Gamall ostur er afbragðskostur

Br.d_med_V.sterbotten.ost_og_r.get_gedeost_.5205155586.jpg
Auglýsing

Allir sem á annað borð þekkja til Dana vita að þeir eru miklir mat­menn. Kjöt­bollur og pur­u­steik með rauð­káli, steikt rauð­spretta, hakkebøf, smur­brauð og pyls­ur, ásamt bjór og snafs. Danskast af öllu dönsku er stundum sagt. Í þess­ari upp­taln­ingu vantar eitt: ost. Danir eru miklar osta­æt­ur, eins og reyndar margar aðrar þjóð­ir, og það þykir óburðug verslun sem hefur ekki að minnsta kosti 30 mis­mun­andi teg­undir af osti á boðstól­um.

Eitt er það sem greinir danska ost­inn frá ostum í mörgum öðrum lönd­um. Tvennt væri kannski rétt­ara að segja: lyktin og bragð­ið. Margir sem ekki þekkja til fýla grön þegar umbúðir um danskan ost­bita eru opn­að­ar. Osta­lykt­inni sem þá sleppur út er iðu­lega líkt við óhreina sokka, aðrir kalla þetta ein­fald­lega fóta­lykt. Osta­að­dá­endur lygna hins vegar aftur aug­unum þegar ilm­ur­inn berst að vitum og fá vatn í munn­inn við til­hugs­un­ina um að bragða á góð­gæt­inu. Því kröft­ugri ilmur því betra bragð segja ostaunn­end­ur.

Feitur ostur eða mag­ur?Danir hafa ekki frekar en margar aðrar þjóðir farið var­hluta af hinni svoköll­uðu heilsu­far­sum­ræðu sem hefur verið áber­andi hin síð­ari ár. Sú umræða teng­ist þeirri stað­reynd að sífellt fleira fólk um víða ver­öld, einkum þó á Vest­ur­lönd­um, er alltof þungt. Þarna er danska þjóðin ekki und­an­skil­in. Ástæður þessa aukna með­al­þunga eru ugg­laust marg­ar, sem kannski verður best lýst með tveimur orð­um: breyttur lífs­stíll. Þetta hefur gerst þrátt fyrir aukið úrval fitu­snauð­ari mat­væla og ráð­gjöf sér­fræð­inga. Ost­ur­inn er þarna ekki und­an­skil­inn og danskir osta­fram­leið­endur hafa á und­an­förnum árum sett á mark­að­inn margs konar fitu­minni osta en áður voru í boði.

Létt­mjólk og létt hitt og þetta en feitur osturMjólk­ur­neysla Dana hefur breyst mikið á síð­ustu árum. Sala á létt­mjólk og und­an­rennu hefur auk­ist mikið en dreg­ist saman á hinni hefð­bundnu nýmjólk sem Danir kalla sødmælk. Sömu sögu er að segja um jógúrt og skyldar vör­ur. Skyr­ið, sem fram­leitt er að íslenskri fyr­ir­mynd, nýtur æ meiri vin­sælda hjá Dönum sem segja aðspurðir að það sé bæði gott og hollt og nefna lágt fitu­inni­hald.

Þessi áhugi og aukin neysla á fitu­snauðum mat­vælum nær hins­vegar ekki til osts­ins. Nær allar til­raunir osta­fram­leið­enda, og þær eru marg­ar, til að fá Dani til að kaupa fitu­snauðan ost hafa mis­heppn­ast. Hver létt-­teg­undin af annarri hefur litið dags­ins ljós á und­an­förnum árum með til­heyr­andi kynn­ing­ar­her­ferð í fjöl­miðl­um. En sama hvað reynt er, Danir fúlsa við fitu­minni ost­inum en smella áfram þeim feita ofan á rúg­brauðið og súr­deigs­boll­urn­ar. Allt tal um nær­ing­ar­gildi, of mörg kíló og kól­ester­ól, láta þeir sem vind um eyru þjóta þegar ost­ur­inn er ann­ars veg­ar. Og því eldri og sterk­ari þeim mun betri og vin­sælli meðal Dana.

Auglýsing

Gamli ost­ur­inn er hollasturÍ nýrri rann­sókn á vegum Hafn­ar­há­skóla koma fram nið­ur­stöður sem danskir ostaunn­endur kunna lík­lega vel að meta. Rann­sóknin leiddi í ljós að gam­all cheddar ostur (lát­inn lag­er­ast í 24 mán­uði) virð­ist mun holl­ari en ungur sams­konar ost­ur. Vís­inda­menn­irnir segja að full ástæða sé til að halda að sama gildi um ann­ars konar osta. Það er sem­sagt tím­inn sem ost­ur­inn er lát­inn bíða áður en hann er seldur sem öllu skipt­ir.

Rann­sókn dönsku vís­inda­mann­anna beind­ist ekki að sam­an­burði á mögrum og feitum osti en á síð­ustu árum hafa verið gerðar margar rann­sókn­ir, þar á meðal ein dönsk, sem sýna fram á að feitur ostur er miklu holl­ari en áður var talið. Danskir ostaunn­endur geta því glaðst þótt lík­lega gildi hið sígilda í þessum efnum eins og öðrum: allt er best í hófi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Rúmlega 2.200 sýni voru tekin á landinu í gær.
33 ný smit – nýgengi komið yfir 140 á hverja 100 þúsund íbúa
33 greindust með smit af kórónuveirunni innanlands í gær. Rúmlega helmingur þeirra var í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None