Gamalt handrit að Star Wars staðfestir að Han Solo skaut fyrst

han.solo_.greedo.jpg
Auglýsing

Gam­alt hand­rit að Stjörnu­stríðs­myndum George Lucas, sem kom nýlega í leit­irn­ar, svarar einni stærstu ósvör­uðu spurn­ingu þrí­leiks­ins; um hvor hafi átt að skjóta fyrst, Han Solo eða Greedo. Frétta­mið­ill­inn TIME greinir frá þessu áhuga­verða máli.

Í fyrstu Stjörnu­stríðs­mynd­inni, Star Wars Epis­ode IV: A New Hope, sem frum­sýnd var árið 1977, var smygl­ar­inn Han Solo, í túlkun Harri­son Ford, nýbú­inn að gera samn­ing við Loga Geim­gengil og Obi-Wan Ken­obi í bænum alræmda Mos Eisley á Tatooine, heima­plánetu Loga, um að flytja þá, ásamt C3PO og R2D2, á Fálk­anum til plánet­unnar Ald­era­an, þegar hausa­veið­ar­inn Greedo verður á vegi hans. Greedo var þar í erinda­gjörðum á vegum Jabba the Hutt, glæpa­manns sem átti ýmis­legt sök­ótt við Solo eftir mis­heppn­aða smygl­ferð.

Í upp­runa­legu Star Wars mynd­inni, sem frum­sýnd var árið 1977, ræð­ast tví­menn­ing­arnir stutt­lega við í bás á bar í Mos Eisley eða þar til Han Solo skýtur hausa­veiðar­ann fyr­ir­vara­laust undir borð sem þeir sátu við.

Auglýsing

Þannig var sagan í tutt­ugu ár, eða allt þar til árið 1997 þegar George Lucas ákvað að gefa Star Wars mynd­irnar aftur út með staf­rænum breyt­ing­um, sem voru flestar ef ekki allar ekki til bóta. Á meðal þess sem Lucas breytti var áður­nefnt stefnu­mót Solo og Greedo, og í „upp­færðu“ útgáf­unni skýtur Greedo fyrst að Solo, áður en smygl­ar­inn fellir hausa­veiðar­ann. Með breyt­ing­unni var kaldrifj­uðum morð­ingja breytt í mann sem getur þakkað ótrú­legri óhittni alræmds hausa­veið­ara, af eins met­ers færi, líf sitt.

Umrædd breyt­ing var for­dæmd harð­lega á meðal aðdáa­enda Stjörnu­stríðs­mynd­anna, og þá ekki síst á meðal dyggra stuðn­ings­manna Han Solo. Sam­kvæmt fyrr­greindu hand­riti að upp­runa­lega þrí­leikn­um, sem fannst fyrir til­viljun í vís­inda­skáld­sagna­safni bóka­safns í Kanada nýver­ið, er öllum vafa um atvikið eytt. Han Solo var fyrri til að taka í gikk­inn. Lucas­film, sem á rétt­inn að Star Wars vöru­merk­inu, hefur sagt að um end­ur­gerð af gömlu hand­riti að fyrstu Stjörnu­stríðs­mynd­inni að ræða, sem aðdá­andi mynd­anna hafi trú­lega skrif­að.

Hand­rit­ið, sem kom nýlega fyrir sjónir almenn­ings, er merkt sem fjórða upp­kast og dag­sett 15. mars árið 1976. Þar heitir fyrsta Stjörnu­stríðs­mynd­in: Star Wars: Saga I, og Luke Skywal­ker (Logi Geim­geng­ill) heitir því skugga­lega nafni Luke Star­k­ill­er.

Margir aðdá­endur Stjörnu­stríðs­mynd­anna fagna því að nú hafi loks verið stað­fest að Han Solo skaut Greedo með köldu blóði, en frétt­irnar eru sömu­leiðis síst til þess fallnar að bæta laskað sam­band milli skap­ara mynd­anna og aðdá­enda þeirra.

Atriðið fræga og umdeilda, um aðdrag­anda og sam­skipti Han Solo og Greedo, má sjá hér að neð­an.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None