heng­i,“ sagði Katrín um sitt inn­­­legg á fund­in­­um. Hún sagð­ist fagna vilja nýs for­­seta Banda­­ríkj­anna til að setja þau mál á dag­­skrá og hvatti hann til dáða í þeim efn­um á kom­andi fundi. Fjall­aði hún sér­­stak­­lega um kyn­bundið of­beldi, lofts­lags­­mál ásamt af­vopn­un­­ar­­mál­um og lýð­ræð­is­­gildi í inn­­­leggi sínu á leið­toga­fund­in­um, að því er fram kemur í frétt­inni.

Leggja áherslu á að Ísland segi sig úr NATO

Vinstri græn hafa frá upp­hafi verið skýr í afstöðu sinni í frið­ar­málum en eins og áður segir kemur fram í stefnu­skrá flokks­ins um alþjóða- og frið­ar­mál að VG leggi áherslu á að Ísland segi sig úr NATO. Jafn­framt segir að flokk­ur­inn leggi áherslu á að Ísland verði frið­lýst fyrir kjarn­orku­vopnum og und­ir­riti sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna um bann við þeim.

„Ekk­ert er jafn skað­legt fyrir umhverf­ið, vel­ferð og heilsu fólks og hern­að­ur. Ísland á ekki að hafa her, hvorki inn­lendan né erlend­an. Það á að standa utan hern­að­ar­banda­laga og hafna víg­væð­ingu á alþjóða­vett­vangi. Stríð og hern­aður leysa engin vanda­mál, þótt hern­að­ar­sinnar haldi því fram að barist sé fyrir friði og mann­rétt­ind­um. Auk þess er víg­væð­ing og hern­aður gegnd­ar­laus sóun auð­linda og lífa,“ segir í stefnu­skrá VG.

NATO helsta hindr­unin í vegi þess að Ísland skrifi undir sátt­mála um bann við kjarn­orku­vopnum

Lands­fundur Sam­taka hern­að­ar­and­stæð­inga, sem hald­inn var í lok maí síð­ast­lið­ins, krafð­ist þess að íslensk stjórn­völd und­ir­rit­uðu sátt­mála Sam­ein­uðu Þjóð­anna um bann við kjarn­orku­vopnum sem öðl­að­ist gildi 22. jan­úar síð­ast­lið­inn.

„Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti Íslend­inga í öllum flokkum styður und­ir­ritun sátt­mál­ans og fjöl­mörg félaga­sam­tök úr öllum geirum hafa hvatt til þess. Við hvetjum stjórn­mála­flokka og fram­bjóð­endur til Alþingis til að taka und­ir­ritun sátt­mál­ans upp fyrir næstu kosn­ingar svo Ísland geti gengið í lið með þeim 54 löndum sem hafa bannað kjarn­orku­vopn og hverskyns flutn­ing á þeim, eða stuðn­ing við fram­leiðslu þeirra og dreif­ingu. Í því sam­hengi er minnt á að Nató er kjarn­orku­banda­lag og helsta hindr­unin í vegi þess að Ísland skrifi undir sátt­mál­ann,“ segir í álykt­un­inni.

Margt í íslenskri póli­tík ein­ungis tákn­rænt

Guð­mundur Andri Thors­son þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar gerði fund­inn einnig að umtals­efni á Face­book-­síðu sinni í morg­un.

„Les um það að Katrín Jak­obs­dóttir sé á NATO-fundi og meðal erinda hennar þar sé að funda með Ursulu von der Leyen til að biðja hana að gleyma ekki Ísland­i,“ segir hann og vísar í frétt RÚV um málið þar sem fram kemur að Katrín hafi notað tæki­færið til að minna á mik­il­vægi þess að sem EFTA-­ríki væri Ísland aðili að EES-­samn­ingnum og mjög mik­il­vægt væri að gæta hags­muna Íslend­inga gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu.

Seg­ist hann ekki efast um að Katrín sé landi og þjóð til mik­ils sóma þar ytra eins og endranær en „óneit­an­lega verður manni hugsað til þess hvort Nató-and­staða flokks­ins hennar sé meira tákn­ræn en raun­veru­leg“.

Þing­mað­ur­inn bendir á að margt í íslenskri póli­tík sé ein­ungis tákn­rænt og til þess að tryggja atkvæði – og snú­ist síður um raun­veru­leg úrlausn­ar­efni fyrir raun­veru­legt fólk í raun­veru­leik­an­um. „Báknið er tákn, bæði hjá Sjöllum og Mið­flokki svo dæmi sé nefnt. Manni finnst stundum að stjórn­málin mættu snú­ast meira um lífs­kjör almenn­ings.“

Spyr hann hvort NATO-and­staðan hjá VG sé kannski fyrst og fremst tákn­ræn og til þess að und­ir­strika sér­stöðu sína gagn­vart Sam­fylk­ing­unni í augum kjós­enda. „Eða finnst fólki það lík­legt að VG ætli sér í raun og veru að standa fyrir útgöngu úr Nató?“

Les um það að Katrín Jak­obs­dóttir sé á Nató-fundi og meðal erinda hennar þar sé að funda með Ursulu von der Leyen til að...

Posted by Guð­mundur Andri Thors­son on Tues­day, June 15, 2021

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent