Mannlíf yfir bílum: Tillögur að stokkalausnum kynntar

Fimm þverfagleg teymi hafa skilað inn tillögum að stokkum á Miklubraut og Sæbraut, eftir hugmyndaleit sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Borgarstjóri sagði á kynningarfundi að Miklubraut í núverandi mynd væri ógn við lífsgæði og heilsu íbúa á stóru svæði.

Miklubrautarstokkur, eins og teymi Arkís, Landslags og Mannvits sér fyrir sér að hann gæti orðið.
Miklubrautarstokkur, eins og teymi Arkís, Landslags og Mannvits sér fyrir sér að hann gæti orðið.
Auglýsing

Til­lögur fimm teyma að umferð­ar­stokkum á Sæbraut og Miklu­braut og skipu­lagi á yfir­borði í grennd við þá voru kynntar á opnum fundi Reykja­vík­ur­borgar í morgun og hafa verið gerðar aðgengi­legar á sér­stökum vef­svæði á vegum borg­ar­inn­ar.

Þessar til­lögur komu í gegnum svo­kall­aða hug­mynda­leit sem borg­ar­yf­ir­völd blésu til á síð­asta ári, en Reykja­vík­ur­borg hefur núna í kjöl­farið heim­ild til að vinna með til­lög­urnar áfram, breyta þeim eða jafn­vel til þess að fela öðrum útfærslu þeirra.

Þannig hefur með þess­ari hug­mynda­leit í reynd mynd­ast eins konar hug­mynda­banki að útfærslu skipu­lags í kringum Miklu­braut­ar­stokk og Sæbraut­ar­stokk, en báðar fram­kvæmd­irnar eru hluti af Sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Svona sjá fulltrúar Teiknistofunnar Traðar, Kanon arkitekta og VSÓ ráðgjafar fyrir sér að stokkurinn gæti breytt umhverfi Miklubrautarinnar. Mynd: Tröð, Kanon og VSÓ

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri sagði í upp­hafi fund­ar­ins að höf­uð­borg­ar­svæðið stæði á tíma­mótum í sam­göngu- og skipu­lags­málum og að verk­efnin sem væri verið að ráð­ast í þessi miss­erin væru svo stór og mörg að þau hefðu ekki öll fengið þá umræðu og rýni sem þau ættu skil­ið.

Mikla­brautin „ógn við lífs­gæði“

Til stendur að Miklu­braut­ar­stokkur verði byggður í tveimur áföng­um, fyrst frá Snorra­braut að Rauð­ar­ár­stíg og síðan frá Rauð­ar­ár­stíg að Kringlu­mýr­ar­braut. Borg­ar­stjóri sagð­ist hafa fundið það á síð­ustu árum að stuðn­ingur við þetta verk­efni, sem áætlað er að kosti yfir 20 millj­arða króna, væri mik­ill.

Auglýsing

„Miklu­brautin er orðin ógn við lífs­gæði og heilsu fólks á stórum svæðum í borg­inni og sér­stak­lega í Hlíð­un­um,“ sagði borg­ar­stjóri og nefndi að á fundi með íbúum í Hlíða­hverfi árið 2018 hefðu nær allir fund­ar­gestir jafn­vel lýst sig sam­þykka því að byggja húsa­röð inn á Klambratún, ef það þýddi að umferð­ar­stokkur á Miklu­braut gæti orðið að veru­leika.

Reyndar bætti Dagur því við að búið væri að ýta þeim mögu­leika að byggja inn á Klambratún út af borð­inu, en þessi við­brögð íbúa hefðu und­ir­strikað hversu gríð­ar­lega stórt lífs­gæða­mál Miklu­braut­ar­stokkur væri fyrir íbúa í Hlíð­un­um.

Útfærslur tey­manna fimm sem skil­uðu inn til­lögum að þessum stokki eru mis­mun­andi. Eitt teymið leggur til að Bústaða­vegur verði einnig nið­ur­graf­inn í stokki að hluta, þannig að öll umferð sem ekki eigi leið inn í hverfið verði neð­an­jarð­ar.

Sæbraut­ar­stokkur tengi Voga við Elliða­árnar

Sæbraut­ar­stokk­ur­inn á að liggja frá stóru mis­lægu slaufugatna­mót­unum í Elliða­ár­dalnum og rúman kíló­meter inn í Voga­hverfi.

Sæbrautarstokkur og skipulag, eins og Ask arkitektar, Efla og Gagarín sjá það fyrir sér.

Til­lögur tey­manna fimm gera allar ráð fyrir því að ofan á stokknum og til hliðar við hann gæti orðið tals­vert mikið magn bæði íbúð­ar- og atvinnu­hús­næðis eða umfangs­mikil græn svæði, auk tengi­stöðvar fyrir Borg­ar­línu, sem á að verða þunga­miðja í nýrri Voga­byggð.

Hér má kynna sér til­lög­urnar fimm um Miklu­braut­ar­stokk

Hér má kynna sér til­lög­urnar fimm um Sæbraut­ar­stokk

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent