Gamall ostur er afbragðskostur

Br.d_med_V.sterbotten.ost_og_r.get_gedeost_.5205155586.jpg
Auglýsing

Allir sem á annað borð þekkja til Dana vita að þeir eru miklir mat­menn. Kjöt­bollur og pur­u­steik með rauð­káli, steikt rauð­spretta, hakkebøf, smur­brauð og pyls­ur, ásamt bjór og snafs. Danskast af öllu dönsku er stundum sagt. Í þess­ari upp­taln­ingu vantar eitt: ost. Danir eru miklar osta­æt­ur, eins og reyndar margar aðrar þjóð­ir, og það þykir óburðug verslun sem hefur ekki að minnsta kosti 30 mis­mun­andi teg­undir af osti á boðstól­um.

Eitt er það sem greinir danska ost­inn frá ostum í mörgum öðrum lönd­um. Tvennt væri kannski rétt­ara að segja: lyktin og bragð­ið. Margir sem ekki þekkja til fýla grön þegar umbúðir um danskan ost­bita eru opn­að­ar. Osta­lykt­inni sem þá sleppur út er iðu­lega líkt við óhreina sokka, aðrir kalla þetta ein­fald­lega fóta­lykt. Osta­að­dá­endur lygna hins vegar aftur aug­unum þegar ilm­ur­inn berst að vitum og fá vatn í munn­inn við til­hugs­un­ina um að bragða á góð­gæt­inu. Því kröft­ugri ilmur því betra bragð segja ostaunn­end­ur.

Feitur ostur eða mag­ur?



Danir hafa ekki frekar en margar aðrar þjóðir farið var­hluta af hinni svoköll­uðu heilsu­far­sum­ræðu sem hefur verið áber­andi hin síð­ari ár. Sú umræða teng­ist þeirri stað­reynd að sífellt fleira fólk um víða ver­öld, einkum þó á Vest­ur­lönd­um, er alltof þungt. Þarna er danska þjóðin ekki und­an­skil­in. Ástæður þessa aukna með­al­þunga eru ugg­laust marg­ar, sem kannski verður best lýst með tveimur orð­um: breyttur lífs­stíll. Þetta hefur gerst þrátt fyrir aukið úrval fitu­snauð­ari mat­væla og ráð­gjöf sér­fræð­inga. Ost­ur­inn er þarna ekki und­an­skil­inn og danskir osta­fram­leið­endur hafa á und­an­förnum árum sett á mark­að­inn margs konar fitu­minni osta en áður voru í boði.

Létt­mjólk og létt hitt og þetta en feitur ostur



Mjólk­ur­neysla Dana hefur breyst mikið á síð­ustu árum. Sala á létt­mjólk og und­an­rennu hefur auk­ist mikið en dreg­ist saman á hinni hefð­bundnu nýmjólk sem Danir kalla sødmælk. Sömu sögu er að segja um jógúrt og skyldar vör­ur. Skyr­ið, sem fram­leitt er að íslenskri fyr­ir­mynd, nýtur æ meiri vin­sælda hjá Dönum sem segja aðspurðir að það sé bæði gott og hollt og nefna lágt fitu­inni­hald.

Þessi áhugi og aukin neysla á fitu­snauðum mat­vælum nær hins­vegar ekki til osts­ins. Nær allar til­raunir osta­fram­leið­enda, og þær eru marg­ar, til að fá Dani til að kaupa fitu­snauðan ost hafa mis­heppn­ast. Hver létt-­teg­undin af annarri hefur litið dags­ins ljós á und­an­förnum árum með til­heyr­andi kynn­ing­ar­her­ferð í fjöl­miðl­um. En sama hvað reynt er, Danir fúlsa við fitu­minni ost­inum en smella áfram þeim feita ofan á rúg­brauðið og súr­deigs­boll­urn­ar. Allt tal um nær­ing­ar­gildi, of mörg kíló og kól­ester­ól, láta þeir sem vind um eyru þjóta þegar ost­ur­inn er ann­ars veg­ar. Og því eldri og sterk­ari þeim mun betri og vin­sælli meðal Dana.

Auglýsing

Gamli ost­ur­inn er hollastur



Í nýrri rann­sókn á vegum Hafn­ar­há­skóla koma fram nið­ur­stöður sem danskir ostaunn­endur kunna lík­lega vel að meta. Rann­sóknin leiddi í ljós að gam­all cheddar ostur (lát­inn lag­er­ast í 24 mán­uði) virð­ist mun holl­ari en ungur sams­konar ost­ur. Vís­inda­menn­irnir segja að full ástæða sé til að halda að sama gildi um ann­ars konar osta. Það er sem­sagt tím­inn sem ost­ur­inn er lát­inn bíða áður en hann er seldur sem öllu skipt­ir.

Rann­sókn dönsku vís­inda­mann­anna beind­ist ekki að sam­an­burði á mögrum og feitum osti en á síð­ustu árum hafa verið gerðar margar rann­sókn­ir, þar á meðal ein dönsk, sem sýna fram á að feitur ostur er miklu holl­ari en áður var talið. Danskir ostaunn­endur geta því glaðst þótt lík­lega gildi hið sígilda í þessum efnum eins og öðrum: allt er best í hófi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None