Mannlíf yfir bílum: Tillögur að stokkalausnum kynntar

Fimm þverfagleg teymi hafa skilað inn tillögum að stokkum á Miklubraut og Sæbraut, eftir hugmyndaleit sem Reykjavíkurborg stóð fyrir. Borgarstjóri sagði á kynningarfundi að Miklubraut í núverandi mynd væri ógn við lífsgæði og heilsu íbúa á stóru svæði.

Miklubrautarstokkur, eins og teymi Arkís, Landslags og Mannvits sér fyrir sér að hann gæti orðið.
Miklubrautarstokkur, eins og teymi Arkís, Landslags og Mannvits sér fyrir sér að hann gæti orðið.
Auglýsing

Til­lögur fimm teyma að umferð­ar­stokkum á Sæbraut og Miklu­braut og skipu­lagi á yfir­borði í grennd við þá voru kynntar á opnum fundi Reykja­vík­ur­borgar í morgun og hafa verið gerðar aðgengi­legar á sér­stökum vef­svæði á vegum borg­ar­inn­ar.

Þessar til­lögur komu í gegnum svo­kall­aða hug­mynda­leit sem borg­ar­yf­ir­völd blésu til á síð­asta ári, en Reykja­vík­ur­borg hefur núna í kjöl­farið heim­ild til að vinna með til­lög­urnar áfram, breyta þeim eða jafn­vel til þess að fela öðrum útfærslu þeirra.

Þannig hefur með þess­ari hug­mynda­leit í reynd mynd­ast eins konar hug­mynda­banki að útfærslu skipu­lags í kringum Miklu­braut­ar­stokk og Sæbraut­ar­stokk, en báðar fram­kvæmd­irnar eru hluti af Sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

Svona sjá fulltrúar Teiknistofunnar Traðar, Kanon arkitekta og VSÓ ráðgjafar fyrir sér að stokkurinn gæti breytt umhverfi Miklubrautarinnar. Mynd: Tröð, Kanon og VSÓ

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri sagði í upp­hafi fund­ar­ins að höf­uð­borg­ar­svæðið stæði á tíma­mótum í sam­göngu- og skipu­lags­málum og að verk­efnin sem væri verið að ráð­ast í þessi miss­erin væru svo stór og mörg að þau hefðu ekki öll fengið þá umræðu og rýni sem þau ættu skil­ið.

Mikla­brautin „ógn við lífs­gæði“

Til stendur að Miklu­braut­ar­stokkur verði byggður í tveimur áföng­um, fyrst frá Snorra­braut að Rauð­ar­ár­stíg og síðan frá Rauð­ar­ár­stíg að Kringlu­mýr­ar­braut. Borg­ar­stjóri sagð­ist hafa fundið það á síð­ustu árum að stuðn­ingur við þetta verk­efni, sem áætlað er að kosti yfir 20 millj­arða króna, væri mik­ill.

Auglýsing

„Miklu­brautin er orðin ógn við lífs­gæði og heilsu fólks á stórum svæðum í borg­inni og sér­stak­lega í Hlíð­un­um,“ sagði borg­ar­stjóri og nefndi að á fundi með íbúum í Hlíða­hverfi árið 2018 hefðu nær allir fund­ar­gestir jafn­vel lýst sig sam­þykka því að byggja húsa­röð inn á Klambratún, ef það þýddi að umferð­ar­stokkur á Miklu­braut gæti orðið að veru­leika.

Reyndar bætti Dagur því við að búið væri að ýta þeim mögu­leika að byggja inn á Klambratún út af borð­inu, en þessi við­brögð íbúa hefðu und­ir­strikað hversu gríð­ar­lega stórt lífs­gæða­mál Miklu­braut­ar­stokkur væri fyrir íbúa í Hlíð­un­um.

Útfærslur tey­manna fimm sem skil­uðu inn til­lögum að þessum stokki eru mis­mun­andi. Eitt teymið leggur til að Bústaða­vegur verði einnig nið­ur­graf­inn í stokki að hluta, þannig að öll umferð sem ekki eigi leið inn í hverfið verði neð­an­jarð­ar.

Sæbraut­ar­stokkur tengi Voga við Elliða­árnar

Sæbraut­ar­stokk­ur­inn á að liggja frá stóru mis­lægu slaufugatna­mót­unum í Elliða­ár­dalnum og rúman kíló­meter inn í Voga­hverfi.

Sæbrautarstokkur og skipulag, eins og Ask arkitektar, Efla og Gagarín sjá það fyrir sér.

Til­lögur tey­manna fimm gera allar ráð fyrir því að ofan á stokknum og til hliðar við hann gæti orðið tals­vert mikið magn bæði íbúð­ar- og atvinnu­hús­næðis eða umfangs­mikil græn svæði, auk tengi­stöðvar fyrir Borg­ar­línu, sem á að verða þunga­miðja í nýrri Voga­byggð.

Hér má kynna sér til­lög­urnar fimm um Miklu­braut­ar­stokk

Hér má kynna sér til­lög­urnar fimm um Sæbraut­ar­stokk

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent